Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 13
Mibvikudagur 27. september 1978 13 Guttormur Sigurbjörnsson, Sunnubraut 10, Ktípavogi, for- stjóri Fasteignamats rikisins, er sextuguri dag. Hann erfæddur aö Hallormsstað i Suður-Múlasýslu 27. september 1918. Foreldrar hans eru hjónin Gunnþóra Gutt- ormsdóttir og Sigurbjörn Snjólfs- son, Gilsárteigi, Eiðaþinghá. Guttormur lauk prófi frá Héraðsskólanum á Eiðum 1938 og búfræðinámi frá Hvanneyri 1941. Hann lauk iþróttakennaraprófi 1942 og prófi frá Iþróttaskólanum i Osló 1951. Hann stundaði nám i endurskoðun i Málmey i Sviþjóð og lauk þaðan prófi. Jafnframt tók hann þátt i námskeiðum i endurskoðun og skattarétti i Osló, Stokkhólmi og Málmey á árunum 1956-1958. Hann var kennari við ■barnaskólann á Eskifirði og iþróttakennari hjá Ungmenna- og Iþróttasambandi Austurlands á árunum 1942-1944. A árunum 1945-1955 átti Gutt- ormur heima á Isafirði, eða i 10 ár. Hann var forstjóri Sundhallar Isafjarðar 1945-1952, en á þvi' ári var hann skipaður skattstjóri á Isafirði og þvi starfi gegndi hann þar til hann flutti úr bænum vorið 1955, einsog að framan greinir. A árunum 1954-1955 var hann bæjarfulltrúi fyrir Framsóknar- flokkinn á tsafirði og jafnframt bæjarráðsmaður og varaforseti bæjarstjórnar. Að margskonar fétags- og iþróttamálum vann Guttormur mjög mikið hér i bænum á Isa- fjarðarárum sinum. Formaður Skiðafélags ísafjarðar var hann 1946-1949 og formaður Iþrótta- bandalags Isfirðinga 1951-1955. Hann tók mikinn þátt i sönglifi bæjarins, söng með Karlakór Isa- fjarðar árum saman, og einnig i kvartett, sem á þeim árum söng oft á samkomum i bænum. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Framsóknarfélags Isfirð- inga og aö stofnun blaðsins Isfirð- ings 1949. Ritstjóri blaðsins var hann þartilhann flutti úr bænum. Vegna áhuga og dugnaðar Gutt- orms var mjög ánægjulegt að vinha með honum að félagsmál- um. Um það munu margir Isfirö- ingar eiga góðar minningar. Siðan Guttormur flutti frá ísa- firði hefur hann við margvisleg störf fengist. Erindreki Fram- sóknarflokksins i Reykjavik var hann 1955-1957. Deildarstjóri hjá Skattstofu i Kópavogi 1958-1962. Guttormur Sigurbjörnsson Bæjarritari i Kópavogi var hann um skeið og hann hefur átt sæti i nokkrum opinberum nefndum. Frá árinu 1974 hefur hann verið forstjóri Fasteignamats rikisins. Eiginkona Guttorms er Aðal- heiður Guðmundsdóttir, Björns- sonar fyrrv. kaupmanns á Isa- firði. Þau eiga einn son, Ingva Kristján. Ég og kona min sendum Gutt- ormi og fjölskyldu hans bestu hamingjuóskir i tilefni sextugsaf- mælisins og þökkum ágæt kynni. Undir þær óskir hyggég að marg- ir góðkunningjar hans á Isafirði vilji taka. Jón Á. Jóhannsson Sextugur Guttormur í?* 'ffl*®*'**. aM , , - • • g^g ÆÆ ■M'-.ím II Þegar vinur okkar Guttorms Sigurbjörnssonar sagöi mér frd þvi fyrir nokkrum dögum aö stór- afmæli væri framundan hjá hon- um, varö mér fyrst á aö segja: Hann hlýtur aö vera oröinn f imm- tugur. Jú, ekki var boriö á móti þvi, heldur væri sextugsafmæli i vændum. Bókin tslenskir sam- tiöarmenn staöfestir þetta, og þá cr aö trúa. Þvi veittist mér erfitt að gera mér grein fyrir þvi að Guttormur væri að verða sextugur, að hvort tveggja er að maðurinn er ávallt ungur i anda, áhugasamur og ósérhlifinn, svo af ber, og einnig það að hann er mjög vel á sig kominn likamlega. Hann tók ungur iþróttakennarapróf og hefur ávallt haft mikinn áhuga á iþróttum og stundaö þær fram á þennan dag. Félagsmála „bakteriuna” tók hann einnig ungur og losnar varla við hana úr þessu. Annar mun rekja hér lifshlaup Guttorms að einhverju leyti frá þvi' hann sleit barnsskónum austur á Fljótsdalshéraði, og vafalaust verður það enn betur rakið að tiu árum liðnum. Kynni okkar hófust fyrir tæpum áratug, þegar ég fluttist i Kópavoginn, þar sem Guttormur hafði þá búið og starfað um alllangt skeið. Hann varð bæjarritari i Kópavogi 1962 og gegndi þvi starfi uns hann varð bæjarfulltrúi árið 1970 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var ekki nýgræðingur á stjórnmála- sviðinu, hafði m.a. verið bæjar- fulltrúi á ísafirði og erindreki Framsóknarflokksins. Arið 1974 tók Guttormur þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér áfram til setu i bæjarstjórn. Skömmu slðar var honum falin forstjórn Fasteigna- mats rikisins og hefur hann gegnt þvi starfi með ágætum eins og öðrum, enda til þess starfs gagn- menntaður, jafnt iskólum sem að lif'sreynslu. Þegar Guttormur lét af störfum sem bæjarfulltrúi kom kannski allra best i ljós ósérhlifni hans oa félagsmálaáhugi. Hjá ýmsum er það þvi miður svo, að slikur áhugi er i réttu hlutfalli við þær vegtyll- ur, sem þeir telja að falla muni sér i skaut. En Guttormur hefur ekki legið á liði sinu fremur en áður. Fyrir það skulu honum hér færðar séístakar þakkir. Þá hefur Guttormur sinnt málefnum iþróttahreyfingarinnar af mikl- um áhuga, og munu þær vinnu- stundir ótaldar, sem hann hefur lagt landsins stærsta ungmenna- félagi, Breiðabliki, siðustu árin. Það var aldrei ætlunin að þetta yrði langloka, enda óþarft að rita æviminningu um séxtugan ungl- ing. Sjálfsagt er Guttormur búinn að hrista höfuðiö oft, þegar hingað er komið, og vafalitið hefur hans næma skopskyn komið honum tii þess að brosa nokkrum sinnum. Er því mál að koma aö tilefninu: að óska honum og fjöl- skyldu hans til hamingju með timamótin og þakka liðin kynni. Magnús Bjarnfreösson Nauðungaruppboð Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Strandasýslu verður haldið opinbert' upp- boð að Djúpuvik i Árneshreppi þriðjudag- ■> októfc r ' 978 k’. ti.oö. Seit verður ’ausafé þrotabús Háafells h.f. svo sem rafstöb og ýmis tæki og áhöld til notkunar við rækjuvinnslu. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaður Strandasýslu Keflavík Timinn óskar eftir að ráða umboðsmann fyrir blaðið i Keflavik. Upplýsingar i sima 92-1373 eða hjá af- greiðslustjóra i sima 86300 Reykjavik. í Reykjavík vantar okkur hæð i tvi- eða þribýlishúsi með bilskúr. Góð útborgun. Sölumenn: örkins.f. Páll Helgason Fasteignasala Eyþór Karlsson Hamraborg 7 Lögmaður 200 Kópavogi Sigurður Helgason Simi 44904 Vaaitar ykkur vasapening? Viljum ráða sölubörn til að selja Timann og Heimilistimann á morgun, fimmtudag. Góð söiulaun. Blöðin send heim ef óskað er. Siðumúla 15. Simi 86300. Keflavík Menn helst vanir járnsmiðavinnu óskast til starfa strax, mikil vinna. Upplýsingar i sima 92-2215 og 92-2848. Vélarverkstæði Sverre Stengrimsen h/f við höfnina Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.