Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.09.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. september 1978 9 Gífurleg aukning flutninga með nýju leiðarkerfi: Ný gerð strand- ferða- skina hönnuð Skipaútgerð ríkisins hefur áhuga á að eignast skip, þar sem unnt er að aka hlöðnum vörubílum og öðrum ökutækjum beint um borð Frumdrættir að nýju strandferðaskipi. Skipið verður með tvær vélar. Skutbrúin sést aftast, en hún er tvöföld. Gámar verða á efra dekki, en sement og áburður f undirlest á tank- dekki. Möguleiki er á að aka niður á tankdekkið, en einnig er unnt að nota lyftu og siðuop. Sem kunnugt er, þá hefur Skipaútgerð ríkisins verið þess mjög hvetjandi að ráða bót á þeim örðugleikum sem því eru samfara að reka skipulagðar strandferðir. Við núverandi aðstæður er þess ekki nokkur kostur að tryggja hallalausar, eða hallalitlar samgöngur með skipum, því aðstæður eru örðugar, og flutningar tak- markaðir. En allir eru sannfærðir um nauðsyn strand- ferða, sem eru, auk annars, liður í að halda landinu í byggð. Gifurleg aukning á flutn- ingummeðnýju leiðakerfi. Viö hittum að máli Guðmund Einarsson, forstjóra Skipaút- gerðarinnar, og spurðum hann fyrst um árangurinn af breyttu leiðakerfi strandferðaskipanna, en nú eru liðnir 9 mánuðir siöan nýtt skipulag strandferða, eða leiðakerfi var tekið upp. Hann hafði þetta að segja: —Það er nú ekki komin full reynsla á þetta ennþá, en margt bendir þó til þess að menn kunni að meta þessa þjónustu. T.d. hefurorðið mikil aukning á flutn- ingi til Isafjarðar, bæði frá Akur- eyri og Reykjavik. Hafa flutningarnir nær þre- faldast suma mánuðina frá Reykjavik til Isafjarðar, og það merkilega er, að það hefur ekki orðið samdráttur þann tima, er vegirnir eru færir. Sama er að segja um flutninga frá Akureyri til Isafjarðar, þeir hafa aukist mikið. Aukning til og frá Akureyri hefur einnig orðið mikil. —Kemur þetta á óvart? —Já, að sumu leyti. Við töldum að menn þyrftu að venjast þessu og aðlaga sig breyttum aðstæðum, töldum að þetta tæki lengri tima. Við gerðum einnig ráð fyrir meiri aukningu á leiðinni til ísa- fjarðar, en t.d. á Akureyrarleið- inni, þvi Akureyringar eru með betra vegasamband og öruggari bilferðir til Reykjavikur. Isfirðingar hafa verið fljótir að læra á þetta, en við teljum að aukin viðskipti, eða flutningar nú milli Akureyrar og Isafjaröar stafi af þvi, að örðugt var áður að koma vörusendingum þessa leið, þannig að viðskipti milli Isfirðinga og Akureyringa hafa aukist með nýju leiðakerfi, en gððar samgöngur milli svæða greiða oftast götu viðskipta um leið. — Hvernig er siglingum til ísa- fjarðar háttað? —Við förum þangað þrisvar á hverjum tveim vikum.I tvö skiptin fara skipin héðan frá Reykjavik um fimm leytið á daginn, og eru þá um kl. 09.00 við bryggju á Isafirði. Ein ferð er sið- an með viðkomu á Patreksfirði, og þá koma skipin siðdegis til Isa- fjaröar. Hafa áhuga á skipi meö skutbrú. —Hvaðum ný strandferðaskip? —Við teljum að nauðsynlegt sé að fá hagkvæmari skip til strand- ferðanna. Við erum sifellt að athuga þróun mála. Við höfum einna mestan áhuga á skipum, sem hafa skutbrú sem hægt er að leggja upp á bryggju, þannig að unnt er að aka inn i lestina. Vörubilar af stærstu gerð Aburður og sement með lyftuí undirlest geta þá ekið um borð. Einnig viljum við flytja, eða hafa aðstöðu til þess að flytja gáma á þilfari og sement og áburð i undirlest, eða á tankdekki. Við höfum látið rissa svona skip upp fyrir okkur, og miðum þá við að skipið geti lestað i Reykjavik, en geti siðan lestað sement, eða áburð við verksmiðjurnar. Þá er undirlestin fyllt siðast, en það þýðir að við verðum annað hvort að hafa lyftu og siðuport, eða akstursmöguleika niður i undir- lestina frá skutopi. Við gerum ráð fyrir skutbrú, sem er aftast á skipinu og leggst skipið þá með stjórnborðssiðu að bryggju, en brúin leggst upp á bryggjuna aftur af skipinu. Þetta eru ódýrari skutbrýr en notaðar eru á stórskipum, en þá er unnt að leggja brúna upp bæði á stjórn- borða og á bakborða. Allt skipið er miðað við sem auðveldasta lestun og losun, þvi hraði við upp og útskipun er for- senda hagkvæms reksturs og góðrar afkomu flutpingaskipa. Undirbúningur aö smíði nýrra strandferðaskipa. —Er undirbúningur langt kominn? —Nei, það er ekki hægt að segja það. Við höfum þó kannað málin. Margt þarf að hafa i huga áður en unnt er að ráðast i smiði nýrra skipa. Við höfum tekið saman vinnuplagg, sem lýsir i grófum dráttum hvernig við teljum að standa beri aö þessu, en þar segir: Æskilegt er að nú þegar verði hafinn undirbúningur að smiði nýrra strandferðaskipa. Reynt verði nú þegar að fá heimild til að ráða hönnuð til þess verks. Unnt væri að skipta verkinu i tvennt á eftirfarandi hátt: 1. Teikningar i 1:50 með nákvæmri útfærslu á öllum helstu hlutum skipsins s.s. lestarlúgum, skutopsbúnaði, vélum o.s.frv. Leitað yrði. tilboða i hina sér- smiðuðu hluta þ.e. vélar, krana, skutopsbúnað, lestarlúgur, lyftur og lúgu vegna hliðarops. Þessi áfangi gæti hafist i október og lokið i desember eða janúar. 2. Gerðar verði smiðateikn- ingar, kostnaðaráætíun og út- boðslýsing (ef um útboð verður að ræða) og módelprófanir. Kostnaður við módelprófanir er 15-20 m.kr. Heildarkostnaður við verkið gæti orðið um 30. m.kr. Siðari áfanginn gæti hafist i janúar eða febrúar 1979 og lokið i april eða mái. Meðan unnið er að 1. og 2. áfanga þarf að ræða við stéttar- félög sjómanna um áhafnarstærð, verkaskiptingu o.fl. Þeim við- ræðum þarf að ljúka áður en ákvörðun er tekin um smiði Skipanna. E.t.v er rétt að gera sérsamning um kaup og kjör. Að loknum fyrri áfanga hönn- unar er unnt að gera allnákvæma rekstraráætlun m.v. gefnar forsendur um áhafnarstærð. útboð eða samningur um smiði geta farið fram eftir seinni áfanga, ef ákvörðun er tekin um framhald. Lokaákvörðun um smiði væri siðan unnt að taka ein- hvern tima á timabilinu mai- september '79, og gæti þá smiði hafist. Fjárveiting á næsta ári þyrfti að vera 30.m.kr. og einnig kann að vera þörf lántökuheimildar vegna smiði fyrsta skipsins.” Nú, það eru svo alþingi og stjórnvöld sem taka ákvörðun um málið, sagði Guömundur Einarsson, forstjóri, að lokum. JG 40 sjúkl- ingar hafa notið góðs af gervinýranu Fólk, sem hefur unniö viö gervinýraö, kom saman á laugar- daginn var og hélt upp á aö 10 ár eru liöin siöan þaö var tekiö i notkun. Mynd:G.E. þau 10 ár, sem það befur verið notað ATA — Gervinýrameðferö hefur nú verið beitt hér á landi i 10 ár. A þessum tima hafa verið fram- kvæmdar alls 3700 sianir sem hafa veitt sjúklingum um 35 lifár. Alls hafa um 40 sjúklingar fariö i nýrnasiun, þar af 26 sem hafa komið i reglubundna siun. Gervinýra kemur á grófan hátt i stað nýrna sem eyðileggjast með þvi að hreinsa úr blóði sjúkl- ingsins úrgangsefni, sum eitruð, sem annars hlaðast upp og draga sjúklinginn til dauða. Meðferðinni er skipt i reglu- bundna blóðsiun annars vegar og bráða blóðsiun hins vegar. Reglubundin blóðsiun er miðuð við 15 blóðsianir eða fleiri og hefur sjúklingurinn þá ónýt nýru. Sjúklingarnir koma tvisvar i viku til meðferðar, 7 tima i senn. Bráðar blóðsianir eru i eitt eða nokkur skipti, oft til að fleytja sjúklingum yfir timabundna nvrnabilun. Sem fy rr segir eru nú liðin tiu ár frá fyrstu blóðsiuninni. Sianir ti- unda árið voru meira en þrefalt fleiri en fyrsta árið. Alls eru sian- irnar orðnar um 3700 talsins og skiptast á 40 sjúklinga. Þar af voru 26 i reglubundinni blóðsiun en hversjúklingur, sem þannig er ástatt fyrir þarf 104 sianir árlega. Nýrnaígræðslur Fyrsta nýrnaigræðsla i islensk- an sjúkling var gerð seint á árinu 1970. Fyrsti blóðsiunarsjúkl- ingurinn fékk þá nýra úr bróður sinum. Nýrað starfar enn með ágætum og gefanda og þiggjanda heilsast vel. Islenskir blóösiunarsjúklingar hafa siðan 1971 verið á skrá hjá samnorrænni stofnun, sem sér um að finna hentuga þiggjendur þegar nýru úr nýlátnu fólki falla til á Noröurlöndum. Alls hafa 10 nýru verið grædd i 9 Islenska sjúklinga á vegum Scandiatrans- plants. Fimm sjúklinganna hafa enn starfandi nýru. Auk þessa hafa nýru úr lifandi gefendum verið grædd i þrjá sjúklinga og tvö þeirra starfa enn. Samtals hafa þvi 7 sjúklingar staríhæf nýru og hafa nýrnaigræðslurnar veitt sjúklingum 30 lifártil þessa. Blóðsiun og igræðsla hafa þvi veitt islenskum sjúklingum 65 lifár til þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.