Tíminn - 08.10.1978, Side 16

Tíminn - 08.10.1978, Side 16
íéT Sunnudagur 8. október 1978 Jón Þ. Þór: Góð lýsing á sovésku þjóð H.Smith: The Russians. Ballantine Books, N.Y. 1977. 706 bls. Hedrick Smith er maöur nefndur, þekktur blaöamaöur i heimalandi sinu, Banda- rikjunum. A drunum 1971-73 var hann yfirmaður skrifstofu stór- blaösins New York Times I Moskvu og þá varð til efnið i bókina, sem hér er til um- fjöllunar. Smith feröaðist um Sovétrikin þver og endilöng og kynntist þar fólki af öllum stéttum: Flokksforingjum og andófsmönnum, verkafólki og bændum, listamönnum allra greina, visindamönnum o.s.frv. 1 bók sinni reynir hann að lýsa sem sannast lifi og kjörum Rússa, lifsviðhorfi þeirra og hugsun, en fjallar aðeins litil- lega um sjálft valdakerfið, enda nógar lýsingar til á þvi á vestur- löndum, eins og hann segir sjálfur. Höfundur skiptir bók sinniiþrjá meginhluta fjallar sá fyrsti um fólkið sjálft, annar ber yfirskriftina kerfiö, og þar tekur höfundur til meðferðar ýmsa þætti kerfisins, eins og þeir snúa að fólkinu I landinu. 1 þriöja og siöasta hluta bókar- innar eru svo ýmis menningar- efni tekin til meðferðar. Forréttindahópar. Fyrsti hluti ritsins, sem fjaUarum lif ogviðhorf fólksins, er byggir það mikla landflæmi, sem heitir Sovétrikin, þykir mér fróðlegastur og er þó öll bókin stórfróðleg. Frásögnin hefst Uti fyrir dyrum stórhýsisins nr. 2 við Granovsky stræti. Fyrir dyrum úti er skilti, þar sem stendur skrifað „Vegabréfa- skrifstofa”. En þetta er ekki almenn vegabréfaskrifstofa. Þarna er verzlun, sem er aðeins opin fyrir hæst settu menn sovézka KommUnistaflokksins, og til þess aö fá afgreiðslu verða menn að sýna sérstök flokks- skirteini. 1 verzluninni eru fáan- legar allskyns lUxusvörur, svo sovézkar sem erlendar, og allar á lágu verði. Þarna fást vestur- landavörur, sem hinn almenni sovézki borgari getur varla látið sig dreyma um að eignast, nema þá með þvi að kaupa þær á svörtum markaði. Og þarna eru lika ávallt fyrirliggjandi vörur, sem almenningur á ekki kost á nema á sérstökum árstiðum. Ferskt grænmeti fæst þarna t.d. áriö um kring, en al- menningur á tæpast kost á þvi nema á sumrin, og svo mætti lengi telja. 1 verzlunun sem þessari, og ýmsum öörum for- réttindum, kemur stéttaskipt- ingin rUssneska fram. Þar geta leiðtogarnir keypt allt sem hugurinn girnist fyrir litið verð og þannig nýtast launin betur. Æðstu menn rikisins hafa hins vegar ekki mikið hærri laun en almenningur. Og matvörur fá þeir ókeypis, en venjuleg fjöl- skylda vergjarnan um helmingi launa sinna i mat. Sérverzlanirnar innan KremlarmUra eru margar, og er ein fyrir hvern hóp. Þannig hafa þeir allra æðstu, foringjar flokksins, meðlimir Politburo, og aðrir slikir sina verzlun.her- foringjar, leiðandi visinda- menn, vinnuhetjur, listamenn i æðsta flokki o.s.frv. hafa sina og þannig mætti lengi telja. Launa- hækkanir fá menn ekki miklar, en passa, sem heimila þeim aðgang að „betri búð”, fá þeir sem verðlaun fyrir vel unnin störf. En forréttindin eru fólgin I fleiri en verzlunarkortum. Leið- togar kommúnistaflokksins eigagreiðariaðgang enaðrir að utanlandsferðum, þeir geta komiðbörnum sinum i beztu há- skólana og jafnvel keypt þeim próf þegar getan bregst. Frá öllu þessu og margskonar fleiri forréttindum skýrir H. Smith i bók sinni. Pólitiskar skrýtlur. Eins og flestum mun kunnugt kr. 69.500. - SHARP ferðaútvarps- og kasettutækið er sannkallað ferðastudíó Tækið er meira Auk fjölda annarra atriða sem skipta máli. Verð aðeins Póstsendum SHARP Vi er tæki sem vert er að skoða og hlusta á en bara ferðatæki •'-T'* Autoinatic Level Con- ALG trol sér um að upptaka sé jöfn. Sjálfvirkur stoppari slekkur á tækinu þegar bandið er búið. . ' Gefur til kynna i upp- LfD töku þegar skipta þarf um rafhlöður */,* Auk margra auka- hluta hefur þaö sér- stakt mikrofónkerfi sem gerir þér kleift að syngja með þinni uppáhaldshljómsveit eöa söngvara. Eða að búa til þinn eiginn skemmtiþátt þar sem þú ert sj; ur kynnirinn. eiga sovézkir borgarar ekki ýkja auðvelt með að -koma á framfæri mötmælum gegn kerfinu og ráðamönnunum. Pólitiskar skritlur og gaman- sögur um ráðamenn lifa þvi góðu lifi, eins og viðar i einræðis- og fámennisstjórnar- rikjum. Hedrick Smith greinir frá nokkrum slikum I bók sinni. Hér kemur ein: L. Breznev, aðalritari og forseti hefur búið vel um sig i kerfinu og notfært sér flest það sem staða hans hefur upp á að bjóöa. Fyrir nokkrum árum bauð hann móður sinni fjörgamalli að koma til Moskvu og sjá dýrðina. Flogið var með kellu til höfuð- borgarinnar, þar sem sonurinn tók á móti henni og fór með hanaheim i ibúð sina, sem ekki mun teljast illa búin þægindum. Sú gamla rölti um vistarverur aðalritarans en fékkst ekki til þess að láta i ljósi neina skoðun áhibýlunum.Ekkifékkst sonur- inn um, en bauð nú móður sinni að skoða sumarhús sitt. Þar urðu viðbrögðin hin sömu. Þá var gripið til þess ráðs að fljúga meö gömlu konuna yfir veiði- lendur sonarins. Enn sáust engin svipbrigði á andliti þeirrar gömlu og þar kom að sonurinn missti þolinmæðina og sagði: „Hvað er þetta mamma, lizt þér ekki á þetta?” ,,Jú Leonid minn”, sagöi sú gamla, ,,þú hefur svo sannarlega komið þér vel áfram, en hvernig heldurðu að fari fyrir þér, vinurinn minn, ef Kommarnir komast aftur til valda?” Daglegt líf Rússa. Miklu rúmi er varið til þess að fjalla um daglegt lif og lifsviðhorf hins almenna sovézka borgara. Hedrick Smith hefur lagt sig i lima við að kynnast þjóðinni sem bezt og hann segir frá heimsóknum til sovézkra vina, lýsir skemmti- lega kvöldstund yfir mat og drykk, skýrir frá viðhorfi Rússa til valdhafanna lifs og liðinna, skoðunum Rússa á um- heiminum, og þó sérstaklega á Ameriku, hinni sterku þjóð- erniskennd Rússa, þar sem móðurlandið, Rodina, er öllu ofar og baráttan I seinni heims- styrjöldinni enn rikur þáttur i daglegu lifi margra. Margt mjög athyglisvert kemur fram i þessum frásögnum. Sem dæmi má nefna, að fjölmargir Rússar sakna Stalins gamla sárlega, ekki vegna þess að hann hafi verið svo góður stjórnandi, heldur vegna þess aö hann stjórnaði, hafði aga á sinu fólki og lét það ekki komast upp meö neitt múður. Undarlega fáir, einkum af yngri kynslóðinni,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.