Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 18
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meiri- hluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtíma- bil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taí- lands í bráð. Thaksin hafði brugðið sér til útlanda, hélt fyrst til Kúbu í stutta heimsókn en var staddur í New York á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna á þriðjudaginn þegar herinn í Taílandi gerði stjórnarbyltingu. Leiðtogi bylt- ingarinnar er Sondhi Boonyarat- klin herforingi, sem tókst að ná völdum í landinu án blóðsúthell- inga síðla þriðjudagsins. Thaksin virtist í fyrstu stað- ráðinn í því að snúa aftur til Taí- lands og taka til sinna ráða. Hann lét flýta ræðutíma sínum á Alls- herjarþinginu frá miðvikudegi til þriðjudags til þess að komast fyrr heim, en afboðaði síðan ræð- una og hélt í gær til Bretlands þar sem dóttir hans er við nám. Óljóst er hve lengi hann hyggst dveljast þar, en í gær virtust í það minnsta stuðningsmenn hans í Taílandi hafa sæst á þau mála- lok að valdatíma hans væri lokið. „Við verðum að fallast á það sem hefur gerst,“ hafði AP- fréttastofan eftir opinberum talsmanni Thaksins, Surapong Suebwonglee. „Við komum ekk- ert aftur í bráðina.“ Lofar lýðræði á ný Sondhi herforingi boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem hann hét því að efna til kosninga í október á næsta ári. Sjálfur ætlar hann að taka að sér forsætis- ráðherraembættið í hálfan mánuð, en að þeim tíma liðnum reiknar hann með að nýr maður verði settur í embættið og jafn- framt verði búið að semja drög að bráðabirgðastjórnarskrá fyrir landið. Einnig gaf hann til kynna að Thaksin yrði líklega dreginn fyrir dómara léti hann sjá sig í Taílandi. Konungur landsins, Bhumibol Adulyadej, lýsti í gær stuðningi sínum við byltinguna og útnefndi formlega Sondhi herforingja yfirmann nýju stjórnarinnar „til þess að stilla til friðar í landinu,“ eins og sagði í yfirlýsingu frá hernum í sjónvarpi. Byltingin kom engan veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti, þótt margir landsmenn hafi lýst undrun sinni, því lengi hafði verið orðrómur á kreiki um að herinn myndi steypa Thaksin af stóli. Löng hefð er reyndar fyrir því í Taílandi að herinn hrifsi til sín völdin þegar stjórnvöld virðast ekki ætla að ráða við ástandið, þótt fimmtán ár séu liðin frá því síðasta valdarán var framið. Sondhi segir aðgerðir sínar hafa verið nauðsynlegar til þess að lægja hatrammar deilur í landinu og stöðva spillingu meðal ráðamanna. Skorti aldrei andstæðinga Þótt Thaksin hafi verið vinsæll framan af skorti hann aldrei and- stæðinga, sem sögðu hann spillt- an, stjórnsaman og hrokafullan. Thaksin höfðaði einkum til fátækrar alþýðunnar í sveitum landsins, enda bauð hann upp á ýmsar kjarabætur, en vel stæðir borgarbúar sögðu hann aftur á móti ekki hika við að brjóta mannréttindi og troða á fjölmiðl- um landsins. Thaksin er með auðugustu mönnum í Taílandi. Áður en hann fór út í stjórnmál hafði hann lengi rekið stórt fjarskiptafyrir- tæki með góðum árangri. Hann komst til valda árið 2001 rétt í þann mund þegar Taíland var að rétta úr kútnum eftir efnahags- kreppuna, sem hafði reynst mörgum Asíulöndum erfið í skauti. Sala fyrirtækis Hann sagðist stunda alveg nýja tegund af stjórnmálum, lagði áherslu á að höfða til alþýðunnar og stærði sig af því að geta blásið lífi í efnahaginn með því að stjórna landinu eins og fyrir- tæki. Thaksin virðist hafa þó gengið fram af fólki í janúar síðastliðn- um þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í fjarskipta- fyrirtækinu Shin Corp og högn- uðust óskaplega á þeim viðskipt- um. Til þessa atburðar virðist mega rekja upphafið að falli hans, því fljótlega mögnuðust upp kröfur um afsögn forsætis- ráðherrans. Hann brást við óánægjunni með því að efna til kosninga í apríl, þar sem hann bar að vísu sigur úr býtum, en stjórnarand- staðan leiddi þær kosningar hjá sér með öllu. Kosningarnar voru síðar dæmdar ógildar og boðað til nýrra kosninga í október, en af þeim kosningum verður nú ekki. Í vor tók hann sér sjö vikna frí eftir kosningarnar, en stöðug spenna hefur ríkt í landinu allar götur síðan, svo mjög að nánast þótti tímaspursmál hvenær her- inn myndi steypa honum af stóli. Svona erum við 1965 40 ,8 k g 47 ,9 k g kí ló 73 ,0 k g 1984 2004 FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is 2.400 á Vog Neysla áfengis hefur aukist um meira en 35 prósent frá því árið 1993 hér á landi. Aðeins lítill hluti fólks sem þjá- ist vegna fylgikvilla vímuefnaneyslu leitar sér hjálpar á meðferðarsjúkra- húsum eða öðrum heilbrigðisstofn- unum. Rannsóknir á áfengissjúk- lingum hafa leitt í ljós að sjúkdómar sem rekja má til vímuefnaneyslu eru algengir og alvarlegir. Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi. Hversu margir koma á Vog árlega? „Í ár er reiknað með 2.400 komum. Aðeins einu sinni hafa fleiri komið en það var árið 2000. Ástæða fjölg- unarinnar skýrist að hluta til af því að úrræði Landspítalans fyrir vímuefna- neytendur eru færri nú en áður.“ Er sjúklingum á Vogi fylgt eftir? „Já, eftirfylgni er sinnt á göngudeild Vogs hér í Reykjavík og á Akureyri og dæmi eru um að fólk sæki göngu- deildarþjónustu í allt að ár eftir meðferð.“ SPURT & SVARAÐ VOGUR ÞÓRARINN TYRFINGSSON Eftir valdarán taílenska hersins hafa augu margra beinst að Konungsríkinu Taílandi, en það er opinbert nafn þessa lands sem fram að árinu 1949 var þekkt undir nafninu Síam. Muang Thai, eða Taíland, þýðir Land hinna frjálsu. Hvernig land er Taíland? Landið er fimm sinnum stærra en Ísland, um 513.000 ferkílómetrar. Þar búa 65,5 milljónir manna. Landið er í Suðaustur-Asíu og næstu nágrannar eru þegnar Laos, Malasíu, Mjan- mars og Kambódíu. Þjóðaríþrótt Taílendinga er taíbox, bardagaíþrótt sem náði vinsæld- um á Vesturlöndum á síðasta áratug og er þekkt fyrir hörkuleg átök keppenda. Gífurleg virðing fyrir eldri kynslóðinni er einkennandi fyrir taílenska menningu og er algengt að sjá fólk krjúpa að tám öldunga þar í landi. Ekki má gleyma gestrisni og örlæti Taílendinga, sem er kunn um víða veröld. Opinbert tungu- mál er taílenska og helstu trúarbrögð eru búddismi og brahmatrú. Hvernig er stjórnarfarið í Taílandi? Um þessar mundir gilda herlög í Taílandi en alla jafna er landið stjórnarskrár- bundið konungsríki. Konungur er ótvírætt sameiningartákn Taílendinga og refsivert er að hnýta í hina konunglegu fjölskyldu eða gagnrýna hana. Núverandi konungur hefur setið á valdastóli í sextíu ár og er virtur og dáður af þegnum sínum. Lýðræði er þó nokkuð sterkt í landinu; konungur velur forsætisráðherra eftir leiðbeiningum þingmanna og yfirleitt þann leiðtoga sem getur myndað meirihlutastjórn eftir kosningar. Eru valdarán algeng í landinu? Á síðustu 35 árum hafa verið gerð- ar minnst tíu tilraunir til valdaráns og allar heppnuðust þær nema ein. Vegna sterkrar stöðu konungs er lítil hætta á upplausn þótt herinn skipti um valdhafa af og til. Reynt hefur verið að takmarka völd hers- ins á síðustu árum, til dæmis árið 1992 þegar Suchinda herforinga var velt úr sessi eftir að herinn skaut á mótmælendur í Bangkok. Þá samþykkti þingið að minnka áhrif hersins í taílenskum stjórnmálum. FBL GREINING: TAÍLAND Taíland er land hinna frjálsu A T A R N A / S T ÍN A M A J A / F ÍT �������� , TC 60201 ��������� , TT 61101 �������������, TW 60101 Tækifærisverð ��������������� Tækifærisverð ��������������� Tækifærisverð ��������������� ������������������� og�������������� í sama stíl Skoðið öll tilboðin á www.sminor.is Verið ávallt velkomin í heimsókn Nóatúni 4 Sími 520 3000 FYRIR UTAN KONUNGSHÖLLINA Vígalegir hermenn stóðu í gær vörð um helstu bygg- ingarnar í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ætlar að stjórna í eitt ár SONDHI BOONYARATKALIN Herforing- inn brosti breitt í gær þegar hann skýrði frá vel heppnuðu valdaráni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP THAKSIN SHINAWATRA Forsætisráð- herrann þáverandi veifaði glaðlega til ljósmyndara þegar hann kom til Kúbu í síðustu viku, þar sem hann sótti leiðtogafund ríkja sem standa utan hernaðarbandalaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP > Meðalneysla á fiski á hvern íbúa Heimild: Hagstofa Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.