Fréttablaðið - 28.08.2006, Page 25
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 5
Klæðning á
gömlum húsum
Á HEIMASÍÐU BYKO ERU UPPTAL-
IN NOKKUR ATRIÐI SEM VERT ER
AÐ MUNA ÞEGAR PLÖTUKLÆÐA Á
GÖMUL HÚS:
Sé húsið byggt í byrjun 8. áratugarins
eða fyrr má búast við að einangrunin
sé 50 eða 63 mm þykk. Þá er eðlilegt
að gera ráð fyrir 50 mm steinull, sem
setja þarf yfir vindpappa.
Komi alkalískemmd í steypunni
í ljós, er gott að einangra vegginn.
Með þeim hætti þornar hann fyrir og
alkalívirknin stöðvast. Sé timburgrind
sett á steinvegg er áríðandi að athuga
hald festingarinnar í steininum. Svo
er tilvalið að setja tjörupappa milli
timburgrindar og steins.
Loftræstar, vatns- og gufuþéttar
útveggjaklæðningar eru algengastar.
Við uppsetningu slíkra klæðninga er
áríðandi að loftrás sé hvergi hindruð
aftan við þær. Raki í veggnum safnast
þannig ekki fyrir aftan við klæðning-
una heldur á greiða leið út.
Naglahaus falinn
Á VEF HÚSASMIÐJUNNAR ER BENT Á
HVERNIG GERA MEGI VIÐ SKEMMDIR
Á GIFSKLÆDDUM VEGG:
30 mm gifsskrúfur eru
skrúfaðar inn um 5
sentímetrum fyrir ofan og
neðan naglahausinn. Við
það ætti gifsið að dragast
aðeins inn án þess að springa.
Naglinn er því næst sleginn inn með
hamri og dúkknál og naglahausnum
sökkt um 15 mm undir yfirborðið.
Kíttisspaða er rennt yfir svæðið til að
sjá hvort naglahausar og skrúfur standi
upp úr yfirborði. Skrúfa þarf skrúfurnar
dýpra eða negla naglann lengra inn ef
spaðinn rekst í. Sparslið því næst yfir
naglann og skrúfurnar og látið þorna.
Leikurinn er síðan endurtekinn. Loks
er pússað yfir með fínum sandpappír.
Verndum viðinn
TRÉVERK ER VANDMEÐFARIÐ.
Mistök í meðhöndlun viðar geta verið
dýrkeypt. Þau algengustu eru að málað
sé á rakan við, að gagnvarið efni sé
látið standa of lengi úti við áður en
viðarvörn er borin á það og loks eru
oft notuð viðarvarnarefni með of litlum
litarefnum. Allan nýjan við þarf að
grunna og nauðsynlegt er að gegn-
bleyta sár eftir sögun og nagla til þess
að vatn eigi ekki greiða leið þar inn.
Af gömlum við þarf að skafa alla lausa
málningu og grunna aftur bera bletti.
Margir vilja varðveita upprunaleika
viðarins og nota því glært viðarvarnar-
efni úti við eða láta grunnviðarvörnina
duga. Það er í flestum tilfellum ekki
gott því glær viðarvörn hleypir geislum
sólar í gegnum sig og sólarljósið gerir
það að verkum að viðurinn morknar
og gránar. Það brýtur líka niður glæru
málningarfilmuna og opnar leið fyrir
vætu og raka. Ef ekkert er að gert
skemmist tréverkið á nokkrum árum.
Heimild www.sumarbustadir.is
Nauðsynlegt er að nota litað viðarvarn-
arefni og bera að minnsta kosti tvær
umferðir af því á grunnvarinn við eins
fljótt og kostur er.
góð ráð }
Áprentuð mynstur og útsaumur
prýðir púða og töskur Sveinu
Bjarkar Jóhannesdóttur.
Sveina er textílhönnuður og hefur
ýmsar aðferðir á valdi sínu. Hún
þrykkir á tau með hefðbundnum
hætti og prentar líka myndir á það
í heimilisprentaranum. Svo saum-
ar hún úr því ýmsa hluti, svo sem
púða, gardínur og töskur. Sveina
er brautarstjóri textíldeildar við
Verkmenntaskólann á Akureyri
og býr á Öngulsstöðum í Eyja-
fjarðarsveit þar sem hún hefur
selt muni sína til þessa. Hún
kveðst samt stefna á að semja við
verslunina Sirku á Akureyri um
að taka af henni vörur en í Sirku
fást lífsstílsvörur bæði eftir
íslenska og erlenda hönnuði.
Sveina kveðst hafa verið eitt ár í
Bretlandi að læra útsaum eftir að
hún útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1997. Þar úti
var bæði fengist við hefðbundnar
aðferðir og aðrar frjálsari, bæði í
handsaumi og vélsaumi. „Útsaum-
urinn er í tísku núna og þótt hann
dali kemur hann alltaf sterkur inn
aftur,“ segir hún. Suma púðana
skreytir hún með gömlum kross-
saumsmyndum. „Það þykir ekkert
voða fínt lengur að hafa kross-
saumsmyndir uppi á vegg í gler-
ramma en þær svínvirka í púðum,“
segir hún. Hún kveðst hafa augun
opin þegar hún fer á flóamarkaði
og einnig eigi hún góða að sem
hafi gaukað að henni myndum.
gun@frettabladid.is
Útsaumurinn kemur alltaf aftur
Púðarnir hennar Sveinu eru að hluta til úr efnum sem hún hefur þrykkt og prentað á sjálf
og sumir eru skreyttir krosssaumsmyndum. MYND/HEIDA.IS
ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001
Hreinsar loftið
Eyðir lykt
Drepur bakteríur Bætt líðan með betra lofti
Ný sending komin.
Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters.
Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki,
mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi
útfjólublár lampi. Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið
eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni
sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar ljós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og
köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. HI, MED og LOW
stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós. Ljós sýna hvort
þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun.
Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi
hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst.