Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 83
„Engu af því sem ég sagði og birt- ist í Fréttablaðinu í gær er beint gegn íslenskum höfundum eða íslenskum flytjendum. Þeir þurfa alla þá vinnu og verkefni sem hægt er að fá,” segir Magnús Kjartans- son, framkvæmdastjóri Félags tónlistar- og textagerðarmanna – FTT. Í gær birti blaðið frétt þess efnis að FTT harmaði þá stefnu sem íslensk stórfyrirtæki hafa tekið að nota erlend lög við íslenskar auglýsingar, fyrir íslenskan markað. Áður hafði Fréttablaðið sagt af því að Todmobile hefði leik- ið lag Davids Bowie við aug- lýsingu Morgunblaðsins og þótti Magnúsi það skjóta skökku við þar sem Mogginn byggir sitt á íslenskunni. „Sómapiltur, Þorvald- ur Bjarni. Ég er ekki að álasa þeim. Heldur beini ég orðum mínum til markaðsaflanna og þeirri stefnu sem stór og virðuleg fyrirtæki hafa tekið í þessum málum,” segir Magnús. FIMMTUDAGUR 21. september 2006 47 Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirs- son er nýkominn heim frá kvik- myndahátíðinni í Toronto þar sem hann sýndi kvikmynd sína Blóð- bönd sem hefur hlotið enska titilinn Thicker Than Water. Myndin var sýnd fjórum sinnum, þrisvar fyrir almenning og einu sinni fyrir blaða- menn og fagfólk. „Þetta gekk mjög vel og fólk virtist ná tengslum við söguna,“ segir Árni Ólafur en vissi þó ekki hvernig gengið hefði að selja myndina. „Danska kvikmynda- fyrirtækið Trust er með hana á sínum snærum og taldi að málin ættu að skýrast á næstu tveimur vikum,“ segir Árni Leikstjórinn lýsir Toronto-kvik- myndahátíðinni sem hálfgerðri geð- veiki. „Þarna eru sýndar 350 mynd- ir á 10 dögum og þeir selja 300.000 miða á þessum tíma,“ útskýrir Árni og bætir við að kvikmyndir gangi nánast á kaupum og sölum á hverju götuhorni í borginni. „Fólkið sem býr í Toronto tekur sér bara tíu daga frí til að fara í bíó,“ segir Árni og bætir því við að einungis tuttugu prósent áhorfenda hafi gengið út á fagsýningunni. „Sem þykir víst ansi gott enda eru viðbrögðin þarna metin eftir því hversu mörg sæti eru auð þegar sýningu lýkur,“ segir Árni og hlær. Blóðbönd eru jafnframt tilefnd til kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs ásamt kvikmyndinni Börnum en þessar myndir keppa báðar um hylli íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar vegna tilnefningar Íslendinga í Óskars- pottinn. Árni fylgir Blóðböndum á nokkr- ar hátíðir og þegar hefur verið stað- fest að myndin verði sýnd í Chi- cago, Róm og Þessaloníku en ferðalagið hefst í Kaupmannahöfn í næstu viku. Árni er að leggja drög að næstu mynd en vildi ómöglega gefa upp hvenær farið yrði á fullt við gerð hennar. „Þetta er svo hverf- ult að maður veit bara aldrei,“ segir Árni - fgg Blóðbönd gera það gott í Kanada ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Ánægður með viðbrögð áhorfenda í Toronto. BLÓÐBÖND Segir sögu manns sem uppgötvar að sonur hans er í raun ekki sonur hans og hefur það alvarlegar afleiðingar. Endurkoma Sykurmolanna hefur vakið mikla athygli hér heima og nú hafa erlendir fjölmiðlar komist á snoðir um þessa fyrstu tónleika sveitarinnar í fjórtán ár. Vefútgáfa danska blaðsins Politiken greinir frá tónleikunum á forsíðu sinni og vísar til opinberrar vefsíðu Bjark- ar, bjork.com. „Það er með stolti að við kynnum tónleika í tilefni af 20 ára afmæli smáskífunnar Birthday í Reykjavík hinn 17. nóvember,“ skrifar Politiken og hleypur á hundavaði yfir feril sveitarinnar og þá fjallar vefur norska dagblaðsins Dagbladet einnig um endur- komuna. Á vef tónlistartímaritsins NME er einnig sagt frá tónleikum sveitar- innar, sem vekja greinilega mikla athygli en tímaritið var dyggur aðdá- andi sveitarinnar á sínum tíma. „Hin áhrifamikla indie-hljómsveit Sugar- cubes snýr aftur í Reykjavík til að fagna afmæli smáskífunnar Birthday,“ stendur í frétt vefsins, sem lætur þess jafnframt getið að Sugarcubes hafi rutt brautina fyrir íslenska tónlist á erlendum vett- vangi og þá gerir fréttastofa MTV tónleikunum einnig skil á vefsíðu sinni auk annarra smærri vefja. - fgg Endurkoma Mol- anna vekur athygli SYKURMOLARNIR Njóta greinilega mik- illa vinsælda í Danmörku og á Bretlandi því fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um endurkomu þeirra í Reykjavík. Gagnrýnir markaðsöflin MAGNÚS KJARTANSSON FRAMKOMU& FYRIRSÆTUNÁMSKEIÐ SJÁLFSSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS UNDIRBÚNINGUR FYRIR MYNDATÖKU MYNDATAKA (12 SV/HV MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNIEFNAFRÆÐSLA MYNDBANDSUPPTÖKUR LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARRÁÐGJÖF Umsjónarkennarar: Kolbrún Pálina Ungfrú ísland.is 2001, förðunarfræðingur og fyrirsæta Edda Björk fyrirsæta, auk gestakennara. Lilja Nótt Þórarinsdóttir kennir leikræna tjáningu. Allir þáttakendur fá Eskimo boli, viðurkenningaskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu líkur með stórri tískusýningu. Verð 17.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á www.eskimo.is. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 26. OG 28. SEPTEMBER.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.