Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 24. september 2006 13 Umræðan Áhættuhegðun í umferðinni Aksturshættir ungra ökumanna eru ofar-lega í huga þeirra sem sinna umferðar- öryggismálum. Hlutfall ungs fólks á aldrin- um 17-24 ára er 32% þeirra sem slasast eða látast á ári hverju í umferðinni hér á landi. Langflest alvarleg umferðarslys má rekja til mistaka ökumanns eða vísvitandi rangrar hegðunar undir stýri. Að mati Rannsóknar- nefndar umferðarslysa er mjög brýnt að rannsakað verði hvaða leiðir eru líklegastar til árangurs gegn alvarlegum umferðarslys- um þar sem ungir ökumenn eiga hlut að máli. Yfirstjórn umferðaröryggismála hefur tekið í sama streng. Rannsóknir hafa gefið vísbendingu um að áhættuhegðun fylgi lífsstíl þeirra ein- staklinga sem gerast sekir um alvarleg umferðarlagabrot. Brot eins og ölvunarakst- ur, hraðakstur, ofsaakstur, að nota ekki bíl- belti, leyfa sér kappakstur í umferðinni, aka of nálægt næsta bíl á undan o.fl. Fá oft sekt- ir vegna umferðarlagabrota. Getum við eflt rannsóknir á áhættuhegðun í tengslum við lífsstíl einstaklinga sem orsök alvarlegra umferðarslysa og með því forvarnir? Getum við leiðbeint ungu fólki betur um orsakir og afleiðingar alvarlegra umferðarslysa ? Áhættuhegðun Rannsóknarnefnd umferðarslysa lét kanna aksturshætti ungra ökumanna sérstaklega áríð 2003 og var niðurstaða þeirrar könnun- ar birt í ársskýrslu nefndarinnar 2004. Kom m.a. fram að aðstæður og lífsstíll ungmenna spái allsterkt fyrir um áhættuhegðun í umferðinni, að félagslegt umhverfi ung- menna hafi veruleg áhrif á akstursvenjur þeirra. Gott fjölskyldulíf og góð líðan ungs fólks í skóla dragi úr líkum á áhættuhegðun þess í umferðinni. Mikil samvera ungmenna með jafningjahópi sínum og lífsstíll sem einkennist af skemmtunum auki á hinn bóg- inn líkurnar á áhættuhegðun. Erlendar kannanir hafa leitt líkur að því að það hefði mátt greina áhættuein- kenni hjá einstaklingum allt að tveimur árum fyrir umferðar- slys, sem þeir voru valdir að. Jafnvel að slík einkenni væru greinanleg hjá einstaklingum áður en þeir ná 17 ára aldri, en ökuleyfi er bundið við þann aldur. Sérstakur áhættuhópur væru m.a. einstaklingar sem stunda ekki íþróttir, drekka oft áfengi, fara hratt yfir og víða og hafa mjög mikinn áhuga á bílum. Ekki er víst að þessar niðurstöður séu algild sannindi, en það er vert að skoða þær nánar. Ef það er mögulegt að skilgreina sérstaka áhættuhópa meðal ungs fólks sem líklegar orsakir slysa í umferð- inni út frá lífsstíl þeirra væri með sama hætti mögulegt að skilgreina markhópa og hvernig haga megi forvörnum gagnvart þeim. Mögulega þannig að skapa mætti skil- yrði þar sem sérstakur áhættuhópur leitaði sjálfur leiða til að breyta háttsemi sinni til betri vegar. Jafningjafræðsla gæti þar komið við sögu meðal annarra úrræða, þar sem leitað yrði svara við spurningum eins og þeirri: Hvað framkallar vísvitandi ranga hegðun hjá ökumanni á vegum úti, sem veit fullvel að slíkt er hættulegt honum sjálfum og ekki síður öðrum vegfarendum? Leiðsögn - upplýsingar Rannsóknarnefndin telur æski- legt að efla rannsóknir á orsök- um áhættuhegðunar og skoða forvarnir á grundvelli þeirra. Skólarnir í landinu gætu haft hlutverki að gegna um slíkar rannsóknir sem og einkaaðilar, eins og tryggingafélögin sem gegna vel hlutverki sínu í for- varnarmálum. Í kjölfar nýrra laga um rann- sóknarnefnd umferðarslysa er fjallað um einstök banaslys í skýrslum nefndarinnar sem eru birtar í forvarnarskyni á vef- síðu hennar og er það breytt framkvæmd. Hefur nefndin hvatt til þess að skólar nýti skýrslur nefndarinnar í rannsóknar- og verkefnavinnu nemenda ásamt öðrum skýrslum sem gefnar eru út um umferðar- öryggismál. Gæti slík vinna nemenda með upplýsingar, tölfræði, heimildavinnu, rann- sóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn alvarlegum umferðarslysum. Í námsefni skólanna, t.d. í eðlisfræði og líffræði, mætti að auki fjalla um orsakir umferðarslysa, um þá gífurlegu krafta sem losna úr læðingi við árekstur bifreiða á mismunandi hraða, útafakstur bifreiða við mismunandi umhverfisaðstæður, íslenska vegi, sem eru misjafnir að gæðum, slit á vegum, þol mannslíkamans, áverka, nauðsyn bílbeltanotkunar og atvik önnur sem greint er frá í skýrslum nefndar- innar. Ungt fólk er vant myndefni í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og tölvum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að vanda til fræðslu- efnis á þessum vettvangi með bestu mögu- legri nútímatækni. Verkefnið er umfangs- mikið og einkaaðilar með fjölþætta reynslu, þekkingu og fjármuni þurfa að koma að því ekki síður en opinberir aðilar. Höfundur er hrl. og formaður Rannsóknar- nefndar umferðarslysa. Lífsstíll og slys ungra ökumanna ÁSDÍS J. RAFNAR Gott fjölskyldulíf og góð líðan ungs fólks í skóla dragi úr líkum á áhættuhegðun þess í umferðinni. Mikil samvera ungmenna með jafningjahópi sínum og lífsstíll sem einkennist af skemmtunum auki á hinn bóginn líkurnar á áhættuhegðun. brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skál- holti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipu- lagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónar- mið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélags- ins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og sam- lyndi vera leiðarljós okkar allra. Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Skálholtsstaður var einangrað- ur frá þeim sem bjuggu í sveit- inni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 1 3 4 www.kia.is Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Við kynnum nýjan KIA Sorento – aflmeiri, betur búinn og enn glæsilegri. Sorento hefur slegið í gegn um allan heim og eignast dygga fylgismenn á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Sorento er orðinn næstmest seldi jeppi landsins. Líklega langbestu jeppakaupin í dag. Komdu og sjáðu glæsilegri Sorento á enn betra verði. Sjón er sögu ríkari. KIA Sorento með aflmeiri og hljóðlátari 170 hestafla dísilvél með 5 þrepa sjálfskiptingu. Verð kr. 3.675.000 KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. Sorento Frábær kaup í betri jeppa KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. 3 ára ábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.