Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. september 1978
wm&m
3
Getum ekki tekið könnun
á grundvelli svo takmarkaðra upplýsinga
Einar Birnir.
SS — „Meöan viö höfum jafn lakmarkaöar upplýsingar úr þessari
könnun þá getum viö ekki tekiö hana alvarlega. Aö auki teljum viö
siika könnun markiitla. Viö höfum aiitaf lagt til aö svona könnun
væri gerö tii enda. Þaö sem máli skiptir er auövitaö þaö, hvaö neyt-
andinn borgar, þaö er stóra máliö” sagöi Einar Birnir hjá Félagi
isl. stórkaupmanna f viötali viö Timann, er hann var inntur álits
stórkaupmanna á hinni margumtöluöu samnorrænu verölagskönn-
un.
„Við vitum það vel aö
varðandi vissar vörutegundir og
viss tilvik frá einum mánuöi til
annars hve erfitt verk er aö
kaupa inn. Þó aö maöur taki
eina stikkprufu á einhverskonar
innkaupsveröi, þaö er óskil-
greint ennþá þá segir það ósköp
litið.”
— Hvernig viljiö þiö láta
vinna slika könnun?
„A svipaöan hátt og viö vor-
um aö gera núna, þ.e.a.s. viö
viljum láta vinna upp verðiö
sem neytandinn borgar hér og
hvernig þaö veröur til. Hvaö er
álagning? Hvað eru skattar til
rikisins miklir? Þaö er alltaf
veriö að skamma okkur fyrir
það að við seljum of dýra vöru.
Fimmtungur verösins er sölu-
skattur til rikisins, tollur
kannski 10-40% og svo kemur
vörugjald. Þetta rennur til sam-
félagsins en ekki okkar.”
— Getur verölagsstjóri þá
ekki unniö neina könnun af
þessu tagi, þannig aö þiö viöur-
kenniö og felliö ykkur fyrirfram
viö niöurstöður hennar?
„Við höfum boöiö honum alla
aöstoð ogsamvinnu um þaö, aö
framkvæma svona könnun,
raunverulega könnun, sem næöi
til allra þátta málsins. Þannig
ætti ekki aö fara á milli mála
hvað er hvaö, hver fær hvað og
hvaö hlutirnir kosta. Okkur er
ekki sama um þessa hluti, þvi
að þaö er ljóst aö stór hluti af
versluninni á i gifurlegum erfiö-
leikum, bæöi smásölu- og heild-
verslun.
— í hverju felast þeir erfiö-
leikar?
„Aöallega i þvi aö ýmisskonar
Þróun álagningar i heildsölu
21/1177 21/2 78 10/9 78
Matvörurog nýlenduvörur:
1. Kaffi 5.8% 100.00 5.3% 91.38 4.7% 81.03
2. Hveiti,sykur,rúgmjölo.fl. 7.3% 100.00 6.6% 90.41 5,9% 80,82
3. Nýirávextir 11.0% 100,00 10.0% 90.91 9,0% 81,82
4. Nióursuóuvörur 9.7% 100,00 8.8% 90.72 7.9% 81.44
5. Ýmsar matvörur 11.4% 100,00 10.4% 91.23 9,3% 81,58
kostnaöur sem viö höfum hér er
mikiö óhagstæöari en viö þekkj-
um til viða annarsstaöar eins og
t. d. hlutfall vaxta og álagning-
ar. Alagningin er pind stööugt
niður. Verðlagsstjóri hefur
sjálfur sagt, að þaö væri ómak-
lega aö okkur ráöist i þeim efn-
um. Hann hefur ekki verið tals-
maöur þessarar lágu álagning-
ar. Félag isl. stórkaupmanna
hefur gert kannanir i samráöi
viö hagfræðideild Seölabankans
sem beinlinis sýna það aö
álagningin nægir ekki fyrir
beinum, sannanlegum kostnaöi
i allt of mörgum tilfellum. Viö
vitum að meðaltalsrekstrar-
kostnaður i heildsöluverslun er
u. þ.b. 20-25% af veltu.”
— Hvaöa breytingar viljiö þiö
aöallega gera á verölagslög-
gjöfinni?
„Viö teljum að allt frelsi i
þessum efnum sé til góös og
muni leiða til betri verslunar.
Það þýöir ekki að menn geti lagt
á að vild. Þar sem verölagslög-
gjöf er frjáls er samt venjulega
eitthvert þak á henni.
— Þið viljiö aö verðlagsstjóri
vinni fyrir opnari tjöldum?
.Þessákönnun núna er best aö
láta eiga sig. Byrja upp á nýtt
og leggja dæmiö niður fyrir sér I
upphafi, þannig að ljóst sé að
hverju er leitaö og hverskonar
plagg við viljum fá út úr slikri
könnun.”
— Hvert er þitt álit á þeirri'
ætlan Viðskiptaráðherra, aö‘
flytja verðlagseftirlit að nokkru (
leyti úr landi?
„Persónuleg skoðun min
hefur alltaf verið sú aö verö-
lagseftirlit eigi aö vera neyt-
endaeftirlit og verölagseftirlitiö
eigi fyrst og fremst að vera til
þess aö hjálpa neytendasamtök-
unum til að fylgjast meö þvi að
upphaflega verðið sé nokkuö I
samræmi við það sem gerist i
öörúm löndum. En þaö veröur
auðvitað að gera versluninni
kleift að leita markaöa. Viö
Teljum okkur haía
hreinan skjðld
V
SS— „Viö teljum aö þessi
könnun sé góöra gjalda verö
sem slik. Hins vegar teljum viö,
meöan niðurstöður hennar eru
aöeins gefnar upp, en forsendur
og aðrar upplýsingar liggja ekki
fvrir, aö þá sé hún ekki mark-
tæk” sagöi Kjartan P.
Kjartansson, framkvæmda-
stjóri skipulagsdeildar
Sainbandsins, þegar Tíminn
spuröi hann um viöhorf S.l.S. til
hinnar samnorrænu verðlags-
könnunar.
„Þarna hefur þvi miöur tekist
þannig til, aö heilar verslunar-
greinar liggja undir óþarfa
ámæli um að gera ekki sem
hagkvæmust innkaup”.
—Hefur Sambandiö hreinan
skjöld i þessum efnum?
„Við teljum aö samvinnu-
hreyfingin eigi þaö ekki skiliö aö
tiggja undir sliku ámæli, en
okkur er ókleift aö hreinsa
okkur af þessum áburði á
meðan verölagsyfirvöld leggja
ekki spilin á boröiö. Viö veröum
aövita hvaöa vöruflokka, vörur
og vörumerki hér um ræöir svo
og hvernig verömyndun er
háttaö I þeim löndum, sem til
viðmiöunar voru tekin. Þá fyrst
er hægt aö gera raunhæfan
samanburö og leggja fram gögn
til aö sanna eöa afsanna þaö
sem verölagsstjóri fer með. Þáð
er vinsamleg krafa samvinnú-
hreyfingarinnar i nafni allra
sinna meðlima, að verölagsyfir-
völd á Islandi afli sér heimildar
til þess að þessi könnun veröi
gerö opinber i sem allra fyllstu
máli. Já, viö. teljum okkur hafa
hreinan skjöld, en þetta slcyggir
á þann skjöld og hann er
ataður þessu ámæli þangað
til að við getum sannaö mál
okkar”.
—Telur Sambandiö aö um
meinsemd sé aö ræða, ef mark
er takaúdi á niöurstöðum
könnunarinnar?
„Ef innkaup eru 21-27% hærri
hér en til Skandinaviu og ekki
eru til eðlilegar skýringar á þvi,
þá erþetta mikil meinsemd sem
ber að uppræta”.
—Mun Sambandið aöhafast
eitthvað frekar til að fá þessi
mál upplýst til fulls?
„Við létum birta yfirlýsingu i
fjölmiðlum daginn eftir aö verð-
lagsstjóri lét hafa þessar niður-
stööur könnunarinnar eftir sér,
um það aö gögn Sambandsins
stæðu verðlagsyfirvöldum til
reiöu. 1 kjölfar þessarar yfir-
lýsingar var viöskiptaráðherra
skrifað bréf i sömu veru, en
enginn hefur enn óskað eftir þvi
að fá að kanna þessi mál hjá
Sambandinu”.
—Hafiö þiö einhverjar
ákveönar hugmyndir um þaö,
hvernig aö sllkri könnun skuli
standa?
„Ef viö vissum hvernig að
þessari könnun var staöiö,
gætum við lagt fram ákveönar
hugmyndir, t.d. bent þeim á
hvar þeim voru mislagðar
hendur, hvernig væri e.t.v. fljót-
legraaö vinna máliö og kannski
llka hvernig unnt væri aö gera
úttekt á innkaupum og verðlagi
raunhæfari”.
Að lokum sagöi Kjartan P.
Kjartansson: „Við metum verð-
lagsstjóra ákaflega mikils sem
heiðarlegan, dugandi ogdrengi-
legan mann sem vill verða
þjóðinni að sem mestu gagni.
Hins vegar teljum viö, aö þvi
miöur hafi honum i
ógáti mislagst hendur við þetta
eina mál. Samvinnuhreyfingin
óskar eftir sem mestu frelsi i
verslunarmálum Við leggjum
einnig áherslu á aö lög sem
sett voru i landinu i vor veröi
innleidd, þar á meöal 8. gr. sem
býöur upp á frjálsræöi i verslun.
Ef yfirvöld i landinu veita versl-
uninni aukna fjármagnsfyrir-
greiöslu á vöxtum, sem hægt er
aðbera með góöu móti, þá mun
samvinnuhreyfingin verða meö
betra og fjölbreyttara 'vöruúr-
val og ódýrari vörur en áöur”.
SmásöluverÓ pr.25.september
Danmörk ísland
Hveiti 2,5 kg. pk. 526.87 439.00
Molasykur 0,5 kg. pk. 322.29 140.00
Rúgmjöl 1,0 kg. pk. 215.79 187.00
Strásykur 2,0kg.pk. 961.26 273.00
sömu merki:
Cornflakes 375gr.pk. 252.23 250.00
Ananas nióursoóinn 850gr.dós 479.23 399.00
Steinlausar sveskjur 454gr. 406.36 423.00
”Dressing” 250gr. 411.97 415.00
Handsápa 140gr.pk. 263.44 162.00
Salernispappir i4rl.pakka 440.00 443.00
A þessari mynd sjáum viö verösamanburö nokkurra vörutegunda,
seni gerður var 25. september i samvinnuverslunum i Reykjavlk
og í Kaupmannahöfn.
skulum taka dæmi um þetta
eins og málin standa i dag: Þú
færð 5,9% fyrir aö flytja inn
matvæli i heildsölu. Hvaö gera
menn viðtæka markaöskönnun,
fyrir 5,9% þegar vitað er að
launaliðurinn i dæminu er 7-
8%.”
— Hvaö um samnorræna
markaösleit?
„Við höfum margvislegt sam-
starf viö svipuð samtök á hinum
Norðurlöndunum, en miklu
meira um önnur mál eins og t.d.
hagræðingarmál. Það hefur
verið mikið á dagskrá hjá
Félagi stórkaupmanna aö
hjálpa félagsmönnum viö hag-
ræðingar og það hefur raunar að
verulegu leyti haldið þessari
verslun gangandi. Það er ákaf-
lega brýnt i þessum málum aö
gera fleiri en að breyta álagn-
ingu. Af hverju leggur rikiö ekki
sitt af mörkum? Þaö er t.d. al-
veg ljóst, aö það er unnt aö
spara þúsund milljónir meö þvi
að breyta tollafgreiðslu.”
— Er Iltið um þaö aö stór-
kaupmenn staögreiöi innkaup
sin?
„Ég held að þaö sé mjög fá-
titt. Geymslukostnaöur i vöru-
húsum væri hér ekki jafn mikill
ef varan væri staögreidd um
leið og hún kemur til landsins.
Menn hafa bara ekki slikt
rekstrarfjármagn það er búiö
að þurrka það upp hjá verslun-
inni”.
— Verðlagsstjóri túlkar niöur-
stööur könnunarinnar sem
meinsemd. Getiö þið tekiö undir
þaö á grundvelli þeirra upp-
lýsinga sem þiö hafiö fengiö?
„Nei, þetta er fullyröing sem
hvergi nokkurs staöar hefur
verið rökstudd.”
Niðurgreiðslur
nú svipaðar
og hjá síðustu vinstrí stjóm
Kás — „Mér telst svo til, aö þær
niöurgreiöslur sem nú eru I gildi,
á mjólkurafuröum, séu komnar á
svipaö stig og þær voru á árunum
1971-75, cöa uin 23-25 þús. kr. á
inann á föstu verölagi ársins 1977.
Er þetta miöað við eölilega sölu.
Niöurgreiðslurnar nú eru þvl ekk-
ert ócölilega miklar og I raun
mjög svipaðar og þær voru á
vinstri stjórnar-árunum siöustu",
sagöi Pétur Sigurösson hjá
Framleiösluráöi landbúnaöarins,
i samtali viö Timann.
Það cr ekki nokkur vafi á þvi,
aö niöurgreiðslur hafa áhrif á
neysiuvenjur fóiks. Sérstaklega
hvaö samkeppnisvörurnar snert-
ir. öðru máli gegnir um t.d. ný-
mjóikina, þar viröast breytingar
á niöurgreiöslum hafa minni
áhrif á söiu.
Sem dæmi um hið gagnstæða
get ég nefnt niðurgreiðslur á
smjöri, en þær hafa verið mjög ó-
stöðugar undanfarið eitt og hálft
ár. sem aftur hefur leitt til þess,
að smjörneysla hefur smátt og
smátt dregist saman. A árunum
1971—75 töldum viðt.d. eðlilegt að
selja 130 tonn af smjöri á mánuði.
í ágúst mánuði þessa árs seldust
hins vegar um 50 tonn af smjöri,
og eftir þvi sem okkur virðist mun
salan aukast i september mánuöi
upp i um 75 tonn. Þetta viröist
vera hægfara þróun upp á við, en
ég fyrir mitt leyti á ekki von á þvi
aðvið náum nokkurn timan aftur
þvi marki sem við töldum eölilegt
á árunum 1971-75.
Þessi misjafna niðurgreiösla
hefur m jög slæm áhrif á alla slýr-
ingu ínnan iandbúnaðarins. Að
hafa það yfir sér að hægt sé að
breyta verðlagi svo mikiö, eftir
atvikum að auka þær eða
rninnka, hefur i för með sér
breytingar á sölumynstrinu sem
gengið hafði verið út frá i okkar
áætlunum.
Þá má nefna annað, en þaö er
sjálf verölagningin á land-
búnaðarvörunum, sem ég tel vera
orðna ranga. Allar mjólkurvörur
hafa hingað til verið verðlagöar
eftir fituinnihaldi, en nú hafa að-
stæöur gerbreytst. Neytendur
leita nú frekar eftir vöru sem
inniheldur mikla eggjahvitu, en
vilja alls ekki berga þaö verð fyr-
ir fituna sem er á fitunni I
mjólkurafurðunum. Þetta hlýtur
að valda þvi, að nú verður að fara
verðleggja vörurnar á annan
hátt”, sagöi Pétur.