Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 27. september 1978 Gromyko ávarpar þing Sameinuðu þjóðanna: Veiktist í miðri ræðu Sameinuðu þjóðirnar/Keuter — Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, varð skyndilega veikur i gær er hann var að ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna. í miðri ræðu sáust þess greinileg merki að hann átti erfitt um mál og þagnaði loks alveg og greip föstum tökum um ræðustólinn til þess að styðja sig. Læknar og hjúkrunarfólk komu ráð- herranum til hjálpar og studdu hann úr ræðu- stólnum. Stuttu siðar var tilkynnt að Gromyko liði betur og ekki leið á löngu uns hann birtist að nýju i ræðustóli til að ljúka ræðu sinni. Hann kenndi þá sterkum ljósum er beint væri að ræðustólnum um veikindi sin. Gromyko deildi i ræöu sinni hart á Camp David ráðstefnuna, og sagði hana vera skref i þá átt að ganga á rétt Araba. „Aðeins samkomulag sem tryggir rétt allra viðkomandi til sjálfræðis og þar á meðal Palestinuaraba, sem ekki eiga siðri rétt til heimilis en aðrir, getur komið á varanlegum friði i Mið-Austurlöndum”, sagði Gromyko. Þá sagði Gromyko að ástand heimsmála væri þó betra nú en fyrir 10 til 15 árum siðan. Stjórn- málaandrúmsloftiö i Evrópu væri stórumheilnæmara Hann fjallaði siðan um málefni Afriku og sagði þá m.a. að þess væri skammt að biöa að öll lönd álfunnar hefðu öðlast frelsi. Gromyko beindi siðan ræðu sinni að málefnum Asiu og lét þá i ljósi vanþóknun á stefnu Japana, greinilega þeirri stefnu sem leitt hefur til undirritunar vináttusátt- mála milli Japans og Kina. A Kina minntist Gromyko hins- vegar ekki. Gromyko fékk aðsvif. Vorster kveður Pretoria/Reuter — Forsætis- ráðherra Suður-Afriku, John Vorster, stjörnaði i gær siöasta rikisstjórnarfundi sinum og kvaddi samráöherra sina eftir 12 ára ráöherrastörf. Vorster flýgur í dag til Höfðaborgar, þar sem flokkur hans Þjóðar- flokkurinn mun á fimmtudag útnefna annan forsætisráðherra i hans staö. Sjálfur hefur Vor- ster gefið kost á sér sem förseti landsins og er nær fullvist að hann hreppir embættið þó mót- framboð komi fram. Keppinautarnir þrir um for- sætisráðherraembættið á eftir Vorster virðast standa nokkuö jafnt að vigi cnn sem komið er. Mjótt er á mununum hjá varnarmálaráðherranum, Pieter Botha, og ráðherra svertingjamála,Connie Mulder. Yngstur þcirra, utanrikis- ráðherran Pik Botha, er eitthvaðá eftir þeim en er talinn Ber ekki saman um flugslysið San Diego/Reuter — Heimildum um hvað olli stærsta flugslysi i Bandarikjunum, flugslysinu i San Diego i fyrradag, ber ekki saman. Ljóst er að 150 fórust i slysinu, þar af 13 á jörðu niðri og af þeim þrjú börn. Slysið varð með þeim hætti að staðfest að þeir sæju vélar hvors Boeing 727 þota og litil kennslu- annars. flugvél af gerðinni Cessna, sem nemandi flaug undir hand- leiðslu kennara, rákust á i 1000 metra hæð rétt hjá flugvellinum i San Diego. Siðustu orð flug- stjóra þotunnar voru: „Við erum á niðurleið”. Flugmenn beggja vélanna höfðu verið látnir vita hvor af öðrum en heimildum ber ekki saman um hvort þeir hefðu báðir verið búnir að tilkynna að þeir sæju vélar hvors annars. Fulltrúi Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar segir að svo hafi verið, en tveir aðrir starfsmenn þar hafa gefið út aðrar yfir- lýsingar. Annar að aðeins þotu- flugmaðurinn hafi tilkynnt að hann sæi Cessnuna, en hinn hefur sagt að hvorugur hafi utan úr heimi Njósna- málið útkljáð í V-Þýska- landi Karlsruhe/Reuter — Saksóknari rikisins í Vestur-Þýskalandi lýsti tvo þingmenn Sósíaldemókrata- flokksins sýkna saka og hreins- aða af öllum grun i gærdag, en þessir þingmenn hafa sætt rann- sókn vegna uppljóstrana rúmensks leyniþjónustumanns sem i sumar flúði land til Banda- rikjanna. Aö sögn saksóknara hafa ákærurnar ekki reynst hafa við nein rök að styðjast. KULDA ÚLPUR KULDA ÚLPUR Stærðir 6-8-10- 12-14-16-18-20 Verð 2.900,00 Sendum í póstkröfu VinmiMi| Laugavegi 76 - Hverfisgötu 26 Sími 15425 Simi 28550 Bandarlkln: 0,6% verð- bólguaukníng Washington/Reuter — Verðbólga i Bandarikjunum jókst um 0,6% i siðasta mánuði og veröhækkanir á siðustu tólf mánuðum hafa numið 7,9%, segir i fréttum þaðan. A gjaldeyrismörkuðum i Evrópu i gær rétti dollarinn litil- lega úr kútnum en óvist er hvað gerist i dag þegar birtar verða tölur um vöruskiptajöfnuð Bandarikjamanna fyrir ágúst- mánuð. --- 0,6% verðbólga á einum mánuði i Bandarikjunum, þó há þyki, er þó minni en á fyrsta hluta ársins, en miðað við tölur þá hefði verð- bóigan numið 10% á ársgrund- velli. Laker: Hálftóm vél tíl Los Angeles London/Reuter — Fyrsta áætlunarflug Laker milli London og Los Angeies var fiogið i gær, en sætanýting náði ekki 50 prósentum. Þegar þetta áætlunarflug varfarið var ár liðið frá þvi Laker hóf áætlunarflug milli London og New York Farmiði hjá Laker kostar ekki nema þriðjung af meðalverði venjulegs áætlunarflugs, en sá böggull fylgir skammrifi að ekki er hægt að bóka ferðir miðana verður að kaupa rétt fyrir flug og biða i biðröð upp á von og óvon ef þvi er að skipta. Þá verður að kaupa allan mat aukalega og fleira i þeim dúr. Þessi mynd var tekin af Laker þegar fyrsta vélin hans fór frá London til New York á lágu fargjöldunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.