Tíminn - 08.10.1978, Qupperneq 27

Tíminn - 08.10.1978, Qupperneq 27
Sunnudagur 8. október 1978 27 H1j ómplötudómar Albion Band - Rise up like the sun Harvest/EMI SHSP 4092/Fálkinn ÞaB hefur áöur veriö minnst á Albion Band hér i Nútimanum, þannig aö ferill hljómsveitarinnar veröur ekki tiundaöur hér aö þessu sinni. Þó skal þess getiö aö Ashley Hutchings, stofnandi Albion Band, átti á sinum tima þátt I ab stofna hljómsveit- irnar Fairport Convention og Steeleye Span. Þá er rétt að geta þess hér aö flestir liösmanna Albion Band hafa á einn eða annan hátt veriö viðriönir fyrrnefndar hljómsveitir. ,,RiseupliketheSun”erönnur hljómplata Albion Band. A bak viö hana stendur einvalaliö. Fyrir utan meölimi hljómsveitarinnar, sem eru niu aö tölu, koma viö sögu listamenn úr samhentustu „fjöl- skyldu” bresks tónlistarlifs, þ.e. þjóðlagatónlistar. fjölskyldunni. Nægir þar aö nefna nöfn eins og Andy Fairweather-Low, Julie Covington, hjónin Richard og Lindu Thompson, Martin Carthy, Pat Donaldson og Kate McGarrigle, en þess má geta aö hún syngur eins og engill i besta lagi plötunnar, „House in the Country”. Um tónlistina á „Rise up like the Sun” er þaö aö segja að hana veröur aö setja i fimm stjörnu flokk. Ekki færri en 20 hljóöfæri koma viö sögu á plöt- unni, þ.á.m. sekkjapipur, synthesizer og fjöldinn allur af fágætum tréblásturshljóöfærum úr safni Phil Picketts. Og þegar slik hljóöfæri eru fengin slikum listamönnum og þeim sem Albion Band skipa.þá kemur aðeins það besta fram. 1 stuttu máli má segja að á plötunni sé aö finna breska þjóðlagatónlist af bestu og vönduðustu gerö byggða á gamalli menningararfleifð. Tónlist sem spannar öll svið þjóðlagatónlistarinnar, allt frá V__________________________________________________ „folk rokki” af einföldustu gerö upp i þjóösögulegt jazz-rokk ef svo má að orði komast ekki ósvipaö þvi sem mátti heyra á meistaraverki Mike Oldfields „Tubular Bells.” Sem sagt, tónlistin á „Rise up like the Sun” er þess eðlis aö hún skilur engan eftir ósnortinn. — ESE ★ ★ ★ ★ ★ Approved by the Motors er kannski siöasta platan meö The Motors þrátt fyrir að hún hefur alls staöar slegiö i gegn enda gerö fyrir vinsældamarkaöinn. Siöan platan kom út hefur hljómsveitin flosnaö upp og manni skilst aö aöeins tveir séu eftir i hljóm- sveitinni. Af þessari plötu Morors hafa tvö lög fariö alla leiö udd á vinsældalistum. nefnilega Airport og You beat the hell outta me. önnur lög á plötunni fylgja þessum fast á eftir hvaö snertir form og inhi- hald. Sem sagt dágóö skemmtiplata en ekki likleg til aö geymast á spjöldum sögunnar. KEJ Virgin 26090 XOT/Fálkinn V ★ ★ ★ Commodores - Natural STML 12087/FáIkinn A plötunni Natural High leika Commodores popp- diskó blandaða sóltónlist og útkoman er létt kaffi- músik sem á köflum að minnsta kosti ris upp úr meðalmennskunni. Vinsælasta lagiö á plötunni er örugglega Three Times a Lady, skinandi gott og ró- legt lag. Lagiö Flying High hefur einnig komist ofarlega á lista og fleiri lög eru á plötunni sem heyrst hefur út um borg og bæ, i útvarpi og á diskó- tekum. Þó verður ekki undan þvi skorast að segja um þessa plötu eins og flestar aörar eftirlegukindur sjöunda áratugarins, þaö vantar andagiftina, þaö vantar kraftinn. Þaö bara hlýtur eitthvaö aö fara aö gerast. KEJ ★ ★ ★ + Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferðaróhöppum. Lada sport árg. 1978 Volvo 144 árg. 1972 Cortina árg. 1976 V.W. Derby árg. 1978 Vauxhall Viva árg. 1972 V.W. sendi árg. 1972 Toyota MKII árg. 1974 Honda 250 bifhjól árg. 1975 Mazda 818 árg. 1977 og nokkrar fleiri Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, mánudaginn 9. okt. 1978. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, bifreiðadeild fyrir kl. 17. 10. okt. 1978. Vélprjónafólk Aðalfundur Vélprjónasambands íslands verður haldinn að Hallveigarstöðum v. Túngötu laugardaginn 14. okt. n.k. kl. 2 e.h. Stjórnin. Akranes — félagsráðgjafi Félagsmálaráö Akraneskaupstaöar óskar aö ráöa félags- ráögjafa tii starfa. Umsóknarfrestur cr til l. nóvember næstkomandi. Upplýsingar i sima 9:1-1211 eöa 93-1320. Akranesi 4/10 ’78. Vélstjóri óskast Viljum ráða vélstjóra með vélvirkjarétt- indi. Viðkomandi þarf að starfa sem vél- stjóri við korngeyma okkar i Sundahöfn. Reynsla i verkstjórn og góöir stjórnunarhæfileikar nauö- synlegir. Umsóknir meö upplýsingum um fyrri störf,aldur og meö- mæli sendist i pósthólf 853, fyrir 15. okt. Kornhlaðan h.f. Sundahöfn Staða skólastjóra Verslunarskóla íslands Staða SKÓLASTJÓRA VERSLUNAR- SKÓLA ÍSLANDS er laus til umsóknar. Ráðningartími er frá og með 1. júni 1979. Ráðgert er, að væntanlegur skólastjóri kynni sér kennslu i viðskiptafræðum erlendis fyrir næsta skólaár, er hefst 1. september 1979. Þá er einnig æskilegt, að umsækjandi geti annast kennslu i við- skiptagreinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags menntaskólakennara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, og fyrri störf, ásamt greinar- gerð um ritsmiðar og rannsóknir, skulu sendar Skólanefnd Verslunarskóla íslands Laufásvegi 36, Reykjavik fyrir 1. desember n.k. Skólanefnd Verslunarskóla íslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.