Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 26
26 21. september 2006 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á
suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönn-
um og klerkum, sem voru að
sönnu sárafáir, hafði tekizt að
skjóta sér að mestu undan
skattgreiðslum til konungs. Allur
þorri almennings – þriðja stéttin –
bar hins vegar þunga skattbyrði.
Að því hlaut að koma, að þriðja
stéttin missti þolinmæðina og risi
upp gegn ranglætinu. Það gerðist
1789, og hausarnir fuku í allar
áttir. Það var fljótlegt að velja
hausa í gálgana, því að sjálftekin
forréttindi aðalsins og klerkastétt-
arinnar langtímum saman birtust
meðal annars í því, að forréttinda-
stéttirnar voru yfirleitt orðnar
höfðinu hærri en þriðja stéttin.
Hvað um það, eftir byltinguna var
fyrirkomulagi skattheimtunnar
breytt í Frakklandi og öðrum
Evrópulöndum á þann veg, að allir
greiddu sama skatt sem hlutfall af
tekjum. Þannig fæddist hugmynd-
in um flatan skatt, einn skatt
handa öllum. Þetta var jafnaðar-
hugmynd: henni var ætlað að
draga úr ójöfnuði og ranglæti frá
fyrri tíð. Það tókst. Síðar gengu
menn skrefi lengra og tóku upp
stighækkandi skatta og sérstaka
hátekjuskatta til að jafna kjör
skattgreiðenda enn frekar, og
aukin ríkisútgjöld til velferðar-
mála lögðust á sömu sveif.
Síðustu ár hefur pendúllinn
sums staðar sveiflazt til baka. Hér
heima var skattalögum breytt á
þann veg, að tekjuskattur er nú
10% af fjármagnstekjum og 37%
af launatekjum, þar af 24% til
ríkisins og 13% í útsvar til
sveitarfélaga (fyrra hlutfallið mun
innan tíðar lækka í 22%, nema
lögunum verði breytt). Þessi
munur á skattlagningu fjármagns-
tekna og launatekna er meiri hér
en í öðrum OECD-löndum. Í
Bandaríkjunum eru fjármagns-
tekjur skattlagðar svo að segja
alveg eins og launatekjur;
munurinn á skatthlutföllunum er
eitt prósentustig. Svipuðu máli
gegnir um Danmörku, Írland og
Sviss: þar leikur fjármagnstekju-
skattshlutfallið á bilinu 40% til
43%. Í Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð er fjármagnstekjuskatts-
hlutfallið 28% til 30%, helmingi
lægra en launatekjuskattshlutfall-
ið. Ekkert land innan OECD nema
Ísland hefur kýlt fjármagnstekju-
skattshlutfallið niður í 10%.
Enginn vafi leikur á því, að þessi
breyting á skattalögunum hefur
ýtt undir þann ójöfnuð, sem setur
mark sitt á samfélagið í síauknum
mæli. Á hinn bóginn virðist það
einnig líklegt, að lækkun fjár-
magnstekjuskatts hafi leitt til
betri skattskila, örvað sparnað og
laðað meira fjármagn til landsins
erlendis frá en ella, og það var
höfuðtilgangurinn.
Hvað er til ráða? Stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafa allir kveðið
upp herör gegn auknum ójöfnuði
og búast til að mynda nýja
ríkisstjórn – frjálslynda jafnaðar-
stjórn, velferðarstjórn – að
loknum alþingiskosningum 2007.
Það er skiljanleg afstaða frá
þeirra bæjardyrum séð, svo mjög
sem ójöfnuður hefur færzt í
aukana á Íslandi síðan 1994
samkvæmt nýjum upplýsingum
ríkisskattstjóra. Það er því ljóst,
að stjórnarandstöðuflokkarnir
hyggjast breyta skattalögunum,
nái þeir meiri hluta á Alþingi að
loknum kosningum. Hyggilegast
væri þá að samræma tekjuskatt-
inn á þann veg, að öllum væri með
nýjum skattalögum gert að greiða
sama hlutfall tekna sinna umfram
tiltekið lágmark í skatt, óháð því
hvort tekjurnar eru launatekjur
eða fjármagnstekjur. Í þessu
fælist veruleg skattalækkun fyrir
mikinn hluta launþega og skatta-
hækkun fyrir miklu fámennari
hóp fjármagnseigenda.
Þetta væri engin sérstök
nýlunda. Flatir tekjuskattar tóku
að ryðja sér til rúms í Evrópu á ný
um miðjan síðasta áratug. Eistar
riðu á vaðið með 24% flatan
tekjuskatt 1994. Lettar og Litháar
fylgdu fordæmi granna sinna, og
síðan hafa nokkur önnur lönd í
austanverðri og sunnanverðri
Evrópu bætzt í hópinn. Kristilegir
demókratar í Þýzkalandi lögðu til
flatan tekjuskatt (25%) fyrir
kosningarnar 2005, en þeir komu
tillögunni samt ekki inn í stjórnar-
sáttmála stóru samsteypunnar
eftir kosningar vegna andstöðu
jafnaðarmanna. Flatur tekjuskatt-
ur þarf þó ekki að þýða það, að
auðmaðurinn greiði sama hlutfall
tekna sinna í skatt til ríkisins og
örorkubótaþeginn. Ef skatturinn
er lagður á tekjur umfram tiltekið
frítekjumark, eykst skattbyrðin
með tekjum manna, svo sem
flestum finnst réttlátt. Flatur
skattur hefur ýmsa kosti: hann
einfaldar skattkerfið og dregur úr
freistingunni til undanskota og
skattsvika. Við núverandi
aðstæður hér heima myndi flatur
tekjuskattur leiða til jafnari
skiptingar skattbyrðarinnar en nú
tíðkast. Höfuðandbáran í öðrum
löndum er sú, að flatur skattur
leiði til aukins ójafnaðar, en hún á
ekki lengur við hér. Nú er lag.
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Þriðja stéttin rís upp
Skattamál
Hyggilegast væri þá að sam-
ræma tekjuskattinn á þann
veg, að öllum væri með nýjum
skattalögum gert að greiða
sama hlutfall tekna sinna um-
fram tiltekið lágmark í skatt...
Krosstengsl
Þremenningarnir Björn Ingi Hrafns-
son, Pétur Gunnarsson og Steingrím-
ur Sævarr Ólafsson, sem sátu saman
í herráði Halldórs Ásgrímssonar, eru
allir ötulir bloggarar. Björn Ingi hefur
lengi haldið úti síðu (bjorningi.is) þar
sem hann skrifar um hugðarefni sín
en nýlega hófu Pétur (petrum.blog-
spot.is) og Steingrímur (saevarr.blog.
is) að fjalla um það sem þeim finnst
markverðast hverju sinni. Pétur skrifar
mest um stjórnmál
en Steingrímur um
fjölmiðla og hefur
NFS átt hug hans
allan síðustu daga.
Allir hafa þeir bent á
ágæti skrifa hvers ann-
ars og geta lesendur
síðanna farið í hring-
ekju á milli þeirra og skoðað það
sem einum finnst merkilegt í skrifum
annars.
Ekki að spyrja að því
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, situr nú ráðstefnu í New
York í boði Clintons, fyrrum Banda-
ríkjaforseta. Þar er rætt um helstu
vandamál sem steðja að mannkyn-
inu; fátækt, heimsfaraldra, átök og
loftslagsbreytingar. Í tilkynningu frá
forsetaembættinu kemur fram að í
vesturför sinni muni Ólafur Ragn-
ar ekki aðeins sitja ráðstefnuna,
heldur líka „eiga fundi í New
York og Washington með ýmsu
áhrifafólki á alþjóðavettvangi“.
Hvaða fólk það er og um hvað
Ólafur ætlar að tala við það
kemur hins vegar ekki fram.
15, ekki 12
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttamaður
á Ríkisútvarpinu og formaður Félags
fréttamanna, svarar Róberti Marshall,
forstöðumanni NFS, í Fréttablað-
inu í gær. Í frægri grein sinni sagði
Róbert að mörgum starfsmönnum
NFS hafi þótt freistandi að ganga til
liðs við RÚV og þurfa að vinna tólf
daga í mánuði á fullum launum.
Björg Eva gerir athugasemdir við
ýmislegt í grein Róberts og hrekur
meðal annars staðhæfingu
hans um vinnudaga fjölda
fréttamanna hjá Sjónvarp-
inu. Segir hún þá vinna
fimmtán daga í mánuði
– ekki tólf – og vaktirnar
séu allt að ellefu og hálf
klukkustund.
bjorn@frettabladid.is
V
ændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja.
Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum
stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt mis-
sýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í
veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda.
Markmið löggjafans á að vera að draga úr skaðsemi vænd-
is. Mikilvægast er að aðstoða þá einstaklinga sem selja aðgang
að líkama sínum vegna neyðar, fíknar, ofbeldis eða hótunar um
ofbeldi. Slíkt á aldrei að líðast. En að uppræta vændi er von-
laust. Alveg eins og það er vonlaust að uppræta vímuefnaneyslu
í nútímasamfélagi. Skiptir engu máli hvaða ártöl eru sett á slíka
baráttu. Því fyrr sem við horfumst í augu þessar staðreyndir,
því betur mun okkur takast að lágmarka skaðann sem af þessu
hlýst. Og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi.
Nú hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagt fram
frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að refsing fyrir að stunda
vændi sér til framfærslu verði felld niður. Það er ekki lengur
markmið að refsa fórnarlömbunum. Um það eru allir sammála.
Hins vegar vill sumt velviljað fólk fara hin svokölluðu „sænsku
leið“ og gera refsivert að kaupa vændisþjónustu. Hvorki Norð-
menn né Danir hafa valið þá leið.
Auðvitað felast ákveðin siðferðisleg skilaboð í því að gera
kaup á vændi refsiverð. Eftirspurn myndi líklega minnka í kjöl-
farið. En hún hyrfi ekki. Og þeir sem myndu áfram nýta sér
aðstöðu vændisfólks væru ekki löghlýðnustu borgarar landsins.
Það væru einstaklingar sem gefa lítið fyrir lög og reglur. Starf-
semin myndi verða enn ósýnilegri en ekki upprætt. Erfiðara
yrði að hafa eftirlit með fólki, veita bágstöddum hjálp og sækja
ofbeldismenn til saka.
Vændi er í langflestum tilvikum félagslegt vandamál. Sam-
kvæmt tölum frá Stígamótum hafa 65 til 85 prósent kvenna sem
stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi.
Þessar konur eru oft illa settar andlega, líkamlega og félags-
lega. Sé vændi ekki bundið við undirheimana eru meiri líkur á
að hægt sé að veita þeim félagslega, læknisfræðilega og fjár-
hagslega aðstoð. Það er mikilvægast.
Í einhverjum tilfellum fer sala kynlífs fram með fullu sam-
þykki og vilja beggja aðila. Ríkisstjórnin, eða 63 alþingismenn,
hefur ekkert með það að gera að segja fullorðnu fólki hvernig
það eigi að haga sér. Fólki á að vera frjálst að selja ótilneytt lík-
ama sinn til kynlífs á sama hátt og það selur vinnu sína.
Þessi umræða vekur upp hörð viðbrögð hjá mörgum. Það er
eðlilegt þegar fjallað er um velferð einstaklinga sem margir búa
við skelfilegar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við horfum
á staðreyndir málsins.
Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp um
breytingar á almennum hegningarlögum.
Refsilaust að
stunda vændi
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Umræðan
Fötluð grunnskólabörn
Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum
þunga á 370 fötluðum grunnskólabörn-
um og foreldrum þeirra eins og fram
hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er
deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi,
heldur um hvort það sé hlutverk ríkis
eða sveitarfélaga að veita þessa
þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um
er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá
fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn
snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um
málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitar-
félaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin
sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega
ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar,
foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa
jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara
kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda
félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút.
Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið
tafarlaust.
Ef lagaákvæði eru óljós á strax að
breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir
líka á um útgjöldin vegna þessarar
þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100
milljónir en sveitarfélög nær 200 milljón-
um. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar
og greiða einungis samanlagt 50-55
milljónir og inni í því er 45 milljón kr.
kostnaður sem nú þegar er greiddur
vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á
sjálfseignarstofnunum sem hagsmuna-
samtök fatlaðra reka eins og Lyngás.
Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja
til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200
milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra
barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá
óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti
raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim
kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undan-
bragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi
hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða
sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka
og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir
nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki
orðið við þessari áskorun.
Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Áskorun til félagsmálaráðherra
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR