Tíminn - 12.09.1978, Page 6

Tíminn - 12.09.1978, Page 6
6 Þriöjudagur 12. september 1978 titgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og- augiýsingar Siöumúia 15. Slmi 86300. ' . Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Ef til vill besta tækifærið Vafalaust er endurskoðun visitölukerfisins einn mikilvægasti áfanginn sem nást þarf til þess að þjóðin geti varpað af sér herfjötri óðaverðbólg- unnar. Segja má að visitölukerfið lýsi tortryggni laun- þegahreyfinganna andspænis horfum og fram- vindu efnahags- og kjaramála. Nú kann það út af fyrir sig að vera rétt að launþegar hafi fyllstu ástæðu til slikrar tortryggni.en visitölukerfið eins og það hefur þróast er samt sem áður sist til þess fallið að verja hagsmuni launþeganna. Með þessu sjálfvirka skrúfukerfi er i rauninni haldið gangandi svikamyllu sem snýst laun- þegunum sifellt i óhag, enda þótt krónunum kunni að fjölga i launaumslaginu um hrið. Annað er það að skrúfukerfi þetta hefur aukið launamismuninn i þjóðfélaginu, þar sem það hafði tiðkast að laun hækkuðu i prósenthlutfalli og ber að fagna þvi að þrátt fyrir ýmsar yfir- lýsingar eru stjórnmálaflokkarnir orðnir sam- mála um að koma i veg fyrir að sú öfugþróun haldi áfram. Hið þriðja við visitölukerfið sem gerir það óhæft við islenskar aðstæður er að það tekur ekki tillit til þróunar þjóðartekna. Afleiðingin af þessu einkenni kerfisins er sú að hækkun óhjákvæmi- legra kostnaðarliða i atvinnurekstrinum getur al- ið af sér almenna kauphækkun enda þótt öllum sé ljóst að hækkun kostnaðarliða hafi stafað af er- lendum verðhækkunum og þannig versnandi af- komu þjóðarbúsins. Þegar það er haft i huga hve islenskt efnahags- og atvinnulif er miklum og óviðráðanlegum sveiflum háð i sjávarafla og veðurfari, hlýtur öll- um mönnum að verða ljóst að þetta sjálfvirka skrúfukerfi getur aðeins leitt til vaxandi jafn- vægisleysis, sifelldrar verðbólgu, árvissra stétta- átaka, en megnar engan veginn að tryggja kaup- mátt launanna, eðlilega þróun kaupmáttar eða standa vörð um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Það er alveg skiljanlegt að menn vilji ekki rasa að stórbreytingum i máli sem þessu,er snertir svo mjög launakjör og tekjuskiptingu. Hins vegar er ástæða til þess að hvetja menn eindregið til þess að láta ekki stjórnast af ihaldssemi i afstöðunni til þessa máls. Núverandi rikisstjórn verður ekki beðið betri heillaóskar en að hún beri gæfu til þess að hverfa algerlega frá sjálfvirku skrúfukerfi sem ekki virðir þróun þjóðarhags og elur á mismunun i tekjuskiptingu. Og það er einkum ástæða til að óska þessa fyrir þá sök að rikisstjórnin á að hafa öll tök á þvi að vinna að þessu máli i góðum sam- ráðum við samtök launþeganna sjálfra. Sannleikurinn er sá að þetta mál er ef til vill besta tækifærið sem rikisstjórninni er gefið til þess að vinna gott og þarft verk sem hefur varan- legt gildi fyrir hag fólksins i landinu. JS Tveir næstu dag ar ráða úrslitum — erfiðlega gengur að fá upplýsingar um gang mála Erfiðlega virðist ganga að fá fréttir af fundahöldunum i Camp David, hvildarstað for- seta Bandarikjanna. Þar ræða nú þjöðarleiðtogarnir þrir, Jimmy Carter forseti Banda- rikjanna, AnwarSadat, forseti Egyptalands, og Menachem Begin, forsætisráðherra ísra- els, um vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafs og reyna að finna varanlega lausn á deilu Israelsmanna við nágranna- þjóðir sinar. Eina opinbera yfirlýsingin um fundina i Camp David kom frá blaða- fulltrúa Hvita hússins, Jody Powell, sem sagði um helgina að árangur hefði fengist en erfiðleikarnir væru þó miklir. Töluverð óvissa rikti i upp- hafi annarrar viku fundahald- anna og sögðu heimildir að dagurinn i dag og á morgun myndu skera úr um það hvort nokkur árangur fengist yfir- leitt. Hvita húsið sagðist vona, að umtalsverður árangur myndi nást fyrir helgi, en þá er ætlunin aö Carter taki þátt i kosningaáróðri nokkurra flokksbræöra sinna, sem hafa boðið sig fram til full- trúaþingsins. Mikilvægasti fundurinn i Camp David var haldinn s.l. sunnudag, en þá hittust þeir Carter og Begin. Auk þess voru á þeim fundi allir helstu ráðgjafar þjóöarleiötoganna tveggja og þar á meöal var helsti lögfræöilegi ráögjafi Sadats, Aharon Barak. Þótti það benda til, aö þeir væru komnir á það stig i viö- ræöunum, að lögfræöilega aöstoö þyrfti til að draga upp samningsdrög. Hins vegar hefur sú frétt ekki verið stað- fest. t gær kom svo til fundar við Carter Anwar Sadat en þeir ræddust siðast saman s.l. föstudag. Ekki er enn vitaö hvaðþeim fór i milli, en viöbú- ið, er að hart hafi verið deilt. Spurningin er: Hve miklum hluta af þeim landssvæöum, sem ísraelsmenn hertóku i sex daga striðinu 1967, munu þeir skila til baka og með hvaða skilyrðum? HVAÐ SVÆÐIN sjálf varð- Þau svæði, sem deilti er um á fundunum i Camp David eru Sinaieyðimörkin, Gasa svæðiö, vesturbakki árinnar Jórdan svo og Gólan hæðirn- ar. ar, þá hafa Egyptar opinber- lega krafist að öllum herteknu svæöunum, þ.á.m. eystri hluta Jerúsalem, verði skilað til baka. tsraelsmenn segja hins vegar, að þeir muni aldrei samþykkja þau landamæri, sem voru i gildi fyrir strlöiö 1967 og aö umræðurnar veröi að snúast um ný landamæri er gætu betur tryggt öryggi landsins. Mi kilvægasta svæðið virðist vera vesturbakki Jórdan, þvi i grundvallaratriðum hafa tsraelsmenn samþykkt aö skila Egyptum til baka svæð- unum á Sinai-eyöimörkinni, þrátt fyrir að þeir hafi krafist þess, að á landamærunum fái israelsk lögregla að starfa áfram. Egyptar hafa hafnaö þeirri tillögu, en almennt er búist viö, að það vandamál ætti auðveldlega að leysast. Þaö er þvi vesturbakkinn, sem á eftir að vera höfuðverkur- inn. HVAÐ ÖRYGGI VARÐAR' þá standa tsraelsmenn fastir á þvi, aö hersveitir þeirra muni halda stöövum sinum á svæð- um sem voru fyrir utan tsrael 1967. Þá hafa þeir krafist, að enginn vopnaður her verði á Sinai-skaganum svo og á vesturbakkanum. Egyptar segja hins vegar, aö eftir fimm ár megi enginn israelskur hermaður vera fyrir utan 1967-landamærin. Hins vegar er ekki talið útilok- að, að Egyptar muni sam- þykkja einn herflugvöll tsra- elsmanna á Sinai-eyðimörk- inni. Einnig segja nokkuð áreiöanlegar heimildir, aö Egyptargætugengið að þeirri kröfu, að einhver israelskur her fái að vera á vesturbakk- anum, enda þótt þeirri frétt hafi veriöopinberlega hafnað i Karió. A þessu sviði er hugsanlegt, að Carter muni bjóða tsraels- mönnum og Egyptum, aö Bandarikjamenn myndu sjá um öryggisvarnir á þessum viðkvæmu svæöum. FRAMTIÐ Palestinu-arab- anna hefur alltaf veriö mikiö deiluefni og viöbúið er að svo verði einnig nú. tsraelsmenn hafa lagt fram áætlun um nokkurs konar sjálfstjórn þeirra á vesturbakkanum og á Gasa-svæðinu og að fimm árum liönum væru þeir reiöu- búnir aö ræða um hugsanlegt sjálfstætt riki þeirra. Egyptar á hinn bóginn hafa lagt fram áætlun, þar sem gert er ráð fyrir, aö Palestinu- arabar stofni sjálfstætt riki á tveim áðurnefndum svæöum. Þó er ekki taliö óliklegt, að þeir gætu fallist á nokkurs konar hálfsjálfstætt riki, sem væri tengt Jórdaniu. Það er á þessu sviði, sem Bandarikjamenn munu koma mikið inn i umræðurnar, þvi þeim er mikið umhugað um framtið Palestinu-araba. Viðbúið er, aö þeir vilji miöla málum þannig, aö Palestinu- arabar fái loforð um stofnun sjálfstæðs rikis i komandi framtið. Horfurnar á þessu sviði eru hins vegar mjög óljósar og þaö myndi verða mikill sigur fyrir friöaröflin, ef einhvers konar lausn, sem allir aöilar geta sætt sig við, væri hægt aö finna.Þaðgætinefnilegahaft i för meö sér, að önnur Araba- riki en Egyptaland færu að taka þátt i samningaumræð- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.