Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ���������� Ég hef fordóma gegn íslenskum bíómyndum. Ég er búinn að sjá svo margar slæmar myndir að ég fer með sérstöku hugarfari á íslenska mynd. Ég er ekki einn um þetta. Íslenskar bíómyndir hafa fengið nokkuð sérstakan sess hjá íslensku þjóðinni. Fólk tekur þeim með fyrirvara og er undir það búið að myndin sé sóun á tíma og fjár- munum. Og það er ansi oft raunin þótt auðvitað séu nokkrar undan- tekningar. AUÐVITAÐ er oft reynsluleysi og peningaleysi um að kenna en því miður held ég að ástæðan sé frekar afstaða ákveðinna aðila sem koma að gerð myndanna. Þeir líta á kvik- myndina sem sína sköpun og sitt einkaverkefni og sjá aðra sem sína aðstoðarmenn. Ég held að eigin- girni og hroki hafi skemmt meira af íslenskum kvikmyndum en reynsluleysi eða annað. KVIKMYND er samstarfsverk- efni margra aðila. Til að geta gert sitt besta þarf fólk að njóta sann- mælis, fá viðurkenningu og hvatn- ingu en umfram allt samskipti. Það er ekki bara leikstjórinn sem gerir myndina. Það eru leikarar, tökumenn, hljóðmenn, búninga- hönnuðir, leikmyndahönnuðir og fjöldi annarra sem kemur að vinn- unni. Það er hlutverk leikstjórans að halda utan um heildarmyndina. Hann er verkstjórinn. Til að verk- ið gangi upp verður hann að hafa meiri áhuga á því en sjálfum sér. NÚ er verið að sýna í bíó kvik- mynd sem ég tel marka spor í íslenskri kvikmyndagerð. Ég fór á hana með hálfum huga vegna þess að mér var boðið á hana. Það er kvikmyndin Börn. Loksins er komin íslensk mynd sem skiptir einhverju máli. Ég bjóst ekki við miklu en fékk allt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ engan bjánahroll á íslenskri mynd. Að myndinni lok- inni langaði mig til að standa upp og klappa. LEIKURINN er frábær. Íslenskir leikarar geta leikið í bíómynd! Handritið er gott og líður átaka- laust áfram. Leikstjórnin er góð, myndatakan og öll umgjörð. En það sem mér fannst best var að finna þennan sanna tón. Mér fannst ég finna fyrir samstarfi aðstand- endanna og virðingu og kærleika þeirra fyrir viðfangsefnunum. Myndin er algjörlega laus við klisjur, sjálfbirgingshátt og þá til- gerð sem svo oft einkennir íslensk- ar myndir. Mig langar til að nota aðstöðu mína og hvetja Íslendinga til að fara og sjá þessa mynd. Ég ætla að fara aftur. Ég óska leikur- um, leikstjóra og öllum aðstand- endum innilega til hamingju með vel unnið verk. Loksins, loksins! Nína og Valdimar skráðu sig í Og1 og spara þannig tugþúsundir króna á ári í símakostnað. Þau hjónin njóta þess meðal annars að hringja í alla heimasíma og eitt heimasímanúmer í útlöndum fyrir 0 kr. Þau hringja líka í GSM vini sína fyrir 0 kr., fá meiri hraða á Netinu fyrir lægra verð og afslátt af Sýn. Og1 er fyrir heimili sem hafa allt hjá Og Vodafone: GSM, heimasíma og ADSL. Þú getur líka byrjað að spara með því að ganga frá málinu strax í dag. Komdu í næstu verslun Og Vodafone eða til umboðsmanns, hringdu í þjónustuver 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is til að fá nánari upplýsingar. 20.000 heimili spara tugþúsundir króna! FÍ TO N / S ÍA F I0 18 60 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.