Tíminn - 12.09.1978, Page 5

Tíminn - 12.09.1978, Page 5
'H ?.!!. 1 !111. Þriöjudagur 12. september 1978 5 Laugardaginn 23. sept. er áformað að haldin verði hrossakaupstefna á Hellu i Rangárvallasýslu, og eru það Hestamannafélagið Geysir, Rangæingadeild Hagsmunafélags hrossa- bænda og Kaupfélag Rangæinga sem gangast fyrir kaupstefnunni. Hrosskaupstefnan verður hald- in i tamningastöð Geysis á Hellu og gefst félagsmönnum i fyrr- greindum félögum kostur á að koma með hross á kaupstefnuna til sýningar og sölu. Gerð verður itarleg skrá yfir þau hross sem þarna verða til sölu og verða þau flokkuð og metin til lágmarks- verðs af sérstakri dómnefnd, Sér- stök áhersla verður lögð á að aðeins gallalaus hross verði boðin til kaups, en sjálf kaupin fara þannig fram, að gerð verða tilboð i hrossin, sem síðan verða opnuð siðar um daginn að viðstöddum væntanlegum kaupendum og dómnefnd. Eigendur þeirra hrossa sem sýnd verða á kaupstefnunni verða að koma þeim til og frá kaup- stefnunni á eigin kostnað. Ef vel tekst til með þessa kaup- stefnu er áformað að hún verði haldin bæði vor og haust fram- vegis og þá fyrir bæði innlenda og erlenda kaupendur, en nokkuð hefur vantað á að skipulag hafi verið á þessum málum að undan- förnum. Framkvæmdanefnd hrossa- kaupstefnunnar á Heliu er skipuð eftirtöldum aðilum: Halldór Gunnarsson Holti, en hann er full- trúi Rangæingadeildar Hags- munasamtaka hrossabænda, Guðni Jóhannsson Hvolsvelli, fulltrúi Kaupfélags Rangæinga, og Magnús Finnbogason, Lága- felli, en hann er fulltrúi Hesta- mannafélagsins Geysis. beir sem áhuga hafa á að láta skrá hross á kaupstefnuna, geta haft samband við einhvern ofan- greindra manna fyrir næstu helgi. landbúnaðarmál Sigurður l.indal. Siguröur Líndal, Lækjarmóti: „Aökallandi að bændur fái auknar útflutn- ingsbætur” Sigurður l.indal, Lækjarmóti sambands bænda, sem lialdinn Vestur llúnavantssýslu tók ekki var á Akureyri og var hann fyrst illa i að ræða við blaðaniann Tim- að þvi spurður að því hvað ans á siðasta aðalfundi Stétta- honum þætti um uppbyggingu Jón Guðmundsson, Oslandi: ,Fagna því að jafn- rétti hefur náðst” Jón Guömundsson Óslandi i Skagafirði/ var annar tveggja fulltrúa Skaga- fjarðarsýslu á aðalfundi Stéttasambands bænda, sem haldinn var á Akur- eyri fyrir skömmu. Blaða- maður Tímans ræddi stutt- Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut Ægisiða Snorrabraut Kjartansgata Sfmi 86-300 lega við Jón á öðrum degi aðalfundarins og var hann fyrst að því spurður hvaða mál honum finnist vera merkilegast af þeim sem fjallað hefur verið um á f undinum. — bað eru tvimælalaust fram- leiðslumálin, en staða þeirra er nú mjög alvarleg a.m.k. á meðan við fáum ekki fullt verð fyrir framleiðslu okkar. — Hvað finnst þér um tillögur þær sem sjö manna nefndin hefur lagt fram til lausnar þessara mála? — Mér finnast tillögurnar á margan hátt góðar, en vitaskuld ber að hafa það i huga, að þær eru ekki fullmótaðar ennþá. Annars finnst mér eðlilegast að kvóta- kerfi og kjarnfóðursgjaldi verði beitt samhliða en ef ekki eru tök á þvi þá verði hvoru um sig beitt eftir aðstæðum. bá þykir mér að veita eigi eins litlar undanþágur frá kvótakerfinu og mögulegt er til þess að það nái tilætluðum ár- angri. — Hvað finnst þér um önnur mál á þessum fundi? — Ég vil nú fyrst taka þaö fram að ég fagna þvi, að loksins hefur náðst fullt launajafnrétti karla og kvenna, en það atriði i úrskurði Yfirdóms frá þvi i desember 1977 að karlmenn, sem vinna við bú- störf skuli hafa hærra kaup en kvenmenn, var eitt þeirra sem hvað erfiðast var að þola. — Hvað i málum landbúnaðar- ins finnst þér að þurfi að leggja sérstaka áherslu á i framtiðinni? — bað eru að sjálfsögðu fram- leiðslu- og skipulagsmálin. Varð- andi niðurgreiðslur vil ég segja það, að þær þurfa að vera stöð- ugri, þvi að sveiflur eins og verið hafa að undanförnu eru mjög hættulegar gagnvart markaðs- málunum og þá finnst mér að út- sölurnar mættu standa yfir i styttri tima til þess að þær nái til- gangi sinum. —ESE. Jón Guðmundsson. Stéttasambandsins: — Ég tel að það sé eðlilegt i meginatriðum, en tel þó, að full- trúar fleiri búgreina mættu eiga aðild að þvi. T.d. fulltrúar svina-, alifugla- og gróðurhúsabænda. Mér finnst, að þessar búgreinar ættu einnig skilyrðislaust að fá fulltrúa á aðalfund Stéttasam- bands bænda. — Hvað finnst þér brýnast að ný rikisstjórn beiti sér fyrir i mál- efnum bænda? — Mér finnst mest aðkallandi að bændur fái þegar á þessu ári auknar utflutningsbætur, til þess að fullt verð fáist fyrir fram- leiðsluna, en siðan komi til aukin stjórnun á framleiðslunni, þannig að 10% útflutningsbætur dugi i framtiðinni. t þessu sambandi er nauðsynlegt að tekið verði mið af framkomnum tillögum sjö manna nefndarinnar og að fóðurbætis- gjaldi og kvótakerfi verði beitt samhliða ef mögulegt er, sagði Sigurður Lindal að lokum. -ESE. Sumarfundur Tilraunaráðs landbúnaðarins: Ný tilrauna- og rannsóknar- verkefni í landbúnaöi A sumarfundi tilraunaráðs laiidbunaðarins var m.a. rædd starfs- og fjárhagsáætlun stofn- unarinnar, auk þess sem rætt var um ný tilrauna- og rann- sóknarverkefni. Nokkrar tillög- ur frá undirnefndum ráðsins voru lagðar fram á fundinum og þær ræddar. Eftirfarandi tillög- ur voru samþykktar: 1. Framkvæmd verði rannsókn á arfgengni á fituprósentu og eggjahvítuprósent u i mjólk og erfðafylgninni milli þess- ara þátta. 2. Rannsakað verði efnainni- hald islenskrar mjólkur og teknir til meðferðar eftirtald- ir þættir: Heildarþurrefni, eggjahvíta, fita, sykur og eftir atvikum fleiri þættir. Rannsókn þessi verði látin ná til a.m.k. eins árs, en helst tveggja ára samfellt. 3. Fjármagn verði útvegað til framhaldsrannsókna á nýt- ingu sláturúrgangs og þá sér- staklega á eftirfarandi þætti: a. Vinnslu á heparini Ur lungna- og garnash'mi. b. Vinnslu á hormónum úr kirtlum. c. Vinnslu garna til matar- gerðar. d. Vinnslu sláturúrgangs í (þurr)fóður fyrir minka og annað búfé e. Notkun á maurasýru til að auka geymsluþol á úrgangi. 4. Ahersla verði lögð á rann- sóknir á geymsluþoli græn- metis og leit að þvi hvaða þættir ráöa mestu um geymsluþolið með hliösjón af þvi, hvernig hægt sé að nýta á hagkvæman hátt framleiðslu- toppa sem myndast.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.