Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 27. september 1978 í fyrri hluta viðtals við Vilhjálm Hjálmarsson um helstu viðfangsefni menntamálaráðuneytisins s.l. fjögur ár var drepið á fjöimarga þætti svo sem lagasetningar um skólamál framkvæmd grunn- skólalaganna, kennslumál þroskaheftra, þróun verkmenntunar og endurskoðun framhaldsskóla- stigsins svo nokkuð sé nefnt. En frá mörgu er enn ósagt og við látum Vilhjálmi Hjálmarssyni eftir, hvar hann vill taka upp þráðinn að nýju: íþróttastarfsemin Þaö væri i sjálfu sér gaman aö minnast á fjölmarga einstaka þætti en spurning er hvaö rúm leyfir. Viö skulum byrja á iþróttunum. iþróttastarfsemin heyrir undir menntamálaráöuneytiö og marg- vislegt samstarf er milli ráöu- neytis og áhugafélaganna auk þess sem mikil kennsla á sér vitanlega stað beinlinis á vegum skólanna. Mér finnst ástæöa til að geta þess, að stofnuö hefur verið sérstök iþróttadeild innan ráðu- neytisins og deildarstjóri skipaöur. Hafizt hefur verið handa um undirbúning aö bygg- ingu iþróttahúss og kennsluað- stöðu viö Iþróttakennaraskölann á Laugarvatni og til þess veitt fé á fjárlögum. Þá tókst þaö i haust i góöu samstarfi viö aöra skóla á Laugarvatni aö gera Iþrótta- kennaraskólanum fært að fjölga nýnemum um ca. 50%. Þetta tel ég mjög þýöingarmikið. Er hvort tveggja aö fjöldi ágætra ung- menna sækir um inntöku i' þennan skóla og eftirspurn eftir fþrótta- kennurum og leiöbeinendum er i raun og veru miklu meiri en framboðiö. Ég vil einnig geta þess að geröar hafa verið nýjar reglur um einingastæðir i' iþrótta- húsum viö skóla og i skyldum mannvirkjum. Er þar um aö ræða verulega rýmkun frá fyrri reglum til ótviræðs ávinnings fyririþróttastarfsemina 1 landinu og fyrir likamsrækt ungra sem eldri. Þaö hefur veriö ánægjulegt aö fylgjast méö gerö Iþróttamann- virkja viös vegar um landiö. Mörgum þykir aö visu seint sækj- ast. En oftast er lika byggt fyrir framtiðina. Mér veröur sjálfsagt minnisstæöast smiöi iþróttahúss og sundhallar i Vestmannaeyj- um. En rikisstjórnin ákvað aö leyfa óvenjumiklar lántökur til aö flýta þeim framkvæmdum vegna erfiöleika sem uröu eftir gosiö. Hvernig hafa viöskiptin viö námsmenn veriö Vilhjálmur? Þegar á allt er litið góö.ágæt! Ég hef ekki undan neinu aö kvarta. Námsaöstoö.lög um þaö efni voru til endurskoöunar á fyrri hluta siöasta kjörtimabils. Sett voru ný lög, sem fela i sér aukiö aöhald, en hafa einnig reynzt fær um aö tryggja afgreiöslu mála á fyrirfram settum og ákveönum timum. Fleiri njóta nú námslána enáöur. Er þar um aö ræöa nem- endur I verk- eða listnámi. Aðhalds er þörf Ekki eru allir aöilar ánægöir meö þessa löggjöf eins og nærri má geta,þar sem hún stefnir I aö- haldsátt. Flestir munu þó sam- mála um, aö aöhalds sé og hafi veriö þörf. Nefni ég oftsem dæmi upp á það aö áriö 1970 var á fjár- lögum ætlað til námsaöstoðar, 75 milljónir króna. En 5 árum siðar töldu fulltrúar námsmanna að 2600 milljónir þyrfti til aö viðun- andi væri! Hér var bersýnilega um fáránlega þenslu að ræða og óhjákvæmilegt aö spyrna viö fót- um. Enn i dag er heildarfjár- hæðin til lánasjóðsins á fjárlögum „aðeins” 1678 m. kr. En mér þyk- ir liklegt aö óhjákvæmilegt sé að bæta þar nokkru við ef halda á i við vaxandi dýrtið og hækkandi verð á erlendum gjaldeyri. Að sjálfsögðu telja námsmenn lánin of lág og hafa einnig sitthvaö viö útlánareglur að athuga. Hafa þeir barizt fyrir breytingum en ámál- efnalegri hátt en stundum áöur. En i megindráttum hefur þaö tek- izt sem aö var stefnt aö auka að- hald og tryggja fjármagn til þeirra lána sem ákveðin eru á hverjum tima eins og ég áðan sagði. Samstarf ráöuneytisins viö námsmenn hefur aö minum dómi veriö ágætt á flesta lund. Náms- menn hafa aö sjálfsögöu sett fram kröfur sinar og óskir, en námsfólkið hefur jafnframt lagt fram merkan skerf til margvis- legra félags- og skipulagsstarfa og gottsamstarf hefur tekizt meö þvi og ráöuneytinu um ýmis atriöi einsogt.d. atvinnumiðlun, náms- kynningu, starfsfé samtaka námsmanna, byggingu hjóna- garöa og nú síöast um endur- bætur á stúdentagörðunum gömlu. Málefni rlkisfjölmiölanna hafa tekiö verulegan Qörkipp? Rikisútvarpiö er ein af þeim stofnunum, sem heyra undir menntamálaráöuneytiö. A und- anfórnum árum hefur tekizt aö réttavið fjárhag Rikisútvarpsins, sem var m jög bágur við stjórnar- skiptin 1974. Hafizt hefur veriö handa um byggingu útvarpshúss- ins. Sjónvarpið hefur veriö litvætt aö miklum hluta og hafnar á ný framkvæmdir við dreifingu þess. Rikisútvarpiö er stofnun allrar þjóöarinnar og þaö varöar okkur miklu hvernig þar er aö málum staöiö. Gifurleg verkefni eru framundan hjá þessari stofnun, m.a. viö endurbyggingu lang- bylgjukerfisaömaöurnúekki tali um hugsanlega þátttöku I út- varpsrekstri frá gervihnetti. Rikisútvarpið fær meginhluta tekna sinna meö afnotagjöldum og svo auglýsingum. Óhjákvæmi- legt er aö haga gjaldtöku i þes&u tilviki meðbrýnustu þarfir i huga og óviöunandi aö safna upp skuld- , um I miklum mæli hjá stofnun eins og Islenzka rikisútvarpinu. Húsnáeðismál Hvað um húsnæöismál Is- Vilhjálmur Hjálmarsson skýrir frá viðfangsefnum menntamálaráðuneytisins sl. fjögur ár Mun haf a nóg fyrir framan hendurn- ar á næstunni lenskra skóla og annarra menntastofnana? Skólahald sem og önnur starf- semi margvfsleg sem undir menntamálaráöuneytið heyrir, þarfnast mikils húsnæöis og margvislegrar starfsaöstööu. Um langa hriö hefur veriö byggt mik- ið af skólahúsnæði á Islandi. Er þaðeölilegt, þar sem fyrir nokkr- um áratugum voru I raun og veru engir skólar til i þessu landi. Si'öustu árin eru engin undan- tekning aö þessu leyti. Viðs vegar um land hefur veriö unniö aö byggingu skólahúsa fyrir grunn- skóla- og framhaldsskólastigiö. Þessar byggingar flestar eru kostaöar sameiginlega af riki og sveitarfélögum. Byggingar- hraðinn ræöst að verulegu leyti af getu sveitarfélaganna. Svo eru aðrar byggingar, sem rikiö kostar eitt. Má þar nefna byggingu menntaskólanna. A þessu árabili hefur verið hafin bygging menntaskóla á Austur- landi en mörg ár eru siðan ákveöiö var með lögum aö stofioa þar menntaskóla, þótt ekki hafi verið hafizt handa um fram- kvæmdir fyrren nú. Mjögmiklar byggingarframkvæmdir hafa átt sér stað við fjölbrautaskólann i Breiöholti. Hafin veröur bygging nýrrar álmu viö Kennaraháskól- ann eftir nærri 20 ára hlé og margt fleira mætti nefiia af þessu tagi. Ég hef t.d. áöur vikið að byggingarframkvæmdum vegna þroskaheftra. Nú hefur veriö hafin bygging Þjóöarbókhlöðu. Hún leysir úr húsnæöisþörf Landsbókasafns og Háskólabókasafns sem flytja skuli i Þjóöarbókhlööuna og svo Þjóöskjalasafnsins sem eftir veröur i Safnahúsinu viö Hverfis- götu. Undirbúin hefur veriö ný- bygging viö hús Listasafns Is- lands við Lækjargötu. Þaö verk hefurþóekki hafizt vegna ágrein- ings viö samstarfsnefnd um opin- berar framkvæmdir og fjármála- ráöuneytiö um tilhögun bygg- ingarinnar. Listasafn Islands byr viö mikil þrengsli eins og er itvi- býli við Þjóöminjasafniö sem einnig liöur við þaö aö fá ekki alla sina byggingu til eigin nota. Ég hef áöur nefnt útvarpshúsið en Rikisútvarpiö býr og viö mikil þrengsli, einkum starfsemi út- varp^ins sem er i leiguhúsnæði en sjónvarpið á sitt eigiö húsnæði. Allar þessar byggingar eru mjög þýðingarmiklar og siður en svo nokkrar tildur byggingar, heldur er ráöizt i þær af brýnni þörf. Geta hlýtur svo að sjálfsögðu að marka byggingarhraöann á hverjum tima. Þar segir Alþingi sitt orð. Kaupin á Laugavegi 166 Þar sem viö ræöum um hús- næöismál, Vilhjálmur. Húsnæöis- mál menntamálaráöuneytisins sjáifs hafa veriö ofarlega á baugi? Já, ég vil gjarnan minnast á húsnæðismál ráöuneytisins skortir, m.a. rými fyrir skjala- safn og bókasafn, fundaaöstöðu og mötuneyti og sumar skrif- stofur deildarstjóranna t.d. eru meö öllu óviðunandi fyrir smæðar sakir. Nú varð það aö ráöi aö kaupa Laugaveg 166 fyrir menntamála- ráðuneytið og skylda starfsemi. Þetta hús þarfnast mikilla að- gerða og var kaupverðið við það miðað. Það var að minum dómi mjög hagstætt. Mun ég gera nánari grein fyrir þessu máli sér- staklega. En ég vil geta þess hér, að fýrirhugaö er að koma fýrir á neöstu tveim hæöunum Rikisút- gáfu námsbóka og fræðslu- myndasafninu. Þessar stofnanir hafa búið þröngt og vöxtur þeirra óhjákvæmilegur. Æskilegt er aö náin tengsl séu með þessaristarf- semi og ráðuneytinu sjálfu eink- um skólarannsóknadeild þess og svo Kennaraháskólanum. Á efri hæðunum þremur yröi svo ráðuneytinu komið fyrir. Hafa veriö gerðar frumtillögur um tilhögun i þessu húsnæði og virðist auðvelt að koma starfsem- Gott samstarf tókst meöráöuneytinu og námsmönnum um fjölmörg atriöi, þar á meöal byggingu hjóna- garöa. SIÐARI HLUTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.