Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 21. september 2006 3
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Herrarnir fara ekki varhluta
af afturhvarfstískunni í vetur
frekar en dömurnar. Tískan
ber keim frá sjötta áratugnum
eða þá af diskótímanum, seinni-
hluta áttunda- og níunda ára-
tugarins. Herratískan er annað
hvort herraleg eða þá dálítið á
milli þess að vera karlmannleg
og kvenleg. Litirnir eru dökkir,
aðalliturinn er svartur sem út
af fyrir sig er ekki mikil nýj-
ung. Skórnir eiga að vera tám-
jóir eins og verið hefur, alls
ekki með breiðri tá. Svo má
ekki gleyma ökklastrigaskón-
um eins og Converse en nú er
meðal annars Puma-fyrirtækið
farið að framleiða slíka skó.
Af nýjungum má nefna
frumlegar kvartbuxur frá
Prada, þröngar að neðan.
Miuccia Prada segist hafa vilj-
að hanna eitthvað nýtt fyrir
karlmenn þar sem alltaf sé
meira eða minna það sama í
boði fyrir þá.
Leikfimi er lykilatriði í
vetur því nú er herratískan
bara fyrir mjóa, líkt og kven-
tískan er svo oft, með þröngum
buxum og aðsniðnum jökkum.
Til dæmis má finna flottan fau-
elsjakka hjá Alexander McQu-
een á rétt rúmar 1.200 evrur í
dökkfjólubláum lit en slétt-
flauel er notað af fleiri hönn-
uðum í vetur bæði hjá Gucci í
buxum og hjá Versace, Dolce &
Gabbana og fleirum í jökkum.
Meðal yngri herranna hér í
borg er renglutískan það sem
mest ber á og verður áfram í
vetur. Þessi mjóslegni maður
sem er næstum kynlaus, hárið
annað hvort í hanakambi eða
bítlalegt og vex í allar áttir.
Herratískan hefur þróast
meira en kventískan síðustu
ár. Hún hefur tekið sér meira
frelsi meðal annars með til-
komu metró-mannsins og ég
held að sú sem gaf honum dán-
arvottorð fyrir nokkru hafi
heldur betur hlaupið á sig.
Þessi karltýpa hefur sett var-
anlegt mark á tískuna. Í umróti
hippatímans og næstu ár þar á
eftir urðu miklar breytingar á
klæðnaði almennt, breytingar
sem áttu eftir að bylta tískunni
allri. Karlmannsímyndin hélst
þó lengi vel karlmannleg. Nú
hefur þessi ímynd aðeins verið
látin víkja. „Dior-lookið“ svo-
kallaða, hannað af Hedi Sli-
mane sem byggir að einhverju
leyti á frelsi hippatímans og
nýrómantík níunda áratugar-
ins er miklu nær því að vera
kynlaus stíll en herratískan
var á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. Jean-Paul Gaultier er
annar hönnuður sem hefur
leikið sér að því að blanda
saman því karl- og kvenlega.
Hedi Slimane er ekki aðeins
hönnuður heldur sömuleiðis
áhugamaður um rokk, pönk og
„new wave“ tónlist sem og ljós-
myndum. Áhugi hönnuða á
þessu tímabili kemur hugsan-
lega til af því að fyrir suma
þeirra er þetta afturhvarf til
æsku þeirra (Alexander McQu-
een, John Galliano). Víst er að
karlmannsímyndin hefur
breyst til frambúðar í tísku-
heiminum.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Renglutíska herranna
Með gull á
brjóstum
BRJÓSTAHALDARAR ÞURFA
EKKI AÐ VERA ÞÆGILEGIR TIL
AÐ ÞYKJA FLOTTIR.
Suðurkóreskt tískufyrirtæki
sýndi nýverið fokdýran brjósta-
haldara úr gulli og demönt-
um. Brjóstahaldarinn heitir
„Immorality of a Queen“ og var
sýndur í Suður-Kóreu í tilefni
af því að nýju tískumerki hefur
verið hleypt af stokkunum í
Seúl. Haldarinn kostaði aðeins
1.890.000 milljónir dala og er
því vart fyrir hvern sem er.
Fokdýr brjóstahaldari úr gulli og
demöntum FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fyrir strákana
Strákum finnst gaman að fá eitthvað sætt frá spús-
unni... og spúsunni finnst gaman þegar kærastinn
eða eiginmaðurinn er vel lyktandi og vel til hafður.
Hér eru tvær góðar hugmyndir að gjöf handa þínum
heittelskaða.
...OG LÍTUR VEL ÚT.
Biotherm homme age fitness næturkrem.
Hann setur kremið á sig fyrir háttinn og
vaknar alveg ljómandi ferskur að morgni.
Inniheldur ólífu-extrakt og E-vítamín sem
örvar endurnýjun húðfruma og hægir á
öldrunareinkennum.
LYKTAR VEL.
Boss in motion edition.
Þessi ilmur kemur í
takmörkuðu upplagi og
verður aðeins í hillum
verslana í skamman
tíma. Flaskan er fallega
hönnuð og fer vel í
hendi. Ilmurinn er
dýnamískur, ferskur og
karlmannlegur, sam-
settur úr tóbaksplöntu,
sítrus og engifer.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Hinn gullni meðalvegur er ekki
leiðin sem ber að feta þegar
kemur að tískunni og þetta á
jafnt við um flíkur, fylgihluti og
töskur.
Töskurnar halda áfram að vera í
yfirstærðum þetta haustið, en á
sama tíma er líka í lagi að taka
með sér eina oggu poggu litla á
dansleikinn, svo lengi sem hún
er bara oggu poggu.
Louis Vuitton kann að hanna töskur,
hvort sem þær eru stórar eða smáar.
Risataska frá Prada.
...og svo sveiflast taskan
Ótrúlega töff taska frá Zac Posen. Takið
eftir snákamunstrinu.
Pláss er eitthvað sem ekki skortir í þess-
ari flottu rennilásatösku frá Chloé.
Ofan í þessa fínu smátösku frá Chanel
kemst varla meira en varalitur og lykla-
kippa. Síminn, dagbókin, vatnsbrúsinn
og allt hitt þarf aðeins meira pláss...
GLÆSIBÆ S: 553 7060
GLÆSIBÆ
ÞESSIR PASSA
- mikið úrval
eru fáanlegir í nokkrum
stæ
rðum
yfir kálfa
L XL
M
MAGG er ljósmyndastúdíó sérhæft í auglýsinga-
og tískuljósmyndun.
Við leitum að nýjum andlitum; fólki á öllum aldri.
Spennandi verkefni framundan og góð laun í
boði fyrir rétta fólkið.
CASTING
FÖS. 22.09 KL 14-20
HVERFISGÖTU 18A