Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. október 1978 9 Innflutningur ógnar fata- og húsgagna- iðnaði ATA- A öðrum árs- fjórðungi varð veruleg framleiðsluminnkun í fataiðnaði og horfur á framleiðslu og sölu á 3. ársfjórðungi eru fremur dökkleitar. Þetta kemur fram iHagsveiflu- vog iöna&arins fyrir 2. ársfjórö- ung. Þar segir annars: Veruleg framleiösluminnkun varö á öörum ársfjóröungi ’78, boriö saman viö sama ársfjórö- ung ’77 og sömu ályktun má draga um söluna. Hinsvegarvar nokkur uppsveifla i sölu miöaö viö 1. ársfjóröung þessa árs en ekki er reiknaö meö aö þessi upp- sveifla sé til langframa. Horfur á sölu og framleiðslu á 3. ársfjórðungi eru fremur dökk- leitar. Fyrirliggjandi pantanir eru minni en á sama tima i fyrra. Ennfremur er vinnutfmi starfs- fólks I fataiönaöi skemmri og starfsfólki hefurfækkað og horfur eru á enn frekari fækkun starfs- fólks á 3. ársfjórðungi. Innheimta söluandvirðis gengur verr og nýting afkastagetunnar er lakari. Framleiðsla I húsgagnagerö hefur einnig dregist nokkuö sam- an miðaö viö 1. ársfjórðung ’78. Söluhorfur eru verri, vinnutimi starfsfólks styttri og starfsfólki hefurheldurfadckaöá 2. ársfjórö- ungi. Helstu orsakir þessa samdrátt- ar eru taldar harönandi sam- keppni og aukinn innflutningur. „Slysavamar- félagsplatti” - frá Bing & Gröndal SJ-Slysavarnafélag tslands lét i tilefni af fimmtiu ára afmæli félagsins gera postulinsdisk meö mynd af björgun úr sjávarháska, sem Eggert Guömundsdon list- málari geröi. „Platti” þessi er framleiddur hjá Bing & Gröndal i Kaupmannahöfn, kostar kr. 5.000. - og er upplag hans 5000 eintök. Mikill hluti þess hefur ná selst, en þaö sem eftir er fæst á skrifstofu Siysavarnafélags tslands á Grandagaröi og hjá öll- um deildum þess og björgunar- sveitum. Meö þvi aö velja þessa mynd á minningardiskinn vildi stjórn Ragna Rögnvaidsdóttir sem starfar á skrifstofu SVFt, heldur á „Slysavarnafélagsplattanum”. Timamynd Róbert. Slysavarnafélagsins m.a. minn- ast björgunarafreksins viö Látra- bjarg 1947 þegar björgunarsveit Bræðrabandsins bjargaði áhöfn bresks togara, sem er eitt fræg- asta björgunarafrek, sem unniö hefur verið. Kvikmyndin, sem tekin var ári siöar af björguninni, er ekki slður einstæö, en þá strandaöi annar togari á svipuöum slóöum og er kjarni myndarinnar tekinn þá af raunverulegum atburðum. Heildaríðnað- arframleiðslan jókst um 5% ATA — Frá miöju ári 1977 til sama tima 1978 viröist iönaöar- framleiöslan i iandinu hafa aukist um 5%. Framleiösluaukning er þó mjög mismunandi frá iöngrein til iöngreinar og I sumum iön- greinum, svo sem I húsgagna- og fataiönaöi, hefur framleiöslan dregist saman. Þessar igjplýsingar eru fengnar úr Hagsveifluvog iönaöarins fyrir 2. ársfjóröung 1978. Hér viröist vera um mjög svipaöa þróun aö ræöa og áriö 1977 samkvæmt á- ætlun Þjóðhagsstofnunar og Hag- sveifluvog iönaðarins þaö ár. Einstakar greinar iönaðarins viröast þó mjög misvel á sig komnar og benda niðurstöður úr þessari könnun til, aö jafnvel megi búast viö allverulegum samdrætti i stórum iönaöargrein- um, 'svo sem fataiðnaöi. Pétur Sveinbjarnarson, aö- stoöarframkvæmdastjóri Félags islenskra iönrekenda, sagöi, að meö hagsveifluvog væri hægt aö mæla púls iðnaðarins I landinu, ef svo mætti að orði komast. Vogin gefur ekki upp nákvæmar tölu- legar upplýsingar, heldur er hún byggö á oröum. Hagsveifluvog er það yfirlit, sem byggt er á úrtaks- athugun, sem Félag islenskra iönrekenda og Landssamband iðnaðarmanna framkvæma fyrir hvern ársfjóröung, en þessi athugun nær til 21 iöngreinar. Nú reyna barnabóka- höfundar með sér Mál og menning efnir til sam- keppni um frumsamdar barna- bækur i tilefni af alþjóölegu ári barnsins 1979. Skilafrestur er til 1. ágúst 1979. Handritin skulu merkt dulnefni en nafn höf- undar fylgja með i lokuðu um- slagi. Ein verðlaun verða veitt, 500.000 krónur, auk höfundar- launa sem nema 18% af forlags- verði bókarinnar að frádregn- um söiuskatti. Félagiö áskilur sér rétt til útgáfu fleiri handrita en þess tsem verðlaunin hlýtur, og taki hugsanlegir samningar um þær bækur mið af ramma- samningi Rithöfundasambands tslands viö útgefendur. Dómnefnd skipa Kristin Unn- steinsdóttir, Silja Aðalsteins- dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorleifur Hauksson. úr hljómsveitinni”. Ashkenazy, sem valdiö hefur fjaörafoki á síðum Morgunblaösins, fær mikiö lof um þessar mundir fyrir stjórnun sina á Lundúna-filharmóniunni — aðalstjórnandi hennar núna mun vera Riccardo Muti, sem tók við af von Karajan, og de Burgos — Hann er aö sönnu mikill pianisti og tónlistar- maður, en skorti á sokkabandsárum sinum i hljómsveitarstjórn tónsprotatækni. Hvort þetta hefur lagazt, veit ég ekki, hann segir i viðtalinu, aö hann hafi verið hræöilegur til að byrja meö, en sé núna orðinn betri, en hitt stendur I téöu viötali, a& þegar blaöamaöur Gramophone hitti listamanninn á æfingu haföi han brotiö tvo tónsprota, en þoröi ekki aö nota trefja- glers-sprotann sem Ormandy gaf honum,þóekkiafótta viðaö stinga sig i læriö meö honum, eins og henti Ormandy sjálfan. En svona lagað gerir minna til hjá hinum miklu atvinnu- mannahljómsveitum heimsins — þeim geta jafnvel gamlir for- sætisráöherrar eins og Heath stjórnaö, og allt fariö vel. Þess vegna kann aö vera, að þrátt fyrir allt hafi Ashkenazy lært meira af Sinfóniuhljómsveit Islands en hljómsveitin lærði af honum. En af mönnum eins og de Burgos eða Zukofsky getur hún mikið lært, eins og dæmin sanna. 16. 10. 78 Sigurður Steinþórsson Hús gagna vika opnarídag kl.17 GLÆSILEG SÝNING ÍÁG HÚSINU jRTÚNSHÖFÐA ÁG HÚSIÐ ER VIÐ HLIÐINA Á SÝNINGAHÖLLINNI Skoöiö nýjungar innlendraframleiöenda; húsgögn, áklœöi og innréttingar. Opíö virka daga kl. 17— 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 20-29október

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.