Tíminn - 08.10.1978, Síða 10

Tíminn - 08.10.1978, Síða 10
10 Sunnudagur 8. október 1978 Wmmm „Fleira er en feitt ket” - fjallagrös eru líka herramanns- matur Þó að íslendingar hafi löngum verið fyrst og fremst bændur og fiskimenn# er áreiðanlega orðið langt síðan mörgum þeirra varð Ijóst, að til eru fleiri bjargræðis- vegir á landi hér en að afla heyja handa búpeningi og að draga fisk úr sjó. Þegar á dögum Egils Skallagrims- sonar, — ogtrúlega miklu fyrr — höfðu menn lært aðeta söl, og f jallagrös hafa lengi verið notuðtil manneldis, að ekki sé minnstá blessuð berin, sem vaxa á jörðinni. Þannig væri hægt að halda áfram að rekja dæmin, en samt er hins ekki að dyljast, að mikið skortir á að allur almenningur hafi gert sér svo ljóst sem skyldi hversu fjölbreytilega fæöu land okkar býður börnum sinum, — ef viö aðeins kunnum að notfæra okkur það sem á boðstólum er. „Þetta vandi mig á að líta niður fyrir fæturna á mér" Það er Anna Guömundsdóttir húsmæðrakennari, sem hefur verið beðin að spjalla við les- endur Timans að þessu sinni. Hún hefur lengi lagt stund á úti- vist, og feröalög sin hefur hún notað til þess að taka vel eftir þvi sem fyrir augu ber, ekki siöur þvi sem nær liggur en hinu, sem er fjær. Hún er nú hingað komin, og þaö er best að bera upp fyrstu spurninguna: — Hver voru fyrstu tildrög þess að þú fórst að leggja stund á úti- vist og gönguferöir? — Ég veit ekki hvort það stafar beinlinis af þvi, en ég er fædd i sveit og átti þar heima til fimm ára aldurs, og seinna var ég mörg sumur i sveit, bæöi sem sumar- dvalarbarn og kaupakona, eftir að ég var komin á unglingsárin. Ég er Arnesingur að uppruna og var á ýmsum bæjum á Suöur- landi, i Villingaholtshreppi og viöar. Ég haföi frá upphafi mjög gaman af hvers konar útiveru, og undi mér alltaf vel viö þau verk, sem unnin voru utan dyra. — En hvenær byrjaðir þú að ganga til grasa? — Þaö hófst, þegar ég var i Húsmæörakennaraskólanum og fór á grasafjall meö skólanum, en þaö var einn þáttur námsins að safna grösum og læra siöan aö nota þau og matbúa. Ahugi minn á grasafræði yfirleitt byrjaði lika þegarég var i Húsmæörakennara- skólanum vegna þess að við nut- um þar svo góörar og skemmti- legrar kennslu i þeirri grein. Kennari var Ingólfur Daviðsson magister, og kennsla hans var svo lifandi, að það var varla hægt annað en hrifast af efninu. Einn liðurinn i kennslu hans var sá, að við áttum að safna minnst hundrað villtum islenskum jurt- um, greina þær og lima á spjöld og ganga algerlega frá þeim, eins og hverju ööru gasasafni. Þetta vandi mig á að lita niður fyrir fæturna á mér, þegar ég var úti á gangi, og taka eftir þvi sem i kringum mig var. — Haföir þú kynnst fjallagrös- um sem mat, áður en þú komst i Húsmæörakennaraskólann? — Já, dálitið. Þau voru stund- um skömmtuð heima hjá mér, en á þeim árum þóttu mér þau skemma matinn fremur en bæta hann. En þegar ég var komin i Húsmæðrakennaraskólann og fékk tækifæri til að kynnast fjallagrösunum betur, komst ég að raun um, aö maður venst þeim fram úr skarandi vel, enda eru þau prýöismatur. Flestir vita, aö fjallagrasate er gott viö kvefi, grasamjólk er ágæt, og sömuleiö- is henta fjallagrös mjög vel i grauta, t.d. hrisgrjónavelling. Fyrr á timum, þegar korn var oft af skornum skammti, voru fjalla- grös mikið notuð til þess aö drýgja m jöl i brauð og slátur — og þar eins og annars staðar bæta þau matinn. Ég hef sjálf reynt þaö aö láta fjallagrös i slátur, ekki til drýginda, eins og formæð- ur okkur neyddust til að gera þegar litiö var að borða, heldur beinlinis til sælgætis. Og ég var ekki fyrir neinum vonbrigöum. Slátur með fjallagrösum 1 er Anna Guðmundsdóttir. herramannsmatur, — fjalla- grasabrauð sömuleiðis. Á sölvaf jöru — „Fleira er matur en feitt ket,” segir gamalt máltæki, og ekki eru fjallagrös eini gróðurinn, sem er góður til manneldis. Hvaö er þér næst i huga, á eftir fjalla- grösunum? — Söl. Þau er að finna á fjörum, og þó gjarnast þar sem klappir ganga i sjó fram. —- Ég kynntist þessari ágætu fæðu I raun og veru fyrir hreina tilviljun fyrir tiu árum eða svo. Mér var boðið ,,á sölvafjöru”, og aðalmanneskjan i hópnum var kona, sem ættuð var frá Stokkseyri, og þekkti þetta vel frá uppvaxtarárum sinum þar. Við vorum átta, sem gengum á sölvafjöru við Stokkseyri að þessu sinni, mér fannst það ljóm- andi gaman og ákvað að endur- taka þetta þegar færi gæfist. Siðan hef ég tint söl á hverju ári. — Þú tókst svo til oröa áöan, að söl væru gjarnan þar sem klappir ganga fram i sjó. Getur þá ekki stundum verið dálitið erfitt að ná til þeirra? Timamynd: Tryggvi. VS ræðir við Önnu Guð- mundsdóttur húsmæðra- kennara um útivist og ísienskar jurtir sem nota má til matar Grasafólk á Hveravöllum. Það er búið að fylla pokana, og nú skal haidið heim á leið. — Þau eru mjög utarlega, — fyrir utan þangbeltið— það þarf helst að vera stórstraumsfjara, þegar þeirra er aflað, og maður veröur að vaða eins langt út og fært er, til þess að ná þeim. Áður fyrr var bátum róið alveg upp i grynningar, sölin rifin upp og sett i bátana, sem siðan var ró- ið i land. Þetta er að mörgu leyti þægilegra en sú aðferð sem ég var að lýsa, að vaða út og bera sölin á land, —' einkum vegna þess, að rennandi blaut söl eru gifurlega þung og geta verið býsna erfið gangandi manni að drösla þeim upp úr vatninu og bera þau siðan á land, kannski upp bratta fjöru og sjávarbakka. — Hvernig eru þau svo verkuð og matbúin? — Sumir skola þau, eftir að þau eru komin á land, en það er ekki nauösynlegt. Þar næst eru þau skrælþurrkuð, og eftir það geymast þau von úr viti, — og eru svo borðuö eins og harðfiskur. — Þaö þarf sem sagt ekkert að gera, annað en að þurrka þau? — Nei, nei, þau eru borðuð alveg eins og þau koma fyrir, rif- in niöur, — rétt eins og harð- fiskurinn okkar, sem við þekkjum öll. — En er þetta ekki brimsalt á bragðið? — Jú, þau eru talsvert sölt, og dálitið sérkennilegt bragö að þeim, en þó ekki svo að þau biti mann af sér, eða að það sé neitt óþægilegt að kyngja þeim. Og ef menn vilja minnka saltbragðið er gott aö skola þau áður en þau eru þurrkuö, og það var það' sem ég átti við, þegar ég sagði áðan, að sumir skoluöu þau, en aö þaö væri ekki endilega nauðsynlegt. — Eru þau þurrkuð með þvi að breiða þau á jöröina, eins og fisk? — Það má vel, — og hefur sjálf- sagt lengst af verið gert. Þurrkunin tekur mjög mislangan tima, og fer auðvitað mest eftir veðrinu, en ágæt aöferö er aö klemma sölin upp á snúrur, eins og þvott. Þar þorna þau miklu fyrr en á jöröinni, þvi að oftast er einhver raki frá henni. Tejurtir eru margar til — Og fleira mun vera við sjávarsiöuna, sem gott er til manneldis, ef kunnátta er fyrir hendi? — Já, til dæmis skarfakáliö. Það var mikið notaö i gamla daga handa þeim sem fengu skyrbjúg, og þótti ágætt við þeim kvilla, enda er það mjög auðugt af c- vltamíni. — Þú hefur þannig haft mjög mikil not af þvi að ganga fjörur, en er það ekki lika gaman, — þótt ekki sé veriö að hugsa um gagnið? — Jú, þaö er mjög gaman. Börn hafa mjög mikiö yndi af þvi aö ganga á fjörur, enda er mörgu hægt að safna þar, skeljum, kuð- ungum og öðru, og það er meira en litið heillandi að virða fyrir sér allt hiö fjölbreytilega lif fjör- unnar, þótt ekki sé hægt að safna i vasa sina öllum þeim pöddum og ótölulegum fjölda smádýra, sem fyrir augun ber. Auðvitað er væn- legast til fróðleiks að hafa ein- hvern „fjörufróðan” mann með i förinni, en hitt er lika heillandi að vera einn á ferð og geta i einrúmi undrast þá fjölbreytni sem aug- anumætir. A það má lika minna, að fjöruferðir eru yfirleitt léttar, — og ólikt erfiöisminni en til dæmis aö ganga á brött fjöll. — Við minntumst á fjallagrasa- te fyrr I þessu spjalli. En er ekki lika tiltölulega auðvelt að búa til te úr ýmsum öðrum jurtum? Jú, það er mjög auðvelt. Te- jurtir eru margar til, og margt fólk notar þær eingöngu, en hvorki kaffi né heldur það te, sem fæst i búðum. Þeir sem hafa þennan sið, safna þá mjög miklum jurtum að sumrinu, og geyma þær siðan allt árið. Ég hef einu sinni farið slika ferð með fólki sem var að safna sér vetrar- foröa. Þá var miklu safnað — það

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.