Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 18
 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur > Íslendingar í listnámi í háskólum innanlands. Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við 1990 20 2 28 7 46 9 30 1995 2000 2005 Alþjóðlega lögreglustofnunin, Interpol, var stofnuð árið 1923 til að stuðla að alþjóð- legu samstarfi í rannsókn á glæpamálum. Starfsmenn stofnunarinnar voru 384 frá 54 löndum árið 2001 og er hún starfrækt allan sólarhringinn. Ísland er meðal aðildarríkja. Hvað er Interpol? Interpol er þriðja stærsta alþjóðlega stofnun heims, á eftir Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða knattspyrnusam- bandinu FIFA. Aðildarríkin eru nú 184 talsins og fjármagna stofnunina með því sem nemur 30 milljónum evra á ári. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Lyon í Frakklandi og for- seti hennar er Jackie Selebi, yfirmaður suðurafrísku lögreglunnar. Aðalritari Interpol er Ronald K. Noble, sem áður starfaði fyrir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hverju beitir Interpol sér fyrir? Sakir þess að stofnunin verður að vera hlutlaus tekur hún ekki þátt í upprætingu glæpa sem varða ekki mörg aðildarríkjanna eða þeirra glæpa sem tengjast stjórnmálum, hernum, trúarbrögð- um eða kynþátta- mismunun. Aðalstarf Interpol varðar almannaöryggi, hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi, stríðsglæpi, fram- leiðslu og sölu fíkniefna, vopnasmygl, mansal, peningaþvætti, barnaklám, efnahagsbrot, tölvuglæpi og spillingu. Hvernig komst stofnunin í núverandi horf? Interpol lenti í höndum nasistastjórnar Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Þjóðverjar innlimuðu Austurríki inn í veldi sitt. Starfsfólk og aðstaða Interpol voru notuð til gagnaöflunar fyrir Gestapó-leynilögregluna til stríðsloka. Yfirmenn hermála frá Belgíu, Frakklandi, Skandinavíu og Bretlandi endur- skipulögðu Interpol og komu stofnuninni í núverandi horf. FBL-GREINING: INTERPOL Þarf að gæta hlutleysis í hvívetna Úrvalsvísitalan rauf sex þúsund stiga múrinn í fyrradag og hafði hækkað í tólf daga í röð. Þórður Friðjónsson er forstjóri Kauphallarinnar. Hvað er Úrvalsvísitalan? Úrvalsvísitalan mælir verðbreytingar 15 stærstu og seljanlegustu félaganna í Kauphöllinni. Val í hana er endurskoðað tvisvar á ári, í júní og desember. Við valið er tekið tillit til stærðar félaganna og veltu með hlutabréf þeirra en auk þess verða félögin að uppfylla ýmis önnur skilyrði. Hvaða hlutverki gegnir hún? Úrvalsvísitalan, eins og aðrar viðmiðun- arvísitölur, gegnir margs konar hlutverki. Í fyrsta lagi er henni ætlað að lýsa þróun hlutabréfaverðs almennt. Í öðru lagi á hún að endurspegla helstu fjárfest- ingarkosti á markaðnum. Í þriðja lagi er hún tæki til markaðssetningar fyrir Kauphöllina og innlendan hlutabréfa- markað. Síðast, en ekki síst, er henni ætlað að veita félögum hvata til að stuðla að auknum seljanleika skráðra hlutabréfa þeirra. SPURT & SVARAÐ ÚRVALSVÍSITALA Mælir verð- breytingar Íslenska háskólakerfið hefur verið í örum vexti og kalla kerfisbreytingarnar á nýja stjórnarhætti, sam- kvæmt skýrslu OECD um háskólastigið á Íslandi. Undanfarinn áratug hafa einka- reknir háskólar verið stofnaðir, ýmsar stofnanir færðar á háskóla- stig, nýjar fjármögnunarleiðir hafa verið kynntar til sögunnar, samkeppni milli skóla hefur auk- ist gríðarlega og frá árinu 1999 hefur orðið sprenging í fjölda nemenda á háskólastigi. Vaxtar- verkir íslenska háskólastigsins felast fyrst og fremst í brýnni þörf á nýjum fjármögnunarleið- um og eftirliti með gæðamálum, ef marka má skýrslu OECD um háskólana á Íslandi. Eftirlit með gæðamálum Samkeppni er lykilorðið í stefnu ríkisstjórnarninnar um mennta- mál á háskólastigi og í skýrslu OECD segir að sú áhersla hafi í meginatriðum heppnast vel, bæði innan háskólanna og þeirra á milli. Hins vegar er einnig bent á þá hættu að langtímamarkmið um rannsóknir verði látin sitja á hak- anum í samkeppninni um nemend- ur og fjármagn og markmið til styttri tíma verði látin ráða. Í skýrslunni er einnig bent á að aukið sjálfstæði stofnana hefur í för með sér aukna kröfu um gæða- tryggingu á kennslu og rannsókn- um. Í ljósi mikillar fjölgunar nýrra námsleiða undanfarin ár þarf að vanda sérstaklega aðferðir við mat á gæðum þeirra, en í skýrsl- unni segir að menntamálaráðu- neytið skorti mannafla og fé til að viðurkenna nýjar prófgráður og tryggja gæði námskeiða. Ný lög um háskóla Í nýjum lögum um háskóla sem tóku gildi 1. júlí er komið til móts við þessa gagnrýni að einhverju leyti og kveðið á um reglubundið innra eftirlit í skólanum svo og ytra eftirlit framkvæmt af menntamálaráðuneyti. Einnig tók nýtt mats- og greiningarsvið innan menntamálaráðuneytis til starfa í janúar og sér sviðið um fram- kvæmd gæðamats á öllum skóla- stigum. Í skýrslunni kemur ein- mitt fram að nauðsynlegt sé að koma upp formlegu kerfi sem skil- greinir námsbrautir og metur gæði þeirra og eftirspurn eftir þeim. „Við fögnum mjög að ráðuneyt- ið sé eftirlitsaðili og einnig nýju rammalögunum, þar eru gerðar ákveðnar gæðakröfur til háskóla sem er mjög mikilvægur liður í því að við náum okkar markmið- um,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, en á vor- dögum var samþykkt stefnumót- un í HÍ sem miðar að því að koma skólanum í raðir hundrað bestu háskóla í heimi. „Það er mjög mik- ilvægt að efla rannsóknir og dokt- orsnám og standa vörð um gæði í öllu starfi skólans,“ segir hún. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ, tekur undir það að formlegt gæðaeftirlit sé nauðsynlegt en varar þó við því að of stífu eftir- litskerfi sé komið upp. „Þrátt fyrir að við höfum ekki haft eftirlits- kerfi er í raun ekkert sem bendir til þess að peningum sé illa farið eða að háskólakerfið standi illa. Þessi gróska og dýnamík sem hefur verið í námsframboði finnst mér vera heilbrigðismerki. Það er til dæmis alveg ótrúlegt hvað ESB ætlar að ganga langt í að njörva niður námsbrautir, menn eru að ganga alltof langt í stöðlunum,“ segir Jón Torfi. Þarf að takmarka aðgang? Skýrsluhöfundar telja að þörf sé á nýjum fjármögnunarleiðum þar sem telja verður líklegt að hægja muni á vexti þjóðarframleiðslu á næstunni og fjármagn hins opin- bera muni ekki nægja við rekstur háskóla. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra sagði fyrr í vikunni að skýrslan örvaði umræðu um hvernig fjár- mögnun verði háttað til framtíðar. „Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins,“ segir Þorgerður. Hún bendir á að atvinnulífið hafi nú þegar komið inn í kostnað háskóla með góðum árangri. „Við fundum það áþreifanlega þegar HR og Tækniháskólinn voru sam- einaðir og bæði Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins taka þátt í kostnaðin- um,“ segir Þorgerður. Kristín Ingólfsdóttir segir að stjórnvöld verði að taka afstöðu til þess hvort að HÍ verði áfram þjóð- skóli opinn öllum eða hvort að herða skuli á inntökuskilyrðum til að takmarka aðgang, fáist ekki nægilegt fjármagn frá ríkinu. „En við erum að fá talsverðan stuðn- ing frá atvinnulífi og þriðjungur af fjármunum er sjálfsaflafé, inn- lendir og erlendir styrkir og stuðn- ingur úr atvinnulífi. Við erum að herða sóknina þar og teljum það nauðsynlegt,“ segir Kristín. Jón Torfi er ósammála skýrslu- höfundum um að einhverju hámarki sé nú þegar náð hvað varðar getu hins opinbera til að fjármagna háskóla. „Það er stjórn- valda hverju sinni að ákveða hvernig á að skipta fjármagninu, þetta er bara pólitísk ákvörðun sem verður ekki ákveðin af nein- um skýrslum,“ segir Jón Torfi. Vaxtaverkir háskólanna JÓN TORFI JÓNASSON Jón Torfi hefur rannsakað menntamál á háskólastigi undanfarin ár. HÁSKÓLI ÍSLANDS Kostir og gallar háskólastigsins á Íslandi eru tíundaðir í skýrslunni en ekki eru beinar tilvísanir í einstaka háskóla. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR „Í það heila finnst mér skýrslan vera mjög jákvæð,“ segir rektor Háskóla Íslands. FRÉTTASKÝRING RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR rosag@frettabladid.is KOSTIR ÍSLENSKA HÁSKÓLA- STIGSINS, SAMKVÆMT OECD ✔ Litið er á háskólanám sem sjálfsagðan rétt fremur en tækifæri. ✔ Jafnrétti til náms, bæði hvað varðar jafn- rétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. ✔ Námslánakerfið stuðlar að framsækni og hraða í háskólamenntun og jafnrétti. ✔ Hvetjandi námslánakerfi gerir fólki kleift að læra erlendis. ✔ Stór hluti kennara hefur reynslu og menntun erlendis frá og starfsfólk er í góðu samstarfi við erlend starfssystkin. GALLAR ÍSLENSKA HÁSKÓLA- STIGSINS, SAMKVÆMT OECD ✘ Gæðamálum ábótavant. Setja þarf upp eftirlitskerfi til að tryggja gæði náms- brauta og viðurkenna nýjar prófgráður. ✘ Þörf á nýjum fjármögnunarleiðum. ✘ Meta þarf árangur fjarkennsluaðferða og gæði þeirra, sem dregin hafa verið í efa. ✘ Spurningamerki sett við hversu marviss stefna stjórnvalda gagnvart háskólamál- um á landsbyggðinni er. ✘ Nauðsynlegt að háskólar leggi fram áætlanir um rannsóknir. ✘ Efla þarf samstarf háskólastofnana og atvinnulífsins. Rannsóknaniðurstöður eru ekki nægilega vel kynntar né nýttar í atvinnulífinu. ✘ Skortur á formlegum upplýsingum um framkvæmd menntunar á háskólastigi gerir hagsmunaaðilum erfitt að meta árangur kerfisins. Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! 4.381 kr. Rocket ræstifatan 15 lítra tvískipt ræstifata með fótstiginni rúlluvindu. Á tilboði í ágúst 2006Liprir ræstivagnar frá Filmop 23.902 kr. Arka 25 ræstivagninn Ræstivagn fyrir gólfhreinsun og afþurrkun. Fylgihlutir: Keflispressa, 28 lítra tvískipt fata, tvær 4 lítra fötur fyrir afþurrkun, statíf fyrir sorppoka, hólf fyrir bréfaþurrkur, rykkúst o.fl. 11.154 kr. Fred ræstivagninn Léttur en öflugur ræstivagn með tveimur 15 lítra fötum og pressu. R V 62 13 B ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kaup- hallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.