Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 8

Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 8
8 21. september 2006 FIMMTUDAGUR 1. Hvað heitir fyrrverandi forsetis- ráðherra Taílands sem hrakinn var frá völdum í fyrradag? 2. Hvaða fyrirtæki hefur keypt alla miða á eina af væntalegum tónleikum Björgvins Halldórs- sonar? 3. Hvaða útvarpsmann taldi vopnaður maður, sem réðst inn í hljóðver útvarpsstöðvarinnar X-ins um helgina, sig eiga sökótt við? TÓKÝÓ, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráð- herra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koiz- umi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætis- ráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinn- ar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætis- ráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í próf- kjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almenn- ings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjör- inn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóresk- um stjórnvöldum. Tengsl ráða- manna þessara ríkja við núver- andi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hern- aðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdar- verk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernis- sinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna jap- önsku þjóðarinnar verði endur- skilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskr- ar utanríkisstefnu allt frá endur- reisn landsins eftir seinni heims- styrjöldina. klemens@frettabladid.is Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. SHINZO ABE PRÓFAR VALDASTÓLINN Hér sést Abe koma sér fyrir á skrifstofu Frjáls- lynda lýðræðisflokksins í Tókýó. Abe var kosinn forseti flokksins með 464 atkvæðum af 703. Sökum yfirburðastöðu flokksins er hann líklegastur manna til að taka við völdum af núverandi forsætisráðherra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LAUNAMÁL Laun félagsmanna VR hækkuðu um átta prósent milli áranna 2005 og 2006, samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönn- unar VR sem kynntar voru í gær. Er þetta tveimur prósentum minni hækkun en kom fram í launakönn- un VR í fyrra og örlítið minni en hækkun launavísitölunnar á tíma- bilinu, að sögn Gunnars Páls Páls- sonar, formanns VR. „Við höfum yfirleitt legið hærra en launavísi- talan og hugsanleg skýring á því að laun hækka ekki meir núna gæti verið aðstreymi erlends vinnu- afls.“ Gunnar segir fátt koma á óvart í könnuninni en helstu vonbrigðin séu að ekki hafi dregið úr launa- mun kynjanna í ljósi þess að VR fór í mikla herferð gegn honum í fyrra. Kynbundinn launamunur er fimmtán prósent og hefur nánast staðið í fjögur ár. Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna hefur aukist á síðustu árum. Meðalheildar- laun fólks í hópi fimm prósent launahæstu eru að jafnaði 411 pró- sentum hærri en þeirra sem eru í hópi fimm prósent launalægstu. Gunnar segir vaxandi tekjumun áhyggjuefni og kallar eftir skil- greiningu á ofurlaunum. Í grein sinni í VR blaðinu nefnir hann þá tillögu að laun forstjóra verði ekki meiri en tíföld meðallaun í viðkom- andi fyrirtæki og sama eigi við um bónusa, sé arðsemi fyrirtækis veruleg. „Ég er með þessu að kalla eftir viðbrögðum frá samfélaginu. Það virðist vera árlegt upphlaup í þessum málum sem fjarar síðan alltaf út.“ - sdg GUNNAR PÁLL PÁLSSON, FOR- MAÐUR VR Vill að launþegaarm- urinn í lífeyris- sjóðunum beiti sér gegn vaxandi tekjumun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Launakönnun VR sýnir átta prósenta hækkun launa félagsmanna milli ára: Vill láta skilgreina ofurlaun STJÓRNMÁL Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Önundur skipaði sjötta sæti á lista flokksins í kjör- dæminu í síðustu kosningum og hefur verið varaþingmað- ur hans á kjörtíma- bilinu. Önundur hefur unnið sem prestur, blaðamaður, kennari og sjómaður um ævina. Hann hefur þjónað á þremur stöðum á Suðurlandi; á Breiðaból- stað, í Höfn í Hornafirði og Garði á Suðurnesjum. - bþs Önundur Björnsson: Gefur kost á sér í 2.-3. sæti ÖNUNDUR BJÖRNSSON STJÓRNMÁL Magnús Norðdahl lög- maður sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Magnús vann að stofnun Samfylk- ingarinnar og hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Hann hefur verið lögfræðingur Alþýðusambands Íslands undanfarin tíu ár. Frá hausti 2004 til vors 2005 sinnti Magnús vopnahléseftirliti á vegum utanríkisráðuneytisins á Srí Lanka. - bþs Magnús Norðdahl lögmaður: Í prófkjör hjá Samfylkingunni MAGNÚS NORÐDAHL Sagði Bush vera djöfulinn Hugo Chávez, forseti Venesúela, líkti George W. Bush við djöfulinn sjálfan í gær á allsherjarþinginu í New York. „Djöfullinn var hér í gær,“ sagði Chávez og signdi sig. Forsetinn kvartaði síðan undan brennisteinsfnyk í lofti. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.