Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 6
6 24. september 2006 SUNNUDAGUR 35 % Afsláttur Ræstivagn Elite 100 Suðurlandsbraut 26 108 Reykjavík Sími: 510 0000 Fax: 510 0001 besta@besta.is Brekkustíg 39 260 Njarðvík Sími: 420 0000 Fax: 420 0001 njardvik@besta.is Miðás 7 700 Egilsstöðum Sími: 470 0000 Fax: 470 0001 egilsstaðir@besta.is Grundargötu 61 350 Grundarfirði Sími: 430 0000 Fax: 430 0001 grund@besta.is Hentugur vagn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Verð á vagni, moppu og skafti Nú: 33.904.- Áður: 52.159.- *meðan birgðir endast UMFERÐ Fimmtíu og einn ökumað- ur var kærður fyrir of hraðan akstur á Akureyri í fyrradag. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda kæra var sérstakt eftirlit lögreglunnar á götum við Glerárskóla og Brekkuskóla þar sem hámarkshraði er þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Þrír eiga von á að verða sviptir ökuréttindum í einn til tvo mánuði. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað yfir sextán hundruð ökumenn fyrir of hraðan akstur það sem af er þessu ári, fjögur hundruð fleiri en á sama tíma í fyrra. - sþs Átak hjá lögreglunni á Akureyri: Fimmtíu og einn bílstjóri kærður BANGKOK Herforingjastjórnin í Taílandi fundaði um helgina um möguleg forsætisráðherraefni. Talið er að þeir muni láta konung Taílands, Bhumibol Adulyadej, fá lista yfir þá einstaklinga sem þeir telja hæfa og verður lokaákvörð- unin í höndum konungsins. Meðal þeirra sem telja má víst að séu á listanum eru Supachai Panitchpadki, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar (WTO), Chatumongol Sonakul, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, Pridiyathorn Devakula, núverandi seðlabankastjóri, og Ackaratorn Chularat, forseti hæstaréttar. Konungurinn mun tilkynna val sitt næsta miðviku- dag og mun komandi forsætisráð- herra fara með völd fram að kosningum sem fram fara í október á næsta ári. Herforingjastjórnin hefur verið gagnrýnd af ýmsum mannréttindasamtökum fyrir að banna alla opinbera fundi og ritskoða og banna fjölmiðla andvíga valdaráninu. Valdaránið hefur ekki kallað á blóðsúthell- ingar en fyrsti almenni mótmæla- fundurinn fór fram á laugardag. Hann var leystur upp án átaka enda hefur hermönnum verið skipað að sýna borgurum vinsamlegt viðmót. - tg Ný ríkisstjórn í Taílandi innan tveggja vikna: Leita forsætisráðherra SKRIÐDREKAR Á GÖTUM BANGKOK Fyrstu mótmælin síðan valdaránið var gert fóru fram á götum Bangkok í gær. NEYTENDAMÁL Verð á ferskum fiski hefur hækkað um allt að 28 pró- sent á höfuðborgarsvæðinu frá því í janúar á þessu ári. Þetta kom fram í verðkönnun sem verðlags- eftirlit ASÍ lét gera í vikunni. Í könnuninni var verð skoðað á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og stórmörkuðum. Í niðurstöðun- um segir að meðalverð hafi hækk- að á öllum tegundunum sem könn- unin náði til, að tindabikkju undanskilinni. Flestar tegundirn- ar hafa hækkað um allt að tíu pró- sent. Mikill verðmunur reyndist vera milli verslana. Í niðurstöðun- um eru nefnd dæmi um allt að 113 prósenta verðmun á einni tegund milli verslana. Lægsta verðið á flestum tegundum er í Fjarðar- kaupum en það hæsta í Gallerí Fiski. Henný Hinz, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins, segir að það sem sé kannski mest sláandi í nið- urstöðunum sé að hækkanirnar séu gegnumgangandi í öllum teg- undum. „Umhverfið á markaðin- um hefur náttúrulega breyst. Sex búðir hafa sameinast í eina keðju,“ segir Henný, en sú breyting hefur nýlega orðið að sex fiskbúðir hafa sameinast undir nafninu Fiski- saga. „Maður myndi ætla að slíkt ætti að skila hagræðingu í rekstri. En svo virðist vera að færri sam- keppnisaðilar á markaðinum geti verið verri fyrir neytandann.“ - þsj Verðlagskönnun ASÍ sýnir tíu prósenta meðalhækkun á fiski: Allt að 28 prósenta hækkun FERSKUR FISKUR Mikil verðhækkun hefur átt sér stað það sem af er ári á flestum tegundum af fiski. MIÐ-AUSTURLÖND, AP Ramadan er byrjaður í flestum ríkjum múslima í Mið-Austurlöndum en mánuðurinn hefst þegar nýtt tungl rís í níunda mánuði ársins samkvæmt Hijri-dagatalinu. Múslimar trúa því að Kóraninn hafi verið gerður Múhameð spámanni opinber í Ramadan fyrir um 1.400 árum og þess vegna sé hann helgur mánuður. Á meðan á Ramadan stendur fasta múslimar bæði á mat og drykk frá sólarupprás til sólar- lags, auk þess sem þeir reykja ekki eða stunda kynlíf. Slæmar hugsanir og gjörðir á einnig að forðast í mánuðinum. - tg Ramadanmánuður byrjaður: Múslimar fasta RAMADAN Í MÚSLIMALÖNDUM Í Kabúl, höfuðborg Afganistans, byrjaði Rama- dan á laugardaginn. SKIPULAGSMÁL Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulags- fræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslags- breytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar sam- gönguviku. Trausti segir að sjávarflóða- varnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrar- bakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávar- megin við brautina.“ Trausti segir vandann á höfuð- borgarsvæðinu vera margvísleg- an. „Í fyrsta lagi er almenn hækk- un á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyll- ingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávar- hæðina við Reykjavík þá er sjór- inn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á land- fyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahætt- una mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteð- fyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóð- bylgju hefði farið inn í Faxafló- ann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kíló- metra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ thordur@frettabladid.is Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna Skipulagsfræðingur segir sjávarflóðavarnargarða of lága og landfyllingar viðkvæmar vegna vanmats á flóða- hættu í Reykjavík. Sérfræðingar telja að sjávarhæð við borgina muni rísa um allt að metra á næstu öld. STRANDLENGJAN VIÐ SKÚLAGÖTU Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. TRAUSTI VALSSON Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Ætlar þú í rjúpnaveiði? Já 9,6% Nei 90,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú með yfirdrátt? LÖGREGLUMÁL Móðir nokkur tók afar ábyrga afstöðu gagnvart glannalegum akstri sonar síns að mati lögreglunnar á Húsavík. Sonurinn var tekinn á 160 kílómetra hraða á fimmtudaginn í umdæmi lögreglunnar á Húsavík og verður sviptur ökuréttindum í kjölfarið. Daginn eftir hringdi móðirin í lögregluna og bað hana að taka bílinn, sem er skráður á hennar nafn, af syni hennar. Þakkaði hún lögreglunni fyrir og sagðist styðja það heilshugar að sonurinn verði sviptur ökurétt- indum. - sdg Ábyrg afstaða foreldris: Móðir lét taka bíl af syninum HAVANA, AP Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, lýsti því yfir opinberlega að hann væri þess fullviss að Fidel Castro myndi snúa aftur til valda í desember. Castro hefur ekki komið fram opinberlega síðan 26. júlí en á síðustu vikum hafa birst myndir af honum í náttfötum á fundum með bæði Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Hugo Chavez, forseta Venesúela. Raúl Castro, yngri bróðir Fidels og starfandi forseti Kúbu, segir Fidel á góðum batavegi og að framför hans sé stöðug. - tg Castro á batavegi: Endurkoma í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.