Tíminn - 25.11.1978, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 25. nóvember 1978
á víðavangi
Dreífbýlisverslunin
Þegar veröbólga fer úr
böndum, eins og orðið hefur
hér á landi um langt árabil,
kemur hiín illa niöur á öllum
atvinnuvegunum f einni eöa
annarrimynd, ekki siöur en á
kaupi launþeganna og bótum
lifeyrisþeganna. Staöa at-
vinnuveganna hefur jafnt og
þétt versnað nú að undan
förnu og er alveg ljóst aö taka
veröur sérstakt tillit til þeirra
vandamáia rní á næstunni, i
kjölfar efnahagsaögeröa
þeirra sem tengjast næstu
mánaöamótum.
Þegar hugaö er aö stööu at-
vinnuveganna hlýtur athyglin
ekki sist aö beinast aö lands-
byggöinni, en sem kunnugt er
eru aöstæöur i atvinnumálum
þar jafnan talsvert öröugri en
á höfuöborgarsvæöinu af öll-
um ástæöum. Fyrir nokkru
lýsti Valur Arnþórsson,
stjórnarformaöur Sambands
islenskra samvinnufélaga og
forstjóri KEA á Akureyri, i
blaöaviötali aöstööu og horf-
um verslunarinnar á lands-
býggöinni.
1 viötalinu sagöi Valur Arn-
þórsson meöal annars:
„Ég held að verslunin geti
ekki beöiö leiöréttingar á
rekstrargrundvellinum út
þetta ár. Hún verður aö koma
sem allra fyrst og fráleitt aö
verslunin þoli þetta ástand til
frámbúðar. Þaö sem þarf aö
gera til aö leiörétta rekstrar-
grundvöll verslunarinnar er
margofiö og þvf veröa ekki
gerö skil i stuttu máli. En þaö
liggur beint viö aö þaö veröur
aö afnema áhrif 30% reglunn-
ar, sem búiö er aö beita tvisv-
ar. Þaö þarf aö leiörétta
vaxtakjör verslunarinnar,
sérstaklega hvaö varöar verö-
bótaþátt vaxtanna, sem er
óbættur aö verulegu leyti hjá
versluninni, vegna þess aö hún
má ekki endurmeta sinar
vörubirgöir til raunviröis á
hverjum tima, heldur veröur
aöselja þær á veröi sem sifellt
er meira eöa minna úrelt þeg-
ar salan fer fram.
Og þaö þarf aö skapa versl-
uninni aöstööu til aö hafa
nægjanlegt rekstrarfjármagn,
og aö siöustu vil ég nefna aö
þaö þarf aö taka sérstaklega á
vandamálum dreifbýlisversl-
unarinnar. t þvf sambandi vil
ég geta þess aö nágrannaþjóö-
ir okkar, svo sem Norömenn
og Sviar hafa gripiö til ýtar-
legra ráöstafana til þess aö
rétta hlut dreifbýlisverslunar-
innar, svo fólk geti átt kost á
þeirri bráönauösynlegu þjón-
ustu sem verslunin hefur með
höndum”.
Þessi orö Vals Anrþórssonar
eru vissulega Ihugunarverö á
þessum timum. Sjálfsagt er
hitt rétt, aö ýmsar greinar
verslunarstarfseminnar i
landinu þurfi ekki aö kvarta,
og koma þá einkum til álita
nokkur sviö innflutningsversl-
unarinnar. En þaö þarf ekki
aö hafa nein áhrif til bóta á
hag og aöstööu þeirrar versl-
unar sem um leiö veitir marg-
háttaöa og óhjákvæmilega
þjónustu viö byggöir landsins.
Og þaö er i sjálfu sér ekki á
neinn hallaö þótt bent sé á aö
þe ssi þjónusta viö lands-
byggöina hvllir um fram allt á
herðum samvinnuhreyfingar-
innar.
Heilbrigö og þróttmikil
verslun er ein af lifæöum nú-
timaþjóöfélags. Þaö þarf ekki
að fjölyröa um afleiöingar
þess, ef verulegur afturkippur
yröi i þjónustuframlagi henn-
ar, einkum I dreiföum byggö-
um landsins.
JS
Kaupið ekki
striðsleikföng
A stjórnarfundi Norræna hús-
mæörasambandsins, sem haldinn
var f Noregi um miöjan septem-
ber s.l., var samþykkt aö skora á
alla félaga sambandsins aö kaupa
ekki striösleikföng handa börn-
um, þar sem þau beina hugum
barna aö ofbeldi og hvetja til nei-
kvæöra athafna.
Sænska þingiö hefur samþykkt
svohljóöandi skilgreiningu á hvaö
séu striösleikföng:
Striösleikföng eru öll leiktæki,
sem eru eftirlikingar af vopna-
búnaöi. Vopn beinast aö og hvetja
til að ágreiningur sé leystur meö
ofbeldi, aö menn sigri mótherja
sina með þvi aö bana þeim eða
særa þá. Striösleikföng eru I
mörgum og ólikum myndum.
Til þess aö vinna gegn strlös-
leikföngum á jákvæðan hátt, sótti
Norræna húsmæörasambandið
um fjárstyrk frá Norræna menn-
ingarmálasjóönum til þess aö
efna til samkeppni á Norðurlönd-
um og jafnvel viöar, um gerö
leikfanga, sem hafa þroskavæn-
legt gildi og eru ekki óheyrilega
dýr i framleiöslu. Fáist sá styrk-
ur veröur efnt til samkeppninnar
á Alþjóðaári barnsins 1979.
Fyrirlestur í dag kl. 16.00
Pal Espolin Johnson,
frá Noregi: „OLAV DUUN og skáldverk
hans”.
Verið velkomin
NORRÆNA
HÚSIÐ
Frá fjölbrautadeildum
Ármúla og
Laugalækjarskóla
Tekið verður við umsóknum nýrra
nemenda á 1. og 2. áfanga vorannar.
Umsóknarfrestur er til 15. des.
í Laugarlækjarskóla eru viðskiptabrautir,
en i Ármúlaskóla uppeldis og heilsugæslu-
brautir. Námið er i samræmi og i tengsl-
um við fjölbrautarskólann i Breiðholti.
Skólastjórar
Starfsmannafélagið Sókn
Freyjugötu 27
min nir félagskonur, sem eiga rétt á styrk
úr Vilborgarsjóði.á að sækja um fyrir 15.
des.
Stjórnin
ORGAISIISTA -
TÓNLISTARSTARF
Organista vantar við ólafsvikurkirkju frá
1. janúar n.k. — Æskilegt að viðkomandi
taki að sér skólastjórn og kennslu i
Tónlistarskóla Óiafsvíkur
Upplýsingar gefur formaður sóknar-
nefndar i sima 54313 eða sóknarprestur i
sima 93-6107.,
Sóknarnefnd
Jóhann Jensson
— bðndi, Teigi, Fljótshlið
F. 10.2.1895.
D. 14.11.1978.
1 dag veröur kvaddur hinstu
kveöju frá Breiöabólsstaöar-
kirkju Jóhann Jensson, bóndi,
sem um langt og farsælt skeiö
sat höfuöbóliö Teig i Fljótshliö.
Foreldrar Jóhanns voru Jens
Guönason og kona hans Sigrún
Siguröardóttir, er lengi bjuggu i
Arnagerði í Fljótshlfö. Þar ólst
Jóhann upp i fjölmennum og
glaöværum systkinahópi. Ungur
byrjaöi hann aö taka þátt i dag
legum störfum á heimili for
eldra sinna, svo sem venja var
Einnig lá leiö hans sem margrr
ungra manna f Rangárþingi út
Vestmannaeyjar á vertiö. Þa
ytra bauöst honum meðal ann-
ars aö læra húsasmíði, en hann
hafnaði góöu boöi, meö þvi aö
hugur hans stóö allur til búskap-
ar og ræktunar.
Hinn 5. júlf 1925 kvæntist Jó-
hann og var eiginkona hans
Margrét Albertsdóttir, einka-
dóttir hjónanna i Teigi, Salvar-
ar Tómasdóttur og Alberts
Agústs Eyvindssonar. Hófu
ungu hjónin búskap sama ár á
hluta af Teigsjöröinni.
Teigur í Fljótshlfö var um
aldir kirkjustaöur og höfuðból
aö fornu og nýju, þar sem löng-
um hafa setiö stórbændur og
héraöshöfðingjar. Albert Agúst
haföi keypt jöröina áriö 1918 og
setiö hana af miklum myndar-
skap. En hann féll frá 1930,
mjög um aldur fram. Eftir þaö
bjó Jóhann um skeiö I sambýli
viö mág Sinn, Eyvind Alberts-
son. Þvi lauk þó fyrr en varöi og
meö sviplegum hætti, þvi aö Ey-
vindur drukknaöi á Þverá að-
faranótt þriðja i páskum 1936,
ungur aö aldri og sérstakur efn-
ismaöur, sem öllum var hinn
mesti harmdauöi. Upp frá þessu
bjó Jóhann einn á jöröinni þar
til synir hans komust upp og
stofnuðu þar til eigin búskapar
móti honum. Jóhann sat Teig
meö miklum sóma. Hann var
góður og gildur bóndi og bætti
svo jörö sina aö húsakosti, rækt-
un og öörum framkvæmdum aö
hiklaust má telja hana i röö
fremstu bújaröa landsins.
1 búskap sinum var Jóhann i
Teigi einstakt snyrtimenni. Lét
hann sér alltaf sérstaklega annt
um búfé sitt. Var hann þannig
ekki sföri i kvikfjárrækt en i
jaröyrkju, enda leyndi árangur-
inn sér ekki, þvf aö jafnan átti
hann úrvalsgripi. Einkum og
sér i lagi var hann snjall hesta-
maður og átti um dagana
marga afburöa hesta og gæö-
inga. Kom þaö sér lfka vel
framan af búskaparárum hans,
meðan samgöngur voru allt
aörar og erfiöari en siðar varö.
Bithagar i Teigi liggja lfka aö
verulegu leyti sunnan Þverár,
sem á fyrri árum var foraös-
vatnsfall. Gátu þvi feröir suöur
yfir ána veriö hinar verstu.
Kom þaö sér þá vel aö bæöi var
Jóhann glöggur og traustur
vatnamaöur og vel rlðandi, svo
aö af bar. Þessar aöstæöur eru
nú gjörbreyttar, svo sem kunn-
ugt er, meö því að Þverá var
veitt I Markarfljót fyrir atbeina
Vatnafélags Rangæinga.
Jóhann Jensson var maöur
hlédrægur og hæverskur I hvi-
vetna. Ekki sóttist hann eftir
opinberum störfum og þess
háttar vegtyllum. En allt slikt
sem hann var kvaddur til rækti
hann af alúö og skyldurækni,
svo sem framast mátti veröa.
Naut hann og jafnan fyllsta
trausts og viröingar samferöa-
manna sinna. Aö eölisfari var
Jóhann félagslyndur og glaö-
vær. Haföi hann lika mikiö yndi
af söng og ljóöum. Ungur gerö-
ist hann fylgismaöur samvinnu-
stefnunnar og var einlægur
liösmaöur hennar alla tið. Þá
var hann mjög vakandi gagn-
vart öllum framförum og tækni-
nýjungum og fljótur að tileinka
sér allt slikt sem til heiila horföi
fyrir búskap og bújörö, enda
stóö bú hans jafnan meö sér-
stökum blóma.
Hjónin I Teigi, Margrét og
Jóhann , eignuöust sex börn,
sem nú eru öll fulltiöa og hiö
mesta myndar- og atgervisfólk.
Þau systkin eru sem hér seg-
ir:
Guöni, f. 1926, tryggingarfull-
trúi hjá Kf. Rangæinga, Hvols-
velli, kvæntur Svanlaugu Sigur-
jónsdóttur frá Seljalandi og eiga
þau 2 börn.
Albert, f. 1926, kennari viö
Héraösskólann i Skógum,
kvæntur Erlu Þorbergsdóttur
frá Hraunbæ i Alftaveri og eiga
þau 5 börn.
Agúst, f. 1927, verslunarmað-
ur hjá Kf. Arnesinga, Selfossi,
áöur bóndi I Teigi, kvæntur Sig-
rúnu Runólfsdóttur frá Bræöra-
tungu I Vestmannaeyjum og
eiga þau 4 börn.
Sigrún , f. 1930, húsfreyja I
Hvolsvelli, gift Nikulási Guö-
mundssyni frá Múlakoti, bif-
reiöarstjóra hjá Kf. Rangæinga,
Hvolsvelli, og eiga þau 3 börn.
Arni , f. 1932, bór.di I Teigi,
kvæntur Jóninu B. Guömunds-
dóttur frá Fljóti I Fljótshliö og
eiga þau 2 börn.
Jens, f. 1942, bóndi i Teigi,
heitbundinn Auöi Agústsdóttur
frá Brúnastööum f Hraungerö-
ishreppi.
Fráfalli Jóhanns Jenssonar i
Teigi fylgir sorg og söknuður.
En þegár vinnudagurinn er orö-
inn langur og heilsa mjög þrot-
in, þá má ef til vill segja aö
hvildin sé kær. Og fyrir okkur
sem eftir stöndum hérna megin
móöunnar miklu, er þaö huggun
harmi gegn aö minningin um
mætan mann og góðan dreng lif-
ir meö okkur og fylgir okkur
fram um veg. Ég og fjölskylda
min sendum eftirlifandi eigin-
konu , börnum, tengdabörnum
og öörum ástvinum einlægar
samúöarkveöjur.
Blessuö sé minning Jóhanns
Jenssonar.
Jón R. Hjálmarsson.