Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { miðborgin } ■■■■ 9
Á Safni er að finna um það bil 300 alþjóðleg og
íslensk listaverk eftir 140 listamenn á þremur hæðum.
Á annari og þriðju hæð eru ýmiss konar listaverk sem
Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir hafa sankað að
sér um árin. Á neðstu hæðinni eru nú til sýnis verk
eftir Þjóðverjana Martin Kobe og Tilo Baumgartel
frá Leipzig. Aðgangur að safninu er ókeypis og er
það opið alla daga vikunar nema á mánudögum og
þriðjudögum. „Við erum vel staðsett hérna á Lauga-
veginum og því er mikið af fólki sem kemur inn af
götunni, þetta eru um það bil finmmtán þúsund gestir
á ári. Safnið er ekki rekið af neinni gróðahugsjón, hér
eru engin verk til sölu og enginn aðgangseyrir. Við
erum hins vegar í samstarfi við Reykjavíkurborg um
rekstur safnsins.“
Á þriðju hæð safnsins gefur að líta áhugavert
bókasafn með bókum um nútímamyndlist og þá sér-
staklega um þá myndlistamenn sem eiga verk á safn-
inu. „Hingað getur fólk komið og gluggað í bækurnar,
íslenskir myndlistarnemar hafa ekki verið nægilega
duglegir að nota safnið en erlendir skiptinemar hafa
hins vegar komið hingað í miklum mæli.“ -vör
Samtímalist í 30 ár
Samtímalistasafnið Safn opnaði á Laugavegi 37 árið 2003. Á safninu eru fjölmargir áhugaverðir listmunir sem
ýmist eru í eigu hjónanna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur eða hluti af sérstökum listasýningum.
Á neðstu hæð safnsins er nú sýning með verkum eftir tvo þýska
myndlistarmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Ýmissa grasa kennir á Safni.
Bókasafnið á þriðju hæð geymir margar áhugaverðar bækur um
samtímalist.
„Við töldum miðbæinn vera
skemmtilegan stað fyrir okkar starf-
semi. Bæði er þar mikið af Íslend-
inum á röltinu auk ferðamanna,“
segir Magnea Gunnlaugsdóttir,
kynningarstjóri Bláa lónsins, er hún
er spurð hvers vegna miðbærinn
hefði orðið fyrir valinu fyrir þriðju
verslun Blue Lagoon sem opnaði í
sumar á Laugaveginum.
Húsnæðið þótti henta vel fyrir
verslunin þar sem gluggarnir eru
stórir og fallegir og á kvöldin má
sjá tæran bláan lit stafa frá glugg-
unum og lýsa upp rökkrið. „Fólk
hefur haft orð á því við okkur, hvað
því þykir þetta fallegt.“
Bláa lónið leggur mikla áherslu
á hönnun umhverfis og mannvirkja
og var hönnun verslunarinnar í
höndum ítalska hönnunarfyrir-
tækisins Design Group Italia www.
designgroupitalia.com. Sigurður
Þorsteinsson, iðnhönnuður og einn
eigenda Design Group, hafði yfir-
umsjón með hönnun verslunarinn-
ar og var áhersla lögð á að skapa
tengingu við einstakt umhverfi og
mannvirki Bláa lónsins.
„Bláa lónið er dæmi um einstakt
samspil orku, náttúru og vísinda.
Í versluninni upplifa gestir þessa
sömu þætti en hraun, stál og gler
eru áberandi í versluninni,“ segir
Sigurður. „Bláa lónið leggur mikinn
metnað í hönnun og eru verslanirn-
ar engin undantekning.“
Magnea bætir við að þessi versl-
un gefi tóninn fyrir þær verslanir
sem stendur til að opna erlendis,
þar sem hraunið og hin tæra nátt-
úra lónsins ráði ríkjum.
Blue Lagoon húðvörurnar eru
fáanlegar í hinni nýju verslun. Hátt
í 30 vörur sem allar innihalda virk
efni Bláa lónsins, steinefni, kísil og
þörunga, eru fáanlegar. Vörunum er
skipt í þrjá meginflokka þ.e. vörur
sem hreinsa, veita orku og næra
húðina.
„Verslanir okkar erlendis munu
verða í þessum dúr en við vilj-
um aðeins sýna það besta“ segir
Magnea að lokum.
Blái tæri liturinn
lýsir upp rökkrið
Ný Blue Lagoon verslun opnaði snemmsumars á Lauga-
vegi 15. Mikil áhersla er lögð á hönnun umhverfis og
mannvirkja Bláa lónsins og hönnun verslunarinnar var
í höndum ítalska hönnunarfyrirtækisins Design Group
Italia.
Blue lagoon rekur nú þrjár verslanir, en sú nýjasta stendur við Laugaveginn.
MIÐASALA
HAFIN!