Tíminn - 23.11.1978, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 23. nóvember 1978
Varsjárbandalagsríkin á
fyrsta fundi síðan 76
Moskva/Reuter — Leiðtogar Varsjárbandalags-
ríkjanna komu i gær saman til fundar i Kreml i
fyrsta skipti siðan árið 1976 og er reiknað með að
þeir sitji á fundum einnig í dag.
A fundinn eru mættir kommún-
istaflokksleiötogar frá A-Þýska-
landi, Ungverjalandi, Búlgarlu,
Tékkóslóvaklu, Póllandi og
Rúmeniu og slöan forseti
Sovétrikjanna og leiötogi
kommúnistaflokksins þar Leonid
Brésnjef. An þess aö nokkuö hafi
veriö látiö uppi um dagskrá fund-
arins er taliö nær fullvlst aö hann
muni einkum snúast um
árangurslaúsar tilraunir aö und-
anförnu til aö ná nýju samkomu-
lagi viö NATO-rikin um afvopnun
I Miö-Evrópu.
Varsjárbandalagsrlkin kenna
Vesturveldunum um hversu lltt
miöar nú og þó einkum
Bandarikjamönnum en samn-
ingatilraunirnar stranda helst á
þeim stabhæfingum Vesturveld-
anna aö Varsjárbandalagsrlkin
hafi þegar 150 þúsund menn undir
vopnum umfram NATO-ríkin. A
þessum grundvelli hefur Carter
nú nýlega fyrirskipaö framleiðslu
á nifteindasprengjunni sem
Sovétmenn hafa ekki yfir aö ráöa
— enn — en Brésnjef lýsti þvi
nýlega yfir aö þeir heföu þó smiö-
aö slíka sprengju.
Fundur Varsjárbandalagsrlkj-
anna nú er ennfremur sá fyrsti
slöan Carter kom á valdastól I
Bandarlkjunum en I kjölfariö
fylgdi versnandi sambúö við
Sovétrikin. Er taliö mjög liklegt
aö Varsjárbandalagslöndin muni
nú samþykkja ályktun um nauö-
syn minnkandi spennu og meiri
árangur I „detente”.
Sovétmenn hafa þegar lagt til
viö Vesturveldin aö komiö veröi I
veg fyrir frekara kjarnorkukapp-
hlaup meö þvi aö banna smlöi
nifteindasprengjunnar en Vestur-
veldin tekiö þvi fálega. Aftur hafa
Varsjárbandalagsrikin þvertekiö
fyrir aö fækka I herjum slnum
gegn þvl aö framleiðslu sprengj-
unnar veröi hætt.
Tíunda
stjðrn
Portúgals
átíuárum
Lissabonn/Reuter — Carlos Mota
Pinto sór Antonio Ramalho Eanes
Portúgalsforseta embættiseiö
sinn og stjórnar sinnar I gær en
hann er leiötogi 10. stjórnar
Portúgals slöan I byltingunni
1974.
Portúgalsforseti sagöi viö þetta
tækifæri aö enn væri ekki of seint
að mynda þingmeirihluta til aö
leggja grundvöllinn aö traustu
stjórnarfyrirkomulagi en vildi
þingiö ekki taka við þessari stjórn
væri ekki I önnur hús aö venda en
undirbúa nýjar kosningar sem
allra fyrst.
Hinn nýi forsætisráðherra
Portúgals er 42 ára gamall laga-
prófessor og fyrrum leiötogi hæg-
fara sóslalista á þinginu en yfir-
gaf flokkinn árið 1975 og er vonast
til aö hann njóti niú stuðnings all-
flestra þingflokka I Portugal.
Bæöi Eanes og Pinto lögöu i
ræöum sinum I gær mikla áherslu
á aö framundan væri mikil og
erfið vinna. Sagöi Pinto aö
nauðsyn bæri til aö styrkja efna-
hagsllf Portúgals en varaöi jafn-
framt viö þvi aö þab væri verr á
vegi stadd en menn almennt
Ný átök:
Tansaníumenn segja
Líbani í her Uganda
Nairobi/Reuter — Bardagar brutust út á ný i
fyrradag milli Ugandamanna og Tansaniu-
manna og fullyrtu bæði rikin að þeir hefðu farið
fram á þeirra landsvæði.
Eanes stendur I ströngu viö
stjórnarmyndanir.
héldu og mjög mikils halla mætti
vænta á fjárlögum ársins.
Hitiers-
uppboð
bannað
Paris/Reuter —Parlsarlögreglan
bannaöi I dag fyrirhugaö uppboö
á persónulegum munum Hitlers á
grundvelli laga er banna sölu á
nasiskum minjagripum. Meöal
muna sem selja átti á uppboöinu
fimmta desember næstkomandi
voru fjölskyldualbúm Richards
Wagner er Hitler fékk aö gjöf áriö
1933, alls konar piaggöt og
myndir og ættartala foringjans.
1 fréttum frá Tansanlu sagöi
aö Tansaniumenn hefðu
eyöilagt tvo skriðdreka frá
Uganda og heföu Arabar stjórn-
að þeim. Óstaðfestar fréttir
höföu áöur boriö meö sér að
Libanar heföu sent Amin
hermenn sér til stuönings.
Ugandamenn þvertóku fyrir
þessar fréttir i gær og sögöu
enga Araba koma viö sögu auk
þess sem engir skriödrekar
hefðu verið eyöilagöir en fjöl-
margir Tansaniumenn falliö 1
árás inn I Uganda.
Fullyröa
Ugandamenn aö þeir séu fyrir
nokkru farnir meö allt sitt herliö
frá landsvæöum I Tansaniu en
Tansanlumenn segja
Ugandamenn enn vera innan
landamæra sinna.
— '—« ERLENDAR FRÉTTIR
raíSa umsjón:
Ifiasa Kjartan Jónasson
Sjúkdómseinkenni
bandarískra
lifnaðarhátta
— segir Tass um sjálfsmorðin
Moskva/Meuter — Sovéska
Guyana þegar 400 meölimir
kalifornisks sértrúarflokks
frömdu sjálfsmorö væri eitt
„sjúkdómseinkenni ameriskra
lifnaöarhátta ”. Milljónir
bandarlskra þegna eru fórnar-
lömb ójafnréttis og aröráns”,
sagöi Tass-fréttastofan einnig I
lýsingu sinni á atburöinum. Þá
sagöi I fréttinni aö hinn nafn-
kunni rfkisstjóri Kalifornlu,
Jerry Brown, heföi verið mikill
vinur leiötoga trúarsafnaöarins
sem hvatti fylgjendur slna lil
sjálfsmoröanna. Þá heföu menn
eins og varaforseti Bandarikj-
anna, Walter Mondale, og þing-
maöurinn Henry Jackson veriö
meöal margra sem hrósaö
heföu trúarleiðtoganum fyrir
kristilegt starf.
Evrópu-
bandalagið
og Komekon
á fundi
Bruseels/Reuter — Evrópu-
bandalagsrlkin hófu I gær
viöræöur viö Komekon, efnahags-
bandalag kommúnistarlkja, meö
þaö aö markmiöi aö auka efna-
hagsleg tengsl bandalaganna og
rlkja þeirra er þeim tilheyra.
Haft var eftir leiötogum
Evrópubandalagsrikjanna fyrir
viöræöurnar aö þeir væntu ekki
mikils árangurs, einkum þar sem
forsvarsmenn Komekon heföu
ekki raunhæft umboö til aö semja
um viöskiptamál enda væri þeim
fremur stýrt af öörum. Evrópu-
bandalagiö hefur enn sem komið
er engan viöskiptasamning viö
Komekon, aöeins viö
kommúnistariki er standa utan
þess svo sem Klna og Júgóslavlu.
Tvö hundruð
fórust er
flóttamanna-
bátur sökk
Kuala Lumpur/Reuter —Taliö er
aö um 200 hafi farist með fiskibáti
er strandaöi og sökk viö strendur
Malasiu I gær en i bátnum voru
um 250 vletnemskir flóttamenn. -
Um fimmtíu manns liföu
óhappiö af en báturinn strandaöi
á sandrifi og brotnaöi viö austur-
strönd Malasiu og þó aöeins i um
þaö bil 200 metra fjarlægð frá
ströndinni. Veöur var slæmt og
vont I sjóinn er slysiö varö.
Þingið
lýsir yfir
trausti við
íransstjórn
Teheran/Reuter — Þingiö I Iran
lýsti i gær yfir trausti á stjórn
landsins sem e' leidd af foringj-
um úr trarr- ner.Þrátt fyrir
traustsyfirlýsingu þingsins eru
óeiröir, verkföll og hermdarverk
þó oröin daglegt brauö i tran á ný.
Stjórn Azhari hershöfðingja
hlaut 191 atkvæöi viö traustsyfir-
lýsingu og aöeins 26 á móti sem er
nun meiri stuöningur en slöasta
stjórn landsins hlaut.
Biðstaða í
friðarvið-
ræðunum
Washington-Kairó/Reuter — Bandarikjamenn
biðu i gær i ofvæni eftir svörum Egypta við til-
kynningu ísraelsmanna um að þeir geti fallist
á samkomulagsdrög þau er gengið var frá 11.
þessa mánaðar i Washington.
Framhald viöræönanna var I
mikilli óvissu þar sem leiötogi
egypsku friöarviöræöunefndar-
innar, varnarmálaráöherrann
Kamal Hassan Ali, var i fyrra-
dag kallaöur heim til ráöa-
geröa. Var ráö fyrir því gert aö
hann flygi til Kalró I gærkvöldi.
Aö áliti Bandaríkjanna hafa
tsraelsmenn nú stigið stórt
skref I átt til lausnar er þeir
hafa fallist á aö I samningi rikj-
anna veröi ákvæöi um sjálf-
stjórn Palestínu-Araba en þeir
færast undan þvi aö dagsetn-
ingar veröi nefndar I þvl sam-
bandi. Er þó svo aö sjá aö slikt
Carter áhyggjufullur.
komi til greina ef nægilega
rúmur timi veröi gefinn.
Afstaöa Egypta I þessu efni
hefur hins vegar harönaö ef eitt-
hvaö er og krefjast þeir þess nú
aö kosningar fari fram hjá
Palestinu-Aröbum ekki slöar en
6 til 9 mánuðum eftir undurritun
friöarsamnings Egypta og
Israelsmanna.
Síödegis I gær bárust þær
fréttir að Cárter Bandarlkjafor-
seti heföi haft simasamband viö
Sadat þá um daginn og Banda-
rikjamenn efuöust ekki um aö
friöarviöræöurnar mundu halda
áfram. Ekkert var þó gefið upp
um umræöuefni þeirra Carters
og Sadats.