Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 27. september 1978. 212. tölublað — 62. árgangur. wm Slðari hlutl viðtals við Vilhjálm Hjálmarsson er á bls. 10 og 11 í dag Slðumúla 15 - Pósthólí 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 wxanmmmmaaaaaaBmmmmBBmmmmmammmauaBMMmm nHBnBBBBBMi Æfingakennsludeilan: Gætum þurft að beita skænr verkföllum og fjöldauppsögnum — segir Valgeir Gestsson, formaður Sambands grunnskólakennara ESE — í gær iauk tveggja daga fundi fuli- trúaráðs Sambands grunnskólakennara, sem boðað var tii vegna yfirstandandi deiiu kennarasamtak- anna við rikisvaldið. Timinn ræddi viö Valgeir Uestsson tormann sambandsins að afloknum fundinum i gær og var hann fyrst að þvi spurður hvort rikisvaldið hefði sýnt þess einhver merki að vilji væri fyrir hendi að leysa þessa deilu. Valgeir sagði aö fulltrúa - ráðsfundinum hefði i gær borist orðsending frá menntamálaráð- herra, þar sem segði að hann myndi á næstunni leggja ákveðnar tillögur til lausnar þessa máls fyrir fjármálaráð- herra. Ekki kvaðst Valgeir vita hvað fælist i þessum tuiögum ráðherra, en það væri vitanlega eðlilegt að hann ræddi þær við fjármálaráðherra áöur en hann hefði samband við þá. Annars sagði Valgeir að þetta væri fyrsta aðgerðin af hálfu rikis- valdsins þar sem vilji kæmi fram til að leysa þetta mál. Nú segir f ályktun fundarins að gripið veröi til haröari að- gerða ef viöunandi lausn hafi ekki fengist á þessu máii fljdt- lega. Hvaða aðgerðir er það sem par um ræöir? — Þaö sjá það auðvitað allir, að rikisstarfsmenn eiga ekki margra kosta völ i málum sem þessum, og raunverulega er að- eins um tvennt aö ræða sem við gætum gripið til. í fyrsta lagi gætum við gripið til þess ráðs aö beita skæruverkföllum og mót- mælaaðgerðum og svo i ööru lagi gætum við reynt aö koma okkar málum fram með fjölda- uppsögnum. Ég vil taka þaö fram að við vonum svo sannar- lega að viðþurfumekki að gripa til slikra óyndisúrræða og vonum að sjálfsögðu aö lausn málsins sé á næsta leyti eftir þetta ákveðna skref mennta- málaráðherra. En hins vegar, ef þetta mál verður ekki leyst fyrir næstu viku, þá mun fulltrúaráös- fundurinn sem ákveðið hefur veriö að boða til annan föstu- dag, taka ákvörðun um það hverjar næstu aðgerðir veröa. Ályktun fulltrúaráðs- fundar Sambauds grunnskólakennara: Gripið verður til harðari aðgerða — ef viðunandi lausn finnst ekki I æfinga- kennsludeilunni innan skamms Fulltrúaráðsfundur Sam- bands grunnskólakennara, haldinn I Reykjavik dagana 25.-26. september 1978, mót- mælir harðlega vanefndum á þvi fyrirheiti stjórnvalda sem gefið var i siðustu kjara- samningum um jafngildingu kennaraprófs til launa án til- lits til þess hvenær það var tekið. Fundurinn væntir þess að tillögur menntamála- ráðherra sem hann hyggst leggja fyrir fjármálaráöherra næstu daga leiöi til lausnar málsins. Meö tilliti til þess ákveður fulltrúaráðiö að koma saman að nýju eigi siðar en föstudag- inn 6. október n.k. til þess að vega og meta hvort viðunandi lausn hefur fengist. Verði þá enn um vanefndir að ræða að mati Sambands grunnskóla- kennara munu kennarasam- tökin gripa til harðari aðgeröa til þess að knýja á um efndir kjarasamninganna. Fundurinn skorar á alla kennara i hvaða kennarasam- tökum sem þeir eru að standa fast saman i baráttunni fyrir þessu réttlætismáli og i þeim aðgerðum sem valdarverða til þess að knýja á um lausn þess. Fundurinn lýsir ánægju sinni með framtak kennara- Framhald á bls. 7. ' ' /ý - .-yr A stóru myndinni sjást Vorsabæjarvellir en þar er sykurverksmiöjunni ætlað að standa, verði hún reist. A innfelldu myndinni lengst til vinstri er Sigurður Pálsson, sveitarstjóri. Hann var að vinna I viðbyggingu við hús sitt. A innfelldu myndinni i miöjunni sést ferill sykurvinnslunnar og á innfelldu myndinni lengst til hægri er haus á hlutabréfi nýja félagsins. Myndir: Róbert. Veröur sykurverk smi ðj a reist í Hveragerði? ATA—í fyrrakvöld var stofnaö nýtt hiutafélag I Reykjavik, „Ahugaféiag um sykuriönað”. A stefnuskrá þessa félags er aö kanna hvort hagkvæmt sé að reisa verksmiðju hérlendis, sem ynnisykur er nægja myndi innan- landsmarkaði. Stór hluti hluthafa eru Hvergerðingar enda er mikill áhugi fyrir þvi að reisa verk- smiðjuna 1 Hverageröi. A fundinum á mánudagskvöldið skráðu 27 aöilar sig sem væntan- lega hluthafa i félaginu en hluta- féð er 10 milljónir króna. Flestir hluthafanna eru Hvergerðingar en þeir eiga þó ekki meirihluta hlutafjárins. Verksmiðjan, sem hér um ræðir, mun vinna sykur úr efni, „melassa”, sem myndast sem úrgangsefni er sykur er unnin úr sykurrófum. Þaö er aö 40 hundraöshlutum sykur. En til þess að vinna sykur úr „mel- assanu” þarf mikla orku og þvi er efnið ódýrt. A jarðhitasvæðum er nægilega mikið til af ódýrri orku og þvi talið hentugt að reisa slika verk- smiðju til dæmis i Hveragerði. Athafnasvæði slikrar verk- smiðju er taliö myndu verða tveir hektarar og reikna má með að 60 manns fengju vinnu við hana. Timinn ræddi i gær við Sigurð Pálsson, sveitarstjóra i Hveragerði, en hann er einn stjórnarmanna hins nýja hluta- félags. —Ég vil taka þaö fram, sagði Sigurður, að þetta er einungis undirbúningsfélag, það hefur þann tilgang einan að vera könn- un á þvi hvort slik verksmiðja - í athugun er að reisa verksmiðju er annaö gæti innanlands- neyslunnl_____________^ myndi verða fjárhagslega hag- kvæm. Talið er að þessi könnun muni kosta 19 milljónirkróna en hlutafé félagsins er 10 milljónir. Til að brúa það bil verðum við að róa á ýmiss mið. —Það er ekki búiö að ákvarða hvar verksmiðjan verður, ef hún verður reist, en ég vil taka það Framhald á bls. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.