Tíminn - 08.10.1978, Page 15

Tíminn - 08.10.1978, Page 15
Sunnudagur 8. október 1978 15 l'l l'l'Ll'Ú amsun á hverjum degi ir ártali, breiddargráöu og veöri einhvern tiltekinn dag. Ég vil ekki gerast neinn vandlætari. Hamsun var haröur — og hann var ótrúlega góður. Fyrst og fremst var hann þó ótrúlega einmana. En mér þykir vænna um hann nú, en áður en ég hóf þessar þriggja ára samvistir með honum. Einstaklingurinn gegn hinum mörgu, — við getum verið fullviss um að þegar einstaklingurinn stendur gegn fjöldanum, lýtur hann i lægra haldi. Ham- sun-réttarhöldin, — þau fara fram á hverri minútu. Við lifum ekki i réttarsamfélagi, við lifum i meirihlutasamfélagi. Hafi meiri- hlutinn i einhverju dæmi rangt fyrir sér, þá sigrar óréttlætið. Allt þetta fjaðrafok vegna aukins lýðræðis. Gegn einstaklingnum hafa yfirvöldin takmarkalaust vald. Þar gilda öll brögð og allir klækir. Ég verð að segja að hvað mig sjálfan snertir, þá hef ég jafnan tilhneigingu til að taka málstað einstaklingsins, þegar ég sé hann standa gegn hinum mörgu. Hvað að Hamsun og nas- ismanum snýr, — var hann nas- isti eða ekki, fjandinn hafi það? — að þvi ætti lesandinn að komast á þessum 839 síðum. Það, sem máli skiptir, er að hér sjáum við árekstra milli listar og stjórnmála, milli einstaklings og hinna mörgu. Ætti ég að benda á slika árekstra i dæmi Mozarts, — Mozarts, sem grafinn var i fátækrakirkjugarðinum i Vin — þá er ekkert auðveldara. En eigir þú að sýna fram á slikt i dæmi manns.sem ákærður er fyrir naz- isma, þá verður verkið örðugara fyrir þig og árekstrarnir þar með augljósari. Alræði snilligáfunnar Svo ég endi þessa ræðu um stjórnmál og list, þá hef ég rekist á þau orð Dea Trier Mörch, að hæfileikar skipti ekki neinu máli. Ég vildi öska að ég gæti tekið undir þetta, — en ég er alveg gátt- aður. í minum augum skipta hæfileikar öllu máli._ Gæti ég komið á alræði snilligáfunnar, er ég sannfærður um að við yrðum öll hamingjusamari. En hvað kemur á daginn? — einmitt það gagnstæða! I Danmörku vorra daga birtist snilligáfan i liki erlends vinnuafls, sem við gerum greinarmun á sem sliku frá okkur sjálfum. Hæfileikar, shkt er svo hræðilega ólýðræðislegt. Litum á dönsku útvarps og sjónvarps- stöðvarnar. Útvarpsráðið er ekki skipað fólki, sem hefur rétta hæfi- leika tilað bera, heldurfólki, sem berskynbragð á stjórnmál. Komi núfram maður, sem hefur hæfi- leika til að starfa við sjónvarp? — hann verður gerður að forstjóra hjá Tivoli. Hæfileikarnir skipta ekki máli. Hæfileika var þörf, til að hindra að Þjóðverjar tækju Stalingrad. Það þarf einnig hæfi- leika, til þess að stjórna mjólkur- dreifingu i Rhodesiu. Hæfileiki, — hér er átt við nokkurs konar gjöf, það er gáfa, eiginleiki, sem merk- ir að þú ert færum að leysa það af hendi, sem þér er ætlað. Við ætt- um öll að fá jafna möguleika til þessu að þróa þann hæfileika er við höfum, — ekkert er sjálfsagð- ara. En það er fákænska að ætla að við höfum öll jafn mikla hæfi- leika. Séu fimm milljónir manna látnir vinna að einhverju verk- efni, er ekki þar með sagt að árangurinn verði fimmmilljón- faldur. Hljómkviður Beethovens voru ekki árangur af hópvinnu. Sannleikurinn En innblásturinn, — þetta óviðráðanlega orð, — semsé: ættir þú aðeins að skrifa þá daga, sem þú ert i essinu þinu, yrði það vart til annars en þess, að þú fær- ir til Spánar og leggðir þar sið- ustu hönd á eitt spakmæli/ Þar hefur Dea rétt fyrir sér. Hér þarf vinnu til, menn verða að leggja hart að sér, og afraksturinn er næstumenginn.... og sásem hann er, þá fer hann si minnkandi. Við höfum gengið að of mörgum heilafrumum dauðum með svefn- töf lum og vinanda og þar að auki erum við tekin að eldast, erum ekki svo klár i kollinum sém fyr, né jafn bláeyg. — Þú virðist harla raunsær? — Æ, svei þvi! Hvað eigum við að gera með óraunsæi? Nei, ég tel að ekkert sé fegurra en sannleik- urinn. Ég veit ekkert betra. Hann er hrjúfur, — en segir ekki Nietsche: — Okkur er gefið aö geta hyghreyst okkur, eftir að hafa horfst i augu við sannleik- ann. Þetta finnst mér fallega sagt. — Hvar hittir þú sannleikann fyrir? — Sem blaðamaður. A fimmtán ára ferli sem blaðamaður, — það var réttnefnd galeiðuþrælkun, — en ekki vildi ég hafa verið án þeirrar reynslu. Fyrsta atriðið var: ég lærði að bera virðingu fyrir staðreyndum. Annað atrið- ið: Menn skyldu leitast við að segja lesandanum eitthvað, sem hann ekki veit fyrir... hann á likt og aðrekast á nýja bók! Þú átt að hafa fréttir að færa! Hamsun bókin er ein griðarstór frétt i þrem bindum! 1 þeirri bók er ekkert að finna, sem menn vissu áður. Og enn lærði ég eitt sem blaðamaður. Menn skyldu taka upp i sig! — gleypa yfir öllu. Fallbyssukúla og 500 kílóvött — Og hvað um framann? — Til er afrikanskur málshátt- ur sem segir að tilþessþurfi sterk bein að þola góða daga. Gjaldiö fyrir framann veröa menn nær alltaf að greiða af sér sjálfum. Frami! Ég hef meiri sviðshroll nú, en nokkru sinni áður. Af hverju heldur þú að ég hafi lifað þennan tima? Lánum, lánum og aftur lánum. Ég skulda heilan Knut Hamsun helv... helling. Þetta hefði aldrei gengið, hefði ég ekki haft þann forleggjara, sem ég hef. „Réttar- höldin” hefðu ekki getað komið út, hvert bindið á eftir öðru... fallbyssukúlu verður ekki skipt i þrennt! Ég hef orðið að ganga fimm sinnum ikring um hnöttinn tilþess að getaritað þessabók, en ég hætti á degi hverjum að afloknu þriggja stunda starfi. Þú mátt ekki dæla öllu vatninu upp úr brunninum, eitthvað verður að geymast til næsta dags. Maður verður að muna að áfram verður að halda svo f jári marga daga ...svona stór bók: hvernig ætlar þúaðsegjasöguna ...hvernigskal hún sett saman. Þú þarft að hafa alla myndina fyrir þér — og missa ekki sjónar af henni. Þú verður að tengja sjálfan þig við 500 kilóvatta straum og halda jafnri spennu i heila viku, — þú getur ekki einu sinni gengið út fyrir og rabbað við bréfberann. Svo ferðþúogpunktarþetta niður ...öll þessi leiðindi, þessar dag- stundir, hvað á maður af sér að gera? Ég hef min viðfangsefni: ég sigli seglbátnum minum í logni og vindi og enn hef ég slaghörp- una hérna, ég spila af hamsleysi, hamsleysi ....slikt er stórkost- Minnimáttarkenndin — Hve mikiö af þér sjálfum er lagt i bókina „Réttarhöldin yfir Hamsun?” Vertu svo væn að skrifa: næst- um ekkineitt! Éger ekki gæddur snilligáfú!!! — Spurningin á einnig við þá til- finningu að hafa brugðist á hernámsárunum sem þú fjallar um i bókinni „Góðu stúlkurnar” — Þar var um svik að ræða, sem voru af allt öðru tagi en Hamsuns. En hér er samt komið að geysi mikilvægum punkti: við fengum minnimáttarkennd, — við sem vorum of ung, — og fannst allt þaðstóra, sem átti sér stað i kring um okkur, ekki varða okk- ur. Heimssögulegir atburðir áttu sér stað ihúsum granna okkar, — og við sátum við og lærðum franskar sagnir. Og starf mitt fyrirDanska Rauða krossinn hef- ur boriö svip af þessu, af löngun til þess að vinna það upp, sem vanrækt var, aðkomastinánd við atburði, sem eru að gerast. Ég sat við og lærði þessar frönsku sagn- ir, meðan Hamsun sat á tali við Hitler ...meðan allir stóru við- burðirnir áttu sér stað. Þess vegna vildi maður hafa verið til staðar i Berchtesgaden og geta séð hvernig allt þetta leit út. legur eldingarvari. Þetta er engin tónlist, — aðeins lækningaaðferð. Akademian, — hvað er það? Tækir þú nú til við að lesa Thorkild Hansen dæi ekki fyrr en að hundrað árum liðnum, mundi hann ekki hafa átt sæti þar. — En bærist þér nú formlegt boð? —• Hver segir að ég hafi ekki fengiðsikt boð? Nei, ég álit að sá sem er rithöfundur, veröi að vera alveg fullkomlega óháður hvers konar klikum, þvi klikur eru af hinu illa. Geti menn ekki haldið öðrum niðri á annan hátt, ætti þó aðverahægtað halda þeim niðri, með þvi aö halda þeim úti. En þetta þorir auövitað enginn að segja, þvi þeir sem þarna sitja ráða yfir auvirðilegum bók- menntaverðlaunum, og geta þannig gefið dönskum rithöfund- um númer eftir röö, sem þeir sjálfir ákveða: fyrst hann, — svo hann, — svo hún! Og þeir sem ekkertnúmerfá eiga að halda sér saman. einhverja af þessum gullprýddu bókum þarna, — mundir þú óttast að verða fyrir eldingarlosti? Lestur, slikt læt ég eiga sig, nema ég verði andvaka að nóttu til. Hafi menn verið aö fástvið orö allan daginn, þá er ekki freistandi að setjast við að lesa Drach- mann! Ég rekst sjaldan á bók, sem mér finnst ég ekki geta betrumbætt. Þar er bölið við það að vera atvinnumaður: best er aö vera aðeins áhugamaður! Hverju mundir þú svara, ef þér væriboðið sæti i dönsku akademi- unni? — Hvað er nú það? Spurðu einhvern sem þú rekst á á göt- unni, og hann mundi ekki geta nefnt þrjá, sem þar eiga sæti. Þarna eru komnir saman minnst lesnu rithöfundar i landinu. Frank Jæger átti þar ekki sæti, þegar hann lést. Tove Ditlevsen átti þar ekki sæti, þegar hún lést. Jens Kruuse átti þar ekki sæti, þegar hann lést. Ef Halvdan Ras- mussen deyr á morgun, mun hann ekki hafa átt þar sæti. Deyi Peter Seeberg á morgun, hefur hann ekki átt þar sæti. Dæju þeir Poul örum og Palle Lauring á morgun, gilti það sama um þá. Og ég get frætt þig á þvi að þótt Grisir og hakk En á málinu var einnig ljós hlið: við rönkuðum við okkur 1945 og komumst að raun um að við vorum á li'fi. 80 milljónir manna voru dauðar, flúnar eða fluttar á brott. En við komumst að raun um að við áttum enn okkar heim og lif, það fyllti okkur takmarka- lausri þakldætiskennd. Hún var það sem við nefndum existential- isma. Við gengum I hjónaband i snatri, tókum þegar til hendinni .. þess vegna höfum við öll saman skilið svo fljótt aftur. Og nú höfum við eignast börn, sem lifa i' gerviefnum eins og grlsir af hakki, og predika og messa yfir . okkur i þeim mæli að við höfum ekki við að meðtaka... ég kemst smátt og smátt að þvi, að ég er liklega eini danski rithöfundur- inn, sem ekki þekkir hinn algilda sannleika, — já, svei mér þá. Það þýðir aftur á móti, að maður verður að fylgja lit öðru hverju, þótt maður vildi komast hjá þvi..aöskrifa, kostar alltaf að menn verða að geta horfet i augu við sig sjálfa. Dómsdagur Ibsens! Menn verða að geta stað- ið fyrir sinu, — menn geta ekki gert sig skiljanlega, án þess að afhjúpa sig sjálfa... þaö er ekki hægt. Menn geta haldið hneyksl- inu i fjarlægð, en spurningin er bara hve lengi. Auðvitaö hafa margir menn skrifað sig frá mál- unum, — sá er kosturinn við að vera ljóðskáld. Við sem fáumst við óbundið mál verðum að skrifa trilógiu. Skyndilegur dauði! — Hverju hefur þú sigrast á? — Fyrst og fremst þeirri 'Framhaid á bls. 35 Kápusiöa norsku útgáfunnar á bók Thorkild Hansens. Myndin er tekin af Hamsun við réttarhöldin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.