Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 24
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR24 Forstjóri Alfesca, Xavier Govare, telur að samþjöppun laxeldisframleiðenda hafi haft mikil áhrif á þá verðþróun sem hefur orðið á stuttum tíma á hráefnisverði á laxi. Skömmu eftir að laxeldisrisinn Pan Fish eignaðist Marine Harvest og síðar Fjord Seafood komst laxaverð í hæstu hæðir síðan 1993. Pan Fish er talið ráða um þrjátíu pró- sentum af allri framleiðslu á eldislaxi. „Þessi mikla samþjöppun átti sér stað á aðeins tólf mánaða tímabili ... og hefur eðilega valdið auknum verð- hækkunum á laxi sem er eitt helsta hráefnið sem Alfesca kaupir,“ sagði Govare á kynningarfundi sem félagið stóð fyrir í vikunni. Um 37 prósent af veltu Alfesca koma í gegnum sölu á laxaafurðum. Laxaverð hefur verið að gefa eftir að undanförnu eftir að það náði hámarki í júlí en er þó enn hátt í sögulegu ljósi. Á aðalfundi Alfesca í fyrradag var jafnframt ný stjórn félagsins sjálfkjörin. Hana skipa þeir Árni Tómasson, Bill Ronald, Guðmundur Ásgeirsson, Hartmut M. Kråmer og Ólafur Ólafsson sem jafnframt er formaður stjórnar. Vara- maður stjórnar er Aðalsteinn Ingólfsson. Árni Tómasson og Bill Roland eru nýir í stjórninni en úr henni fóru þau Nadine Des- wasiere, sem lét af störf- um sem stjórnarmaður í mars, og Guðmundur Hjaltason sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. - eþa / hhs XAVIER GOVARE, FORSTJÓRI ALFESCA Samþjöppun laxeldisframleiðenda átti stóran þátt í að verð á laxi hækkaði. Samþjöppun olli hækkun laxaverðs STÆKKUN PAN FISH HAFÐI MIKIL ÁHRIF, SEGIR FORSTJÓRI ALFESCA. NÝ STJÓRN SJÁLFKJÖRIN Á FUNDI. Greiningardeild KB banka hefur uppfært verðmat á sex félögum en þetta eru Alfesca, Bakkavör, Dagsbrún, Marel, Vinnslustöðin og Össur. Þær breytingar verða á fyrri greiningu bankans að nú er mælt með sölu bréfa í Dagsbrún og að fjárfestar bæti við hlut sinn í Öss- uri (accumulate) í stað fyrri ráð- gjafar um kaup (buy). Bankinn mælir áfram með kaupum á bréfum í Alfesca, Bakkavör og Marel og ráðleggur fjárfestum að draga úr (reduce) hlut sínum í Vinnslustöðinni. - eþa KB banki uppfærir verðmat sex félaga Markaðs- Verðmats- gengi gengi KB banka * Alfesca 5,01 5,4 Bakkavör 59 70 Dagsbrún 4,26 4,5 Marel 79 83 Vinnslustöðin 4,45 4,4 Össur 12,5 132 * Til 12 mánaða Atorka Group hefur tilgreint til Kauphallarinnar í Lundúnum að félagið eigi nítján prósenta hlut í NWF Group. Það var fyrst vorið 2004 sem Atorka tilkynnti til Kauphallarinnar um kaup sín í NWF og hefur frá þeim tíma verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í breska framleiðslu- og dreifingarfélaginu. Eignarhlutur Atorku er metinn á 2,2 milljarða króna. - eþa Atorka kaupir enn í NWF MAGNÚS JÓNSSON Í dag verður tilkynnt hver hefur hlotið nafnbótina „Stjórnarfor- maður Íslands 2006“. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnar- starfa og stuðla að bættu viðskipta- siðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við full- trúa háskóla og atvinnnulífsins. Í tengslum við valið fer fram ráðstefna á Hótel Nordica í dag þar sem fjallað verður um mikil- vægi orðspors og farið yfir kann- anir sem hafa verið gerðar um það efni. Margt áhugaverðra fyrirles- ara verður á ráðstefnunni og í lok hennar mun Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, flytja erindi og afhenda Stjórnarfor- manni Íslands verðlaunin. - hhs Stjórnarformaður Íslands valinn Smærri fjárfestar taka við sér á ný Það sem af er þessum mánuði hefur velta aukist á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands, hvort heldur sem horft er til fjölda viðskipta eða magns. Í sam- antekt Greiningar Glitnis er bent á að meðalfjöldi viðskipta á dag það sem af er mánuði hafi verið 347 en verið 309 í ágúst. „Meðalvelta á dag lækkar hins vegar frá ágústmánuði sem var ríflega 9 millj- arðar króna en er 4,7 milljarðar króna í september. Þó ber að nefna að einstaka viðskipti í ágúst skekkja meðaltalið verulega,“ segir bankinn. Talsverð aukning er á viðskiptum fyrir lágar upphæðir og er það túlkað á þann veg að fjöldi smærri fjárfesta sé að aukast á ný. „Líklegt er að útboðin í Marel og Exista hafi glætt áhuga þeirra,“ segir Glitnir. Risaútgáfa fæðist í Noregi Orðrómur er um að norska fjölmiðlasamsteypan Schibsted ASA komi til með að sameinast útgáfufyrirtækjum Aftenposten, Bergens Tidende, Stavanger Aftenblad og útgáfufyrirtækjum tveggja stórra dagblaða. Nýja félagið er sagt munu heita Media Norge. Norska dagblaðið Dagens Næringsliv segir Schibsted fara með ráðandi hlut í félaginu eða á bilinu 50,1 til 61,9 prósent. Verðmati á útgáfufyrirtækjum blaðanna er lokið og mun markaðsvirði þessa risaútgáfufélags nema 8,1 milljarði norskra króna eða rúmum 81 milljarði íslenskra króna. Stjórn Schibsted sagði hins vegar í gær að enn hefði ekki verið skrifað undir neitt samkomulag í þessa veru þrátt fyrir fréttir um hið gagnstæða. Fyrirtækið sagðist í síðustu viku stefna á útgáfu fríblaðsins .SE í Svíþjóð í næsta mánuði. Peningaskápurinn... �������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ���������� ��������������� ������������ ���������������� ������������������ �� �������� ������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������� ������������������������� ������������������������������������ ������������������������������������ ������������������������������������������������� ������������������� ����������� ���������������������������������������������� �������������������� MARKAÐSPUNKTAR Scania hefur hafnað yfirtökutilboði MAN upp á 9,6 milljarða evra. Haft er eftir framkvæmdastjóra Scania að félagið hafi alla burði til hagkvæms reksturs á eigin vegum. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur skrifað fjármálaeftirliti landsins og farið fram á að öryggi viðskiptavina netbanka í landinu verði aukið. Hún vill meðal annars að sett verði þak á upphæðir sem hægt er að millifæra hverju sinni. Hópur norskra fjárfesta hefur tekið höndum saman um að fjárfesta í olíuleitarfélaginu Geysi Petroleum hf. sem hér var stofnað fyrir nokkrum árum. Félagið er með höfuðstöðvar í Noregi. JÓN SIGURÐSSON Viðskipta- og iðnaðar- ráðherra mun afhenda stjórnarformanni Íslands verðlaun. Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.299 +0,06% Fjöldi viðskipta 640 Velta 6.130 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,40 +2,00% ... Alfesca 5,01 -0,60% ... Atlantic Petroleum 575,00 -0,86% ... Atorka 6,40 +0,79% ... Avion 32,50 -0,92% ... Bakkavör 59,00 +1,55% ... Dagsbrún 4,26 -7,39% ... FL Group 22,40 +3,23% ... Glitnir 20,30 -0,49% ... KB banki 862,00 -0,58% ... Landsbankinn 26,30 -0,38% ... Marel 79,00 -3,07% ... Mosaic Fashions 18,00 +1,12% ... Straum- ur-Burðarás 17,30 +0,58% ... Össur 125,50 +0,80% MESTA HÆKKUN FL Group +3,23% Actavis +2,00% Bakkavör +1,55% MESTA LÆKKUN Dagsbrún -7,39% Marel -3,07% Flaga -1,54% Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smára- sonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundr- uð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. Gríðarlegur við- snúningur á innlendum fjármála- markaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignar- hlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bend- ir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordög- um þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjöl- miðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðl- um er haft eftir honum að sölu- hagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmars- son, forstjóri norrænna lággjalda- flugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn halla- rekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kaup- höllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum. eggert@frettabladid.is Skörp hækkun í FL Group Hlutabréf félagsins hækka um 40 prósent á rúmum mánuði. Væntingar um skráningu Icelandair og viðskipti stærstu hluthafa skýra að hluta þróunina. Þá hefur virði hlutabréfa FL í Glitni og Straumi hækkað um tugmilljarða króna. FJÁRFESTAR VÆNTA AÐ ICELANDAIR VERÐI SKRÁÐ Á MARKAÐ Hlutabréf í FL Group hafa hækkað yfir fjörutíu prósent á einum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.