Tíminn - 23.11.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. nóvember 1978 LSÍi'Sil'.! I Þrettánda þing Landssam- bandsins gegn áf eng isbölinu Fimmtudaginn 23. nóvember og laugardaginn 25. nóvember verður haldið 13. þing Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu. A fimmtudaginn hefjast þingstörf kiukkan 20:30 og á laugardaginn kiukkan 14. þingað verður að Eiriksgötu 5 I Reykjavik Rétt til setu á þinginu eiga tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi Landssambandsins, en þau eru nú 30 talsins. Bindindisdagur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu hef- ur veriö ákveðinn sunnudagurinn 26. nóvember og eru aðildarfélög og aörir, sem geta komið þvi viö, hvattir til þess að minnast hans eftir þvi, sem aöstæður leyfa á hverjum stað. Áhrif verkfallsins í Noregi: „Tjón af völdum áfengis neyslu hefur minnkað” Nú hafa starfsmenn norsku áfengisverslunar- innar verið í verkfalli í aII- nokkurn tíma og hafa því frændur vorir Norðmenn óvart verið í bindindi f næstum jafn langan tíma. Rannsóknarstofnun norska rikisins I áfengismálum hefur unniö aö nákvæmum rannsóknum á þvt, hvaða afleiöingar þetta verkfall hefur. Stofnunin hefur m.a. fengiö skýrslur frá afvötn- unarstöövum, sjúkrahúsum, lög- reglu og tryggingarfélögum. Áfengisvarnaráö, sem fylgst hefur meö rannsóknum þessum, segir að endanlegar niöurstööur liggi enn ekki fyrir, en þó virðast ljós nokkur atriði. — Handtökum ölvaðra hefur fækkað. — Færri leita til afvötnunar- stöðva. — Slysum hefur fækkað. Það er þó ef til vill merkilegast að áliti Afengisvarnaráðs, að margt bendir til, aö drykkjusjúkl- ingar drekki minna ef erfitt er að ná I áfengi. Þeir viröast sem sé margir geta verið án þess. 3.800 í Bandalagi háskólamanna 20 ára afmælis minnst á þingi samtakanna, sem hefst í dag SJ — Á þingi Bandalags háskóla- manna, sem hefst I dag að Hótel Loftleiöum, flytja prófessor Guðmundur Magnússon og Ásmundur Stefánsson lektor erindi um veröbólgu og visitölu- bindingu launa. Þar verður jafn- framt minnst 20 ára afmælis bandaiagsins og flytur fyrsti formaöur þess, dr. Ármann Snævarr forseti Hæstaréttar, ávarp af þvi tilefni. Bandalag háskólamanna fékk samningsrétt fyrir félagsmenn aðildarfélaga 1 rikisþjónustu 1973. Það hefur tekiö þátt i gerð kjara- samninga, staðiö fyrir ráöstefnu- haldi og útgáfu skýrslna m.a. um hlutverk háskóla, atvinnumál háskólamanna og um menntun á framhaldsskólastigi. Stærsta verkefni bandalagsins undanfar- in misseri hefur veriö bygging orlofshúsa fyrir félagsmenn bandalagsins. Hafa nú veriö reist alls 9 hús á landi BHM aö Brekku iBiskupstungum, þar af eru 6hús i eigu bandalagsins, en 3 hús eru i eigu aöildarfélaga. Aöild aö BHM eiga nú 20 félög meö alls um 22.800 félagsmenn. Þar aferu um 1.800 rikisstarfs- menn og 400-500 sjálfstætt starf- andi menn. Aörir félagsmenn starfa hjá ýmsum einkaaöilum og samtökum, sveitarfélögum og rikisbönkum. Innan BHM starfar launamála- ráö rikisstarfsmanna. Þaö er samninganefnd bandalagsins gagnvart rlkinu og fer meö allt umboö þess til samningageröar. Þaö tekur ákvaröanir um mál, sem varöa eingöngu rikisstarfs- menn. Innan BHM starfar einnig ráö sjálfstætt starfandi háskóla- manna, en hlutverk þess er aö vinna aö sameiginlegum hags- munum þeirra háskólamanna, sem starfa sjálfstætt. Þing BHM eru haldin annað hvert ár, en fram til 1973 var haldinn aöalfundur hvert ár. 1. þing BHM var haldiö 1974 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÖstoÓum viö val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. ITUROLLA Tannhjóladælur = HEUINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Hvers vegna kaupa forsjálir bændur heyvinnuvélamar áveturna..? SVARD UGGURHÉR Í AUGUM UPPi BETRA VERÐ - BETRIGREÐSUUKJÖR Ávinnsluherfi..................Kr. 51.322.- Áburðardreifarar GANDY 10 fet... - 452.863.- Áburðardreifarar GANDY 12 fet... - 521.863.- Baggakastarar UMA.............. _ 118.939.- Heybindivélar I.H.............. _1.895.964.- Heyblásarar TRIOLIET........... _ 525.956.- Heyhleðsluvagnar NORMAL G .... -1.896.003.- Heyþyrlur KUHN 440T............ _ 526.189.- Heyþyrlur KUHN 440P....... .... _ 464.112.- Heyþyrlur KUHN 452T............ _ 639.066.- Stjörnumúgavélar KUHN 280P..... _ 413.448.- Stjörnumúgavélar KUHN 402P .... _ 563.466.- Súgþurrkunarblásarar B1......... 649.810.- Sláttuþyrlur PZ 135............ _ 474.780.- Sláttutætarar TAARUP DM 1350 . _ 818.664.- Sturtuvagnar WEEKS 21/2 tonn..... 534.864.- Sturtuvagnar WEEKS 41/2 tonn..._1.095.124.- Votheysbönd DUKS 12 metrar........ 689.358.- Véladeild M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.