Tíminn - 23.11.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 23. nóvember 1978 tOtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórariiísson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Simi 88300. , Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eft^ir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuði. Blaðaprent h.f. Erlent yfirlit LandhelgísdeUa getur leitt til styrjaldar Flokkarnir sammála um meginmálið Það er ekki oft sem allir stjórnmálaflokkarnir verða sammála. Þetta hefur samt gerzt nú. Allir flokkarnir eru sammála um að ekki sé hægt að fylgja gildandi kaupsamningum og greiða rúmlega 14% kauphækkun, sem samkvæmt samningum ætti að koma til framkvæmda nú um mánaðamótin. Sá flokkurinmsem vill ganga lengst i þvi að fram- fylgja samningum ,telur ekki fært að greiða meira en 6-7% kauphækkun. Hitt verði að reyna að bæta með öðrum hætti. Aðrir flokkar telja að kaup- hækkunin megi ekki vera meiri en 3,6%,ef hún eigi ekki að leiða til meiriháttar vandræða og samdrátt- ar atvinnulifsins. Sú samstaða flokkanna,sem hér er um að ræða, byggist á þeirri augljósu staðreynd/að 14% kaup- hækkun nú myndi reynast atvinnuvegunum alger- lega um megn. Af henni myndi leiða að framleiðslu- atvinnuvegirnir stöðvuðust að mestu,og i kjölfar þess fylgja stórfellt atvinnuleysi og mikil kjara- skerðing, þar sem það.er kæmi til skiptanna,myndi stórminnka. í bili yrði ef til vill hægt að verjast verstu áföllunum með stórri gengisfellingu einu sinni enn og halda atvinnurekstrinum þannig fljót- andi um stund. 1 kjölfar gengisfellingarinnar myndi fylgja verðbólguholskefla, sem myndi sennilega verða meiri en flestar eða allar hinar fyrri. Fjórtán prósent kauphækkunin,sem menn fengu nú,myndi fljótlega fara i súginn og vafalitið meira til. Til lengdar væri svo ekki hægt að halda slikum leik áfram. Þjóðin væri á hraðri leið til fátæktar og kjararýrnunar, þar sem framleiðslan myndi drag- ast meira og meira saman. Það, sem hér kemur i ljós öllu skýrara en oftast áður, er mikilvægi þess að framleiðslunni séu búin þau kjör,að hún haldist ekki aðeins i horfinu,heldur geti haldizt áfram að aukast. Framleiðslan er undirstaða lifskjaranna. Kjörin hljóta að versna,ef hún dregst saman. Kjörin geta ekki batnað/nema hún aukist. Þess vegna verður það að vera kappsmál þeirra,sem vilja stefna að vaxandi vel- megun og bættum kjörum þjóðarinnar.að gera allt, sem unnt er til að efla og auka framleiðsluna/en að sjálfsögðu innan þeirra marka að ekki verði unnin spjöll á náttúrunni með vanræktun eða ofveiði. Eigi þjóðin að búa við batnandi kjör verður að leggja meiri áherzlu á framleiðsluþjóðfélag en neyzluþjóð- félag. Ef neyzlan er sett ofar en framleiðslan,getur það innan tiðar ekki leitt til annars en samdráttar, afturfarar og fátæktar. Það er i þessu ljósi,sem menn verða að ihuga þá afstöðu Framsóknarflokksins, að hann telur nauðsynlegt að draga stórlega úr þeirri kauphækk- un,sem mönnum ber nú samkvæmt samningum. Með þvi væri verið að auka neyzluna um stundar- sakir með slikum afleiðingum fyrir framleiðsluna, að hún hly ti að stöðvast að mestu leyti, þótt ef til vill yrði unnt með nýrri stórfelldri gengisfellingu að fleyta henni um stund. Samdráttur framleiðslunnar myndi leiða til þess, að neyzlan hlyti brátt að minnka, lifskjörin að þrengjast og þjóðin stefna til fátæktar i stað þess að hún gæti stefnt til velmegun- ar. ef réttilega væri búið að framleiðslunni. Sem betur fer, virðast allir hinir flokkarnir nú skilja þetta einnig og lýsa sig þvi allir andviga 14% kauphækkuninni. Þvi er að vænta þess,að sam- komulag geti náðst um það á breiðum grundvelli að koma i veg fyrir þá verðbólgu og stöðvun, sem framundan er, ef ekkert verður að gert. Ella væri þjóðin á hraðri leið til fátæktar. Þ.Þ. Videla og Pinochet komnir i hár saman Videla forseti LITLU munaBi fyrir skömmu, að til styrjaldar kæmi milli Argentinu og Chile vegna land- helgisdeilu. Rikisst jórnir beggja rikjanna höfðu gefið landher, flugher og flota fyrir- skipun um að biia sig undir átök og Chile haföi sent flota sinn á vettvang. Chile hefur allöflugan flota og hefði helzt getað boðið Argentinu birginn á þvi sviði. Hins vegar hefur Argentina yfirburði á sviði landhers og flughers. Ef til átaka hefði kom- ið, myndi Argentina sennilega hafa beitt flughernum gegn flota Chile. Aður en til vopnaöra átaka kom að þessu sinni, bar Chile- stjórn fram þá tillögu aö reynt yrði enn einu sinni aö ná sáttum með aðstoð óháðs aöila. Áöur hafði Chile boöið að leggja deil- una undir Alþjóöadómstólinn, en Argentina hafnað því. Eftir nokkra athugun féllst Argenti'nustjórn hins vegar á fyrrnefnt tilboð Chile um nýja sáttatilraun. Þar verður ekki um það að ræða aö þriðji aðili felli úrskurð. Flest bendir til þess, aö Argentina fallist ekki á neinar sættir, nema hún fái helstu kröfum sinum fram- gengt. Það er þvi siður en svo útilokað, að umrædd deila leiöi til styrjaldar milli rikjanna, ef Chile notar sér ekki sáttatil- raunina til að fallast á kröfu Argentinustjórnar. Þeir, sem þekkja Pinochet, einræðisherra Chile rétt, telja hann ekki lik- legan til slikrar undanlátssemi. 1 LOK siðari aldar kom oft til minniháttar hernaðarlegra árekstra á iandamærum Chileog Argentinu, þar sem þau liggja saman á syðsta odda Suður-Ameriku. Þessum deilum lauk með samningi 1902. Sam- kvæmt honum var stórri eyju, sem liggur við suðurodda meg- inlands Suður-Ameriku og er beint framhald af þvi, Tierra del Fuego, skipt milli rikjanna. Skiptingin byggöist á þeirri grundvallarreglu, að Argentina héldi þeim hluta, sem lægi að Atlantshafi, en Chile þeim hluta, sem lægi að Kyrrahafi. Argentina ætti þvi ekki nein réttindi Kyrrahafsmegin, en Chile ekki Atlantshafsmegin. Við skiptinguna var fyigt 67. lengdarbaugnum. í þessu samkomulagi var sleppt að ákveða yfirráð yfir þremur smáeyjum, sem eru á svokölluðum Beagleflóa og draga nafn sitt af þvi. Eyjar þessar, Piction, Nueva og Lennox voru taldar svo verðlitl- ar, aö ekki tæki þvi að deila um þær. Chile lét þetta gott heita i trausti þess, að þær myndu telj- ast tilheyra Chile, þvi að hinir fáu ibúar þar, voru taldir Chile- búar. Argentina lét þetta afskiptalaust vegna þess, að eyjarnar voru austan 67. lengd- arbaugsinsog Argentina gat þvi gert tilkall til þeirra, sem var byggt á þvi, að þær voru austan 67. lengdarbaugsins. Þannig stóðu málin, þegar 200 milna lögsaga Suður-Ameriku kom til sögunnar. Þá lýsti Chile yfir formlega yfirráöum slnum yfir Beagle-eyjunum. Argentina mótmælti. Niðurstaðan varð sú 1971, aö rikin komu sér saman um að fela Bretadrottningu með fimm dómara Alþjóðadómstóls- ins sem ráðunauta að skera úr deilunni. Orskurður hennar var felldur 1977, og var á þá leiö, að eyjarnar tilheyrðu Chile. Pinochet einræðisherra brá fljótt við. Hann skipaði sérstak- an landstjóra til að stjórna mál- efnum eyjanna og auglýsti jafn- framt, að þær hefðu 200 milna efnahagslögsögu. Samkvæmt landabr'éfum, sem fylgdu þess- ari tilkynningu, náði efnahags- lögsaga eyjanna langt út I Atlantshaf, en þar haföi Argentina talið sig hafa óumdeilanlega allan rétt til efriahagslögsögu áður. Þessu var þvi strax mótmælt harðlega af Argentinustjórn, sem krafð- ist þess, að Chile hætti við þess- ar fyrirætlanir. Jafnframt lýsti Argentinustjórn þvi yfir, að hann sætti sig ekki við úrskurð Bretadrottningar. 1 FRAMHALDI af þessu, hóf- ust viðræður milli Argentinu- stjórnar og Chilestjórnar um að reyna að ná samkomulagi, sem þær báðar teldu sig geta unað við. Þessar sáttatilraunir fóru út um þúfur i byrjun september og gerði Argentinustjórn sig þá liklega til að reyna að hertaka eyjarnar. Chilestjórn sendi þá bæði landher og sjóher á vett- vang, og Videla, forseti Argenti'nu gaf út tilkynningu til hersins um að búa sig undir átök. Deilan er orðið mikið hita- mál I báðum löndunum, ekki sist i Chile, þar sem jafnan hef- ur rikt sterk þjóðernisstefna. Pinochet er sagður hafa þjóðina að baki sér i þessu máli og not- færir sér það óspart. En þvi gæti hann lika orðið illa settur, ef hann léti undan. A sama hátt yrði erfitt fyrir Videla forseta að slaka til. Einkum eru hershöfðingjarnir, sem styðja hann, sagðir mót- fallnir allriundanlátssemi. Þeir segja, að ekki komi til mála aö láta Pinochet beygja sig. Þeirri sáttahugmynd hefur verið hreyft, að Argentina viðurkenni yfirráð Chile á Beagle-eyjum gegn þvi, aö þær fái ekki nema 12 milna efnahagslögsögu og lögsaga Chile nái þvi ekki út á Atlantshafiö. Liklegt þykir aö Argentina geti sætt sig við þetta, en öröugra sé fyrir Chile aðfallastá það. Náistekki sætt- ir á einhverjum slikum grund- velli, virðast allar horfur á styrjöld milli Chile og Argentinu. Þ.Þ. Pinochethefur sent varnarliö til Beagle-eyja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.