Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 68
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR32 Hvað eiga Alfreð Gísla- son handboltamaður, Páll Magnússon útvarpsstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjórar, og Arnaldur Indriðason glæpasagnahöf- undur sameiginlegt? Um þau öll má lesa í nýútkomn- um bókum sem nefnast Íslenskir sagnfræðingar I-II. Þau eru öll með sagn- fræðimenntun. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar breytingar í heimi háskólafólks. Samfélag þessa hóps hefur stækkað ört og er áberandi í samfélaginu á margvíslegan hátt. Allt tengist þetta meiri fagvæð- ingu samfélagsins og aukinni áherslu á menntun og vísindi. Ein er sú fagstétt sem hefur sett mikinn svip á þessa sögu alla en það eru sagnfræðingar, sem hafa farið fyrir framsæknu fræða- starfi í landinu á undanförnum tíu til fimmtán árum. Nú hafa sagn- fræðingar stigið enn eitt skrefið fram á við og tekið saman veglega umfjöllun um fagið og fræðimenn- ina sem því tilheyra, meðal annars í sérstöku stéttartali. Fólkið og fræðigreinin Upphafsmaður þessarar vinnu er dr. Sigurður Gylfi Magnússon, fyrrverandi formaður Sagnfræð- ingafélagsins, en hann er einn af ritstjórum bindanna tveggja. „Í fyrra bindinu sem kom út nú á dögunum er að finna hefðbundnar ættfræðiupplýsingar um þá sem hafa hlotið háskólamenntun í sagn- fræði hér á landi eða erlendis,“ segir Sigurður Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Meginhugmynd okkar byggðist á því að búa til ramma utan um fagið svo við gætum gert okkur grein fyrir hverjir tilheyrðu því og hvernig stéttin hefði orðið til á 20. öld. Það eru auðvitað ýmsar leiðir færar til að kanna það en við sem vorum í forsvari fyrir bækurnar tvær töld- um að það væri ekki aðeins mikil- vægt fyrir sagnfræðinga sjálfa að átta sig á umfangi sinnar eigin stéttar, heldur myndi verkið gefa menntamála- og háskólayfirvöld- um mikilvæga vitneskju um hvernig þetta tiltekna háskólanám hefði nýst. Þessi vinna ætti einnig að gagnast sagnfræðiprófessorum ákaflega vel því bækurnar báðar sýna svo ekki verður um villst hvert leiðir fólks hafa legið og þar með gefst tækifæri til að bera saman námsframboð og störf sagnfræðinga.“ Níu ára útgáfusaga Sigurður Gylfi segir að forleggjar- ar bókanna, þeir Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson hjá Skruddu, hafi stutt mjög við bakið á allri hinni miklu vinnu sem hefur staðið við talið samfleytt frá haust- inu 1997. Þeirra hlutur hafi verið stór við vinnslu stéttartalsins sjálfs en sagnfræðingar hafi unnið síðara bindið, sem fjallar um fagið frá mörgum hliðum. Þar eru birtar valdar greinar sem fjalla um þróun sagnfræðinnar á öldinni sem leið, sjálfsævisögubrot þekktra sagn- fræðinga er þar einnig að finna og loks eru ungir sagnfræðingar með stuttar en snarpar greinar um sín sérsvið. Þessi umfjöllun gefur glettilega góða sýn á strauma og stefnur í faginu auk þess sem sjálfsævisögubrotin opna fyrir mun persónulegri umfjöllun um fræðigreinina. Umfjöllunin öll gefur einnig lesendum tilfinningu fyrir þróun hugvísinda frá stofnun Háskóla Íslands 1911 og til þessa dags. Annáll Sagnfræðingafélagsins „Í fyrra bindinu er einnig rakinn annáll Sagnfræðingafélags Íslands, en hann tók Bragi Þor- grímur Ólafsson saman, og þar kemur vel fram hve starfsemi félagsins hefur verið stigvax- andi,“ segir Sigurður Gylfi. Það er óhætt að fullyrða að Sagnfræð- ingafélagið hafi slegið í gegn með hádegisfundum sem hafa verið hálfsmánaðarlega á vetrardag- skrá félagsins frá upphafi árs 1998 og hafa dregið að sér stóra hópa fólks á hvern fund. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sigla þessu verki í höfn eftir mikla vinnu á undanförnum árum og ég er þess fullviss að það muni styrkja starfsemi Sagnfræðinga- félagsins mikið í framtíðinni. Sagnfræðin er fyrst greina í hug- vísindum til að fá svona umfjöllun og ég vona að aðrar fræðigreinar fylgi á eftir því, þannig tryggjum við öfluga aðkomu alls hugvís- indafólks að samtímaumræðunni,“ segir Sigurður Gylfi. svavar@frettabladid.is Að þekkja sjálfan sig SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON Sigurður er upphafsmaður bókanna Íslenskir sagnfræð- ingar I-II. Bækurnar eru ávöxtur níu ára vinnu sem margir hafa komið að. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nám og starf yngstu leikskólabarnanna verður tekið til umfjöllunar á ráðstefnu við kennaradeild Háskólans á Akureyri á laugardaginn. Sjónum verður sérstaklega beint að stærðfræðikennslu. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða sænskir leikskóla- kennarar og ætla þeir að kynna verkefni sem unnið var á tuttugu og tveimur deildum yngstu barna, þar sem leikskólakennararnir horfðu á starfið út frá sjónarhorni stærðfræðinnar. „Við gleymum stundum að líta til yngstu barnanna en það er sannarlega verið að vinna mikið starf með þeim á leikskólum,“ segir Sigríður Síta Pétursdóttir, sérfræðingur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Hún nefnir sem dæmi um hvernig stærðfræðikennsla yngstu leikskólabarnanna fari fram að börnum sé kennt að horfa á umhverfið út frá hugtökum stærðfræðinnar og þau þjálfuð í að nota hugtök úr heimi hennar í máli sínu. ■ Stærðfræðikennsla yngstu leikskólabarnanna: Umhverfið kannað út frá stærðfræði o Auðlindafræði verða kynnt á málstofu sem haldin verður að Borgum, rann- sóknarhúsi við Háskólann á Akureyri, á föstudaginn. Meðal þeirra sem stíga á stokk er Rut Hermannsdóttir en hún er að vinna að meistaraverkefni um notkun lífvirkra efna í lúðueldi. Hún segir ónæmisfræði snemma hafa vakið athygli sína og forvitnilegt sé að sjá hvernig hægt sé að styrkja ónæmiskerfi lúðuseiða til að draga úr afföllum í stofninum. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við Fiskey ehf., Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Náttúru-fræðistofnun Íslands og Akureyrarsetur. Rann- sóknir hófust í fyrra og er áætlað að þeim ljúki á næsta ári. „Líftækni og þá sérstaklega ónæmiskerfi er mjög spenn- andi og áhugavert að sjá hvernig náttúruleg efni geta gert líkama sterkari,“ segir Rut en hún er nýkomin af ráðstefnu í París um ónæmisfræðinnar og ætlar því einnig að kynna það nýjasta á þessu sviði. ■ Ónæmiskerfið styrkt: Líftækni bjargar lúðuseiðum Landbúnaðarháskóli Íslands tók til starfa 1. jan- úar 2005. Rektor hans er doktor Ágúst Sigurðs- son. Skólinn er vísindaleg fræðslu- og rannsókna- stofnun á háskólastigi, auk þess sem þar er boðið upp á starfsmenntanám í búfræði og garðyrkju- tengdum greinum auk endurmenntunar. Þar er hægt að taka BS próf á fjórum námsbrautum, það er búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi en það er fornám að landslagsarkítektúr. Einnig er þar boðið upp á mastersnám og doktorsnám. Fimm námsleiðir eru á fram- haldsskólastigi, það eru blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, skóg- ur/umhverfi og skrúðgarðyrkja. Aðalaðsetur skólans er á hinum sögufræga stað Hvanneyri í Borgarfirði, þar sem Búnaðarskólinn var stofnaður árið 1889.Und- anfarin ár hafa verið byggðir upp nýtískulegir nemendagarðar á Hvanneyri með einstaklingsherbergjum og fjölskylduíbúðum auk sem leikskóli og barnaskóli eru reknir á staðnum. ■ Skólinn: Nýtískulegur skóli á gömlum grunni „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskóla- setursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheim- speki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stór- kostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferði- legar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrir- lestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efa- semdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt mat- væli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þor- varður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nem- endur að kanna þau, einkum sið- ferðilegu hliðina. KENNARINN: ÞORVARÐUR ÁRNASON LÍFRÆÐINGUR OG DOKTOR Í NÁTTÚRUHEIMSPEKI Öræfi og sjálflýsandi svín Vísindavakan er tileinkuð vís- indamönnum og haldinn hátíð- leg í fjölda borga Evrópu á morgun. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og auka þekkingu almennings á störfum þeirra og mikilvægi. Alls verða kynnt 50 rannsóknar- verkefni og verður áhersla lögð á að upplýsingum verði komið á framfæri á aðgengilegan og líf- legan hátt. Í aðdraganda Vísindavökunn- ar sjálfrar hefur verið boðið upp á Vísindakaffi og má nefna í kvöld verður fyrirlestur sem ber heitið Pálmatré við Jökulsárlón? en þar fjalla vísindamenn um hnattrænar breytingar og áhrif þeirra á Ísland í framtíðinni. Börn eru einnig boðin sérstak- lega velkomin á Vísindavökuna enda hafa þau lagt sitt af mörk- um við hana og má þar nefna teikni- og ljósmyndasamkeppni þar sem ungmennum gafst kost- ur á að sýna hugmyndir sínar um vísindinn og vísindamenn. Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn verður einnig með dag- skrá í boði í tengslum við Vís- indavökunna og geta upprennandi vísindamenn upplifað vísindinn þar ásamt foreldrum sínum. Í fyrra tóku um 700 manns þátt í vökunni og er áhugasömum bent á að hátíðarhöldin standa frá klukkan fimm til níu á Listasafn- inu í Tryggvagötu og frekari upplýsingar má finna á síðunni menntagatt.is. - kdk Vísindin heiðruð á Vísindavöku: Vakað fyrir vísindunum Árið 2001 voru 4.593 karlar og 7.660 konur í háskólanámi á Íslandi. Árið 2003 voru 5.705 karlar og 10.047 konur í háskólanámi á Íslandi. Árið 2005 voru 6.345 karlar og 10.762 konur í háskólanámi á Íslandi. Kjarni málsins vaxtaauki! 10% www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Ótrúleg… … sæ la !! ! Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku nám, fróðleikur og vísindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.