Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 2
2 21. september 2006 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Ólafur, er þróttur í þér? „Já, það er þróttur í mér. Vinnu- þróttur.“ Ólafur Þórðarson knattspyrnuþjálfari hefur verið orðaður við ýmis lið að undanförnu. Háværustu sögusagnirnar herma að hann sé að fara að taka við Þrótti í Reykjavík. LÖGREGLUMÁL „Hann tók upp hníf- inn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þor- leifur Eggertsson, eigandi Leifa- sjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturnin- um þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðar- borðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét pen- ingakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í sölu- turninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftir- litsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðar- borðið, hlaupa framhjá peninga- kassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburða- rásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bak- inu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafs- inu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar mynd- bandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tví- tugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólk- ið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfir- heyrslu síðast þegar fréttist. thordur@frettabladid.is Hann ætlaði að drepa mig Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðu- fell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. ÞORLEIFUR EGGERTSSON Bjargaði lífi sínu með því að taka til fótanna. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Atlagan að Þorleifi Árásarmaðurinn stökk yfir afgreiðsluborðið þegar Þorleifur neitaði að afhenda honum peningana úr búðarkassanum. Þorleifi tókst að flýja út um bakdyr söluturnsins. Mynd 1: Árásarmaðurinn nálgast og Þorleifur opnar bakdyrnar. Mynd 2: Þorleifur reynir að komast út. Mynd 3: Maðurinn leggur til Þorleifs með hnífnum. Ef myndin prentast vel er hægt að greina hnífinn í hægri hönd árásarmannsins innan hringsins á myndinni. 1 2 3 Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 LÖGREGLUMÁL Lögreglubíll lenti í harkalegum árekstri á leið sinni í útkall vegna ránsins í Iðufelli. Talið er að lögreglubíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi á gatna- mótum Bústaðavegar og Grensás- vegar og keyrt inn í bíl sem beygði fyrir hann. Lögreglubíllinn fór heila veltu og endaði á ljósastaur. Hann er gjörónýtur. Kona sem ók hinum bílnum meiddist ekki og lögreglu- mennirnir sluppu með minnihátt- ar meiðsl. Að sögn lögreglu var um algjört óhapp að ræða. - þsj Lögreglubíll lenti í árekstri: Á leið í útkall STJÓRNMÁL Forysta Nýs afls hefur ákveðið að leggja samtökin niður sem stjórnmálaflokk og hvetja félagsmenn til að ganga í Frjáls- lynda flokkinn. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir þessa tilhögun hafa átt sér dálítinn aðdraganda. „Formleg- ar viðræður stóðu ekki lengi en upphaf þeirra var fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón. Frumkvæðið hafi komið frá fólki sem stóð utan flokkanna tveggja. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir það gott ef fólk vilji ganga til liðs við flokkinn. „Það er mjög gott þegar hópar sem liggja nálægt hvor öðrum í ýmsum málefnum ná saman.“ Báðir segja þeir einhvern áherslumun að finna á stefnu flokk- anna en benda á að stefnuskrár séu til endurskoðunar á flokksþingum og ekki loku fyrir það skotið að stefna Frjálslynda flokksins taki breytingum. „Ekkert er ákveðið um fram- boðsmál Frjálslyndra fyrir þing- kosningarnar í vor og lögðu báðir áherslu á að ekki hefðu verið gerðir samningar um að félagar í Nýju afli fengju sérstök sæti á fram- boðslistum. Rúmlega 400 eru á félagaskrá í Nýju afli. Yfir þúsund eru í Frjáls- lynda flokknum. Báðir flokkar buðu fram í öllum kjördæmum í síðustu þingkosningunum. - bþs Nýtt afl lagt niður og félagsmenn hvattir til að ganga í Frjálslynda flokkinn: Liðsheildin verður sterkari KIRKJUMÁL Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar segir upp- sögn Hilmars Arnar Agnarssonar vera hluta af skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í Skálholti en ráðið hefur greitt rúmlega áttatíu prósent af launum organista í Skálholti um fimmtán ára skeið. Kirkjuráðið fjallaði í gær um breytingar sem stjórn Skálholts hefur boðað á skipulagi og starfsemi Skálholtsstaðar. Í bókun ráðsins um málefni organistans eru breytingarnar útskýrðar og staðfest að organ- istanum hafi verið sagt upp störfum. Þá segir einnig að Kirkjuráð hafi skipað stjórn Skál- holts, sem „unnið hafi að því að hrinda stefnu- mótuninni í framkvæmd“. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablað- inu hafa boðaðar breytingar fallið í grýttan jarðveg heimamanna og Félags organista. Hilmar Örn hefur stýrt kórum í sveitinni auk þess að vera organisti í Torfastaðakirkju, Haukadalskirkju og Bræðratungukirkju, auk Skálholtskirkju. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, segir grunninn að skipulagsbreytingun- um hafa verið lagðan í janúar á fundi Kirkju- ráðs, skólaráðs Skálholtsskóla og þeirra er starfa á staðnum. Uppsögn Hilmars Arnar tekur gildi 1. október en tekur aðeins til þess hluta organistastarfsins sem Kirkjuráð hefur kostað. Hilmar Örn hefur þegar leitað sér lögfræði- aðstoðar vegna málsins en hann hefur starfað sem dómorganisti frá því árið 1991. - mh Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar lagði grunninn að skipulagsbreytingum á Skálholtsstað: Ræddu harðvítugar deilur í Skálholti BISKUP ÍSLANDS GENGUR AF FUNDI Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, sést hér ganga af fundi Kirkjuráðs sem fram fór í Biskupsstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SÁTTIR Guðjón Arnar Kristjánsson og Jón Magnússon handsöluðu samkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FINNLAND Útblástur gróðurhúsa- lofttegunda er meiri í Helsinki en í öðrum höfuðborgum Norðurland- anna, samkvæmt nýrri rannsókn sem skýrt er frá á vefsíðum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Orsakir þessa eru raktar til raforkuframleiðslu borgarinn- ar, sem nánast alfarið er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt sömu rannsókn mun útblástur gróðurhúsaloftteg- unda vera minnstur hér í Reykjavík. - gb Loftið í Norðurlandaborgum: Hreinast hér, verst í Helsinki HLUTABRÉF Gengi hlutabréfa í Exista hefur hækkað um rúm tíu prósent eftir að félagið var skráð í Kauphöll Íslands í lok síðustu viku. Þetta þýðir að þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði til almennra fjárfesta og fengu hámarks- skammt hafa hagnast um 25 þúsund krónur. Alls óskuðu 7.400 fjárfestar eftir því að kaupa hlutabréf í hinum almenna hluta útboðsins og varð þrjátíuföld umframeftir- spurn. - eþa Hlutafjárútboð Exista: Almennir fjár- festar græða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.