Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 11
Miövikudagur 27. september 1978
Ij'.SMV
11
Gróska i leiklistarlifi
Ég vil sérstaklega minnastá þá
miklu grósku sem verið hefur i
leiklis tarlifi hér á landi siðustu
misserin. Starfsemi föstu leik-
húsanna hefur verið þróttmikil og
vaxandi og hið fyrsta utan höfuð-
staðarins þ.e. á Akureyri er að
risa á legg. Og i Reykjavik er haf-
in bygging borgarleikhúss. Leik-
listarskóli hefur verið stofnaður
meö lögum og ný lög sett um
þjóðleikhús og almenna leik-
listarstarfsemi eins og ég hef
áður drepið á. Islenzkir leikrita-
höfundar hafa fengið örlitið bætt
starfeskilyrði og þeir hafa vissu-
lega verið athafnasamir. Þá hefir
tslenzk leiklist vakið athygli er-
lendis og hlotið þar ótviræða
viðurkenningu á siðustu
misserum.
Siðast en ekki sizt hlýt ég að
nefna þróttmikla og ört vaxandi
starfsemi áhugaleikfélaga viðs
vegar um landið. Er hún raunar
jafnþýðing arm ikil fyrir
menningarlif fólksins á liðandi
stund og sem undirstaða faglegr-
ar leiklistar i framtiðinni.
Athygli hefur vakið sú ný-
breytni við móttöku gesta, sem þú
bryddaðir upp á?
Afnám vinveitinga á vegum
menntamálaráðuneytisins vakti
vissulega nokkra athygli á sinum
tima en kom svo sannarlega af
sjálfu sér. Ég hafði flutt tillögu á
Alþingi um vinlausar veizlur hjá
rikinu og sjálfur hef ég aldrei
neytt áfengra drykkja og þvi
siður veitt þá, svo að hér kom
ekkert annað til greinaaf minni
hálfu.
Hér var svo sem ekkert eins-
dæmi á ferðum. Islenzkur
ráðherra Tryggvi Þórhallsson
hafði áður haft þessa háttu. Og
nokkrar sveitarstjórnir sömu-
leiðis, t.d. i Neskaupstað.á Höfn i
Hornafirði og i Hafnarfiröi. Hver
er svo reynslan af þessu? Þvi er
fljótsvaraö. Éghef ekki orðið var
við neina vankanta á þessu fyrir-
komulagi. Ekkert nöldur! Aðeins
spaugsamar umræður í léttum
tón. Afturá móti fékk ég þakkir
viða að i ix'éfum og fundasam-
þykktum. Og ótrúlega margir
gestir létu i ljós persónulegt
þakklæti sitt um leið og þeir
kvöddu.
Er kaffi dýrara en vin?
Hvað eftir annað er hins vegar
brotið upp á þvi að min boð hafi
verið dýrari pr. mann en önnur!
Þetta er algerlega út i bláinn og
raunar hrein fjarstæöa. Við vin-
lausan málsverð er veitt gos og
öl. Það kostar hreint ekki meira
en borðvinin, hvitvin, rauðvin og
kampavin — nema slður sé. En sé
Vilhjálmur Hjálmarsson: Jákvæð viöhorf og sterkur vilji til þess að verða að liði hjá þorra fólks sem
lagöi leið sina I menntamálaráðuneytið,verður mér rikt I minni.
veitt vin á annaö borð bætist við
glas fyrir máltið, konjak með
kaffi og sjússar á eftir. Þetta er
hreinn viðauki —ekkifrádráttur!
Svo eru það kaffiboöin. Reynt
er að halda þvi fram að kaffi með
brauði sé dýraraen vih og „snitt-
ur.” Einrtig þetta er út i hött.
Jafnvel tollfrjálst vin er ekki
ódýrara en kaffibolli. Og snittur
eru dýrara meðlæti en venjulegt
kaffibrauð.
Fyrir mér er svo kostnaðurinn
hreint ekkert atriðii þessutilviki.
Ég hef aldrei kynnzt þvi að sá
sem býður til veizlu á annaðborð
timi svo ekki að veita gestum sin-
um sæmilega! En ég hef talið og
tel enn að það sé nokkur stuðn-
ingur við þá sem berjast hinni
góðu baráttu gegn ásælni
Bakkusar að valdsmenn gangi á
undan með góðu eftirdæmi að
þessu leyti. Égget ekki annað en
fordæmt þá háttu fyrirmanna að
veita vin við öll hugsanleg tæki-
færi. Með þvi gera þeir sitt til að
móta þá skoöun, að áfengi sé helzt
alls staðar ómissandi i staö þess
að sýna í verki fram á hiö gagn-
stæða.
Góðar minningar
Hvaö er nú helst fram undan
hjá þér, þegar ráðherrastarfinu
er lokiö?
Já, þú spyrð hvað við taki hjá
mér.Svariðer: þingmennskan og
þar er ekki i kot vísað! Nóg fyrir
framan hendurnar! Ég fór strax
austur eftir stjórnarskiptin og sat
fund hjá sambandi sveitarfélaga
á Austurlandi. Siöan hef ég tvi-
vegis þurft að skreppa i
höfúðstaðinn. Ég hef átt erindi
vestur i Borgarfjörö og ég er
byrjaöur að flakka um kjör-
dæmið. Þar var ánægjulegast að
koma til Vopnafjarðar og Bakka-
fjarðar, hitta fólk að máii, skoða
verkin mannanna og huga að
áformum þeirra, en ég kom
þaðan í fyrradag. Sérstök
stemmning er yfir haustferðum.
Ég fór heiðarveginn niður hjá Brú
á Jökuldal á heimleiðinni.
Byggðalinan liggur um garð eyöi-
býlanna I heiðinni. Brestur mig
orð aö útskýra þá uppstillingu.
Fáeina daga var ég heima iMjóa-
firði. Við hjónin höfum engan bú-
rekstur, höfum lifað alfarið á
pólitfk siðasta áratuginn. En lög-
heimili okkar er á Brekku og þar
þykir okkur gott að dvelja hjá
syni og tengdadóttur og börnum
þeirra og gripa i verk.
Viö hjónin eigum áreiðanlega
góðar minningar um það fólk,
sem við kynntumst þessi fjögur
ár sem ég starfaði i menntamála-
ráðuneytinu. Næst góðvild þess
verður mér rikt i minni jákvæö
viðhorf og sterkur vilji til þess að
verða aö liði hjá þorra þess fólks
sem lagði leið sina I menntamála-
ráöuneytið og hjá starfsfólkinu
þar án undantekningar.
byggingu fyrir Stjórnarráð ts-
lands.
Hvað um erlend samskipti
ráðuneytisins?
Menntamálaráðuneytið kemur
fram fyrir Islands hönd i marg-
vislegum menningarsamskiptum
við aðrar þjóðir. A þessu sviði
vinna starfsmenn ráðuneytisins
umfangsmikil störf sem eru
þýðingarmeiri fyrir tsland en
margur hyggur. t þessu sam-
starfi leggja tslendingar vissu-
lega sitt af mörkum, En á þvi er
enginn vafi að við höfum fjár-
hagslegan vinning i þessu sam-
starfi og það er okkur brýn
nauðsyn frá m enningarlegu
sjónarmiði. — Ég tel að ráðu-
neytið eigi mjög hæfum mönnum
á að skipa á þessu sviði. En
sjálfur dró ég mig nokkuð i hlé.
Listamenn eiga margt undir
menntamálaráðuneytið að
sækja?
Listafólkið hefur eins og eðli-
legt er margvisleg samskipti viö
menntamálaráðuneytið. Anægju-
legt hefur verið að kynnast ein-
lægúm áhuga listamanna fyrir
Texti: Atli Magnússon Ljósm.: Róbert Agústsson