Fréttablaðið - 28.08.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 28.08.2006, Síða 35
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 15 Malbork kastali í Póllandi var byggður á árunum 1280 til 1309. Gott dæmi um gotneskan arkítektúr er St. Vitus kirkjan í Prag sem var nærri 600 ár í byggingu, en vinna við hana hófst árið 1344 og var ekki lokið fyrr en 1929. Byrjað var að byggja Notre Dame í París árið 1163 en byggingunni var ekki lokið fyrr en 1345. Kirkjan þykir vera lýsandi fyrir franskan gotneskan stíl.NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Big Ben var fullkláraður árið 1858 en hann var byggður í viktorískum gotneskum stíl til þess að hann félli vel að umhverfinu. Ráðhúsið í Brugge í Belgíu var byggt á árunum 1376 til 1420. Palazzo Vecchio í Flórens var byggð í lok tólftu aldar. GOTNESKUR GLÆSILEIKI Margar af tilkomumestu byggingum Evrópu eru byggðar í gotneskum stíl. Á miðöldum blómstraði gotneskur arki- tektúr í Evrópu og fjöldi kirkna og dóm- kirkna var byggður undir áhrifum hans. Gotneski arkitektúrinn var á þessum tíma stundum kallaður „franski stíllinn“ en hann varð upphaflega til í Frakklandi á tólftu öld. Fyrsta kirkjan sem byggð var í gotneskum stíl var kirkjan í Saint- Denis í Frakklandi sem byrjað var að byggja árið 1136. Saint-Denis var þá rétt fyrir utan París en er núna eitt af úthverf- um borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.