Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 8
8 21. september 2006 FIMMTUDAGUR 1. Hvað heitir fyrrverandi forsetis- ráðherra Taílands sem hrakinn var frá völdum í fyrradag? 2. Hvaða fyrirtæki hefur keypt alla miða á eina af væntalegum tónleikum Björgvins Halldórs- sonar? 3. Hvaða útvarpsmann taldi vopnaður maður, sem réðst inn í hljóðver útvarpsstöðvarinnar X-ins um helgina, sig eiga sökótt við? TÓKÝÓ, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráð- herra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koiz- umi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætis- ráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinn- ar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætis- ráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í próf- kjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almenn- ings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjör- inn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóresk- um stjórnvöldum. Tengsl ráða- manna þessara ríkja við núver- andi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hern- aðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdar- verk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernis- sinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna jap- önsku þjóðarinnar verði endur- skilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskr- ar utanríkisstefnu allt frá endur- reisn landsins eftir seinni heims- styrjöldina. klemens@frettabladid.is Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. SHINZO ABE PRÓFAR VALDASTÓLINN Hér sést Abe koma sér fyrir á skrifstofu Frjáls- lynda lýðræðisflokksins í Tókýó. Abe var kosinn forseti flokksins með 464 atkvæðum af 703. Sökum yfirburðastöðu flokksins er hann líklegastur manna til að taka við völdum af núverandi forsætisráðherra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LAUNAMÁL Laun félagsmanna VR hækkuðu um átta prósent milli áranna 2005 og 2006, samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönn- unar VR sem kynntar voru í gær. Er þetta tveimur prósentum minni hækkun en kom fram í launakönn- un VR í fyrra og örlítið minni en hækkun launavísitölunnar á tíma- bilinu, að sögn Gunnars Páls Páls- sonar, formanns VR. „Við höfum yfirleitt legið hærra en launavísi- talan og hugsanleg skýring á því að laun hækka ekki meir núna gæti verið aðstreymi erlends vinnu- afls.“ Gunnar segir fátt koma á óvart í könnuninni en helstu vonbrigðin séu að ekki hafi dregið úr launa- mun kynjanna í ljósi þess að VR fór í mikla herferð gegn honum í fyrra. Kynbundinn launamunur er fimmtán prósent og hefur nánast staðið í fjögur ár. Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna hefur aukist á síðustu árum. Meðalheildar- laun fólks í hópi fimm prósent launahæstu eru að jafnaði 411 pró- sentum hærri en þeirra sem eru í hópi fimm prósent launalægstu. Gunnar segir vaxandi tekjumun áhyggjuefni og kallar eftir skil- greiningu á ofurlaunum. Í grein sinni í VR blaðinu nefnir hann þá tillögu að laun forstjóra verði ekki meiri en tíföld meðallaun í viðkom- andi fyrirtæki og sama eigi við um bónusa, sé arðsemi fyrirtækis veruleg. „Ég er með þessu að kalla eftir viðbrögðum frá samfélaginu. Það virðist vera árlegt upphlaup í þessum málum sem fjarar síðan alltaf út.“ - sdg GUNNAR PÁLL PÁLSSON, FOR- MAÐUR VR Vill að launþegaarm- urinn í lífeyris- sjóðunum beiti sér gegn vaxandi tekjumun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Launakönnun VR sýnir átta prósenta hækkun launa félagsmanna milli ára: Vill láta skilgreina ofurlaun STJÓRNMÁL Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Önundur skipaði sjötta sæti á lista flokksins í kjör- dæminu í síðustu kosningum og hefur verið varaþingmað- ur hans á kjörtíma- bilinu. Önundur hefur unnið sem prestur, blaðamaður, kennari og sjómaður um ævina. Hann hefur þjónað á þremur stöðum á Suðurlandi; á Breiðaból- stað, í Höfn í Hornafirði og Garði á Suðurnesjum. - bþs Önundur Björnsson: Gefur kost á sér í 2.-3. sæti ÖNUNDUR BJÖRNSSON STJÓRNMÁL Magnús Norðdahl lög- maður sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Magnús vann að stofnun Samfylk- ingarinnar og hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Hann hefur verið lögfræðingur Alþýðusambands Íslands undanfarin tíu ár. Frá hausti 2004 til vors 2005 sinnti Magnús vopnahléseftirliti á vegum utanríkisráðuneytisins á Srí Lanka. - bþs Magnús Norðdahl lögmaður: Í prófkjör hjá Samfylkingunni MAGNÚS NORÐDAHL Sagði Bush vera djöfulinn Hugo Chávez, forseti Venesúela, líkti George W. Bush við djöfulinn sjálfan í gær á allsherjarþinginu í New York. „Djöfullinn var hér í gær,“ sagði Chávez og signdi sig. Forsetinn kvartaði síðan undan brennisteinsfnyk í lofti. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.