Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 27. september 1978 r Ítaiim Útgefandi Framsóknarflokkurinn "N Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bláOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I iausasöiu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á Erlent yfirlit Brésnjef ræðir gæti- lega um Camp David mánuði. V_____________ Blaöaprent h.f. Samvinnuskólinn sextugur Um þessar mundir eru sextiu ár liðin siðan Samvinnuskólinn hóf starfsemi sina, og það er til marks um þann árangur sem náðst hefur á þess- um tima að skólinn nýtur almennrar viðurkenn- ingar sem gildur og traustur þáttur i menntakerfi þjóðarinnar á framhaldsskólastiginu. Stofnun Samvinnuskólans bar vitni þeim metn- aði, sem einkennt hefur störf samvinnuhreyfing- arinnar, að efla gróskurikt félagsstarf með al- mennri þátttöku félagsmannanna, standa að rekstri samvinnufyrirtækjanna af myndarskap og bestu fáanlegri þekkingu og veita um leið menningarstraumum um byggðir landsins og auðga þannig allt þjóðlifið. Þessum hlutverkum hefur Samvinnuskólinn gegnt af reisn og prýði. Um leið og skólinn hefur menntað starfsmenn samvinnuhreyfingarinnar, hefur hann veitt fjölda fólks hagnýta undirstöðu- menntun sem komið hefur öllu samfélaginu i góð- ar þarfir. En skólinn hefur einnig verið aflgjafi i félagslifi landsmanna, langt út fyrir raðir samvinnuhreyf- ingarinnar sjálfrar. í störfum skólans hefur mikil rækt verið lögð við góðan félagsanda og fræðslu um félagsmál og félagsmálastörf hvers konar. Á þvi sviði hafa aðrir framhaldsskólar i landinu mikið af Samvinnuskólanum að læra. Þvi má bæta við um hlutverk og stöðu Sam- vinnuskólans I menntakerfi þjóðarinnar að hann var um langt árabil eini raunverulegi lýðháskóli íslendinga, þar sem unglingar gátu sótt sér al- menna og jafnframt hagnýta menntun utan við hið þrönga menntaskólakerfi sem hér tíðkaðist. Alveg sérstaklega skipti starfsemi skólans sköpum fyrir fjölmarga unglinga af landsbyggð- inni sem fengu þar hollt vegarnesi. Verður hlutur Samvinnuskólans i þvi að auka jafnrétti til mennta á landi hér seint ofmetinn. í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á framhaldsskólum þjóðarinnar á siðustu árum hefur Samvinnuskólinn fyllilega haldið sínum hlut. Um leið og skólinn hefur átt sinn þátt i þess- um breytingum og aðlagast þeim, hefur hann haldið sérstöðu sinni sem félagsmálaskóli og menningarmiðstöð samvinnuhreyfingarinnar. Á þvi sviði á skólinn miklu og brýnu hlutverki að gegna, og getur sem hingað til eflt félagsþroska og veitt menntastraumum um þjóðlifið allt. Starfsemi Samvinnuskólans og sá myndar- skapur sem einkennir öll hans störf er vottur þess félagslega og menningarlega hlutverks sem sam- vinnuhreyfingin gegnir i þjóðlifinu samhliða störfum sinum i atvinnulifi, framleiðslu og þjón- ustu. Og þetta félagslega og menningarlega hlut- verk er aðal hreyfingarinnar og kjarni sam- vinnuhugsjónarinnar. Á þessu afmæli Samvinnuskólans þakka allir samvinnumenn heilladrjúg störf þeirra ágætu manna sem þar hafa starfað og starfa, og óska hreyfingunni og þjóðinni allri þess að mega njóta Samvinnuskólans um alla framtið. JS Vill ekki torvelda samkomulag um kjarnorkuvopnin BEÐIÐ hefur veriö eftir þvi með talsverðri eftirvæntingu hvernig leiðtogar Sovétrilcjanna myndu fjalla um samkomulagið i Camp David. Að visu lýstu rússneskir fjölmiðlar sig strax andvi'ga því, eins og við hafði verið búizt, en hitt þótti samt forvitnilegt, hvernig leiðtogarn- ir sjálfir ræddu um það, þegar þeir létu til sin heyra. Margir fréttaskýrendur höfðu spáð þvl, aðblærinn á málflutningi þeirra gæti orðið mikilsverð visbend- ing. Ef málflutningur þeirra yrði harður og óvægur, væri það merki þess, að þeir ætluðu að nota samkomulagið til að herða áróðursstriðið við Bandarikin. Yrði málflutningur þeirra hins vegar hógvær, þótt ákveðin gagnrýni kæmi fram, væri það merki um, að léiðtogar Rússa viidu ekki auka árekstra við Bandarikin með tilliti til Salt- viðræðnanna svonefndu og nýs samnings um takmörkun kjarn- orkuvopna. Brésnjef gæti þá jafnvel talið til bóta, að Carter styrkti sig innanlandsog honum yrði þannig auðveldara að fá Bandarikjaþing til að fallast á • nýjan samning um kjarnorku- vopnin, en þar hefur gætt veru- legrar og vaxandi andstöðu gegn honum. Nú er fengin nokkur vitneskja um afstöðu rússnesku valdhaf- anna. Húngæti, samkvæmt áð- urgreindum'skýringum,±ient til þess að þeir hafi meiri áhuga á að fá fram samninginn um kjarnorkuvopn en að egna til tnikilla deilna við Bandarikin á þessu stigi. Siðastl. föstudag flutti Brésnjef allmikla ræðu i Bakú, þar sem hann ræddi fyrst um innanlandsmál en siðarrum alþjóðamál og vék þá aðallega aðmálum Miðausturlanda. Þótt hann gagnrýndi samkomulagið iCamp David, var það gert mun hógværlegar en margir áttu von á. Samkvæmt þýðingu APN hljóðaði umræddur kafli ræð- unnar á þessa leið: „EITT af meginatriðum sem ráða þarf til lykta, til að friður megi rikja i heiminum, ásamt alþjóðlegum stöðugleika, er að fá fram réttláta friðarsamninga i Miðausturlöndum. Astandið þar er torvelt viðureignar og stafar af þvi hætta, bæði fyrir löndin i þessum heimshluta og fyrir veröldina i heild sinni. Astæðan fyrir þvi er hin þrá- kelknislega höfnun Israels og stuðningsmanna þess, á að taka tillit til réttmætra réttinda og hagsmuna Araba, og tilhneiging Israels, hernaðarlega eða póli- tiskt, en alla vega með valdi, að þröngva Aröbum til að ganga að kröfum sinum. Siðasta sjónarspilið sem sett hefur verið á svið i þessum efn- um eru einangrunarviðræðurn- ar við aðila i rikjum Araba, sem eru viljug að láta að vilja Israels. Tilgangurinn er auð- sær: Aðsundra Arabarikjunum, að etja þeim fram hverju gegn Brésnjef öðru og að stilla þeim hverju á fætur öðru, einangruðum, upp frammi fyrir þeim kröfum um samkomulag, sem eru i þágu árásaraðilans. En sérhver tilraun sem gerð er til að sniðganga frumdrög að jákvæðu samkomulagi i löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs, hver sem reynir að litilsvirða einhvern einstakan aðila og réttmætar kröfur hans, eða reynir að fórna hagsmunum eins eða annars til að ná fram imynduöu samkomulagi, þá getur árangurinn aðeins orðið tálmynd af samkomulagi. Hvernig sem reynt er að dylja uppgjoí annars aðilans og yfir- gang hins undir einhverri falskri blæju i einangrunarvið- ræðunum, þá geta þær aðeins áorkað þvi, að gera ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs enn eldfimara. Þetta kemur glöggt fram i reynslunni af nýafstöðnum bandarisk-israelsk-egypskum viðræðum i Camp David. Við höfum hér enn einar and-ara- biskar viðræður, sem fóru fram með öflugri þátttöku Wasning- ton. Núerugerðar tilraunir til aö fá aðra aðila að Miðaustur- landadeilunni til að samþykkja grundvöll þessara viðræðna, sem fóru fram á bak við þá og beinast gegn hagsmunum þeirra. I sannleika sagt, sú til- raun verður ekki auðveld. Það kemur daglega i ljós, að Araba- rikin fordæma einangrunarvið- ræðurnar i Camp David og vilja halda sér sem lengst frá þeim. Þessa skoðun þeirra er ekki erfitt að skilja. Margra ára reynsla hefur sýnt það svo ekki verður um villzt, að það er aðeins ein leið til að fá fram varanlega lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sú leið er, að Israel skili öllum hernumdum svæðum Araba, sem hernumin voru 1967, að fyllilega verði virtur og viðurkenndur réttur Palestinu- araba, þar með talið réttur þeirra til stofnunar sjálfstæös rikis, og að tryggður verði ör- uggur tilveruréttur allra rikja I þessum heimshluta, þar með talið auðvitað, tilveruréttur Israels. Slikt viðtækt samkomu- lag er aðeins mögulegt með þátttöku allra viðkomandi landa, þar á meðal Frelsis- hreyfingar Palestinuaraba. Þvi fyrr sem slik ráöstefna allra þessara rikja fæst kölluð saman, þvi fyrr verður Mið- austurlandadeilan úr sögunni og spennan fyrir botni Miðjarðar- hafs þar með”. Gromyko, Brésnjef og Kosygin, ásamt utanrikisráðherra Perií, sem nýlega var i Moskvu. AÐ dómi fréttaskýrenda fór Brésnjef hér hóflega i sakirnar, miðað við venjulegan rússnesk- an málflutning. I öðrum köflum ræðunnar,sem fjölluðu um Bandaríkin, deildi hann ekki á þau beint, heldur þau öfl þar, sem vildu koma á nýju „köldu stríði”. Hann taldi bilið milli Bandarikjanna og Sovétrikj- anna varðandi nýjan sáttmála um kjarnorkuvopn vera orðið svo li'tið, að auðvelt ætti að vera að brúa það, ef vilji væri fyrir hendi. Sérstaka athygli vakti, að Brésnjef minntist ekkert á Kina að þessu sinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.