Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 12
 24. september 2006 SUNNUDAGUR12 Umræðan Viðbrögð við grein Illuga Gunnars- sonar Illugi Gunnarsson ritaði grein í Frétta-blaðið sunnudaginn 17.9. þar sem hann fjallaði um grunnskólann og hvernig megi gera hann betri. Það er alltaf gleði- efni þegar einhver tekur sig til og skrif- ar um mikilvægi góðrar menntunar, bæði fyrir börnin og fyrir samfélagið í heild. Það er sérstaklega mikilvægt að einstaka sinnum heyrist raddir annarra en þeirra sem starfa innan skólakerfisins eða í nánum tengslum við það. Illugi fjallar m.a. um mikilvægi góðs námsefnis og það er sá þáttur í grein hans sem mig langar að bregðast við með nokkrum orðum. Hann segir mér til mikillar ánægju „námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs“. Um það erum við vissulega sammála og því er að mínu mati afar mikilvægt að vandað sé til námsefnisútgáfu fyrir börn í skyldunámi. Náms- efni þarf að gefa út hjá bókaforlagi sem vandar til verka og leggur metnað sinn í að efnið sé í samræmi við námskrár, málfar sé vandað og stafsetning rétt, efnið gefi réttar upplýsingar, sé fordómalaust, fallegt og áhugavekjandi. Það er langt ferli að breyta handriti að kennslu- bók í útgefið efni. Það þarf styrka ritstjórn þar sem séð er til þess að öll ofangreind atriði séu eins og best verður á kosið. Til þess að tryggja þetta eru fengnir sérfræðingar á viðkomandi sviði til að lesa yfir textann og sannreyna að allt sé þar satt og rétt. Síðan fara sérfræðingar í íslensku yfir málfar og stafsetningu, þá eru það reyndir kennarar sem skoða hvort framsetning og kennslufræði séu við hæfi barna á þessu aldursstigi. Loks þarf myndlistar- fólk til að myndskreyta eða teikna skýringarmynd- ir, nú eða ljósmyndara til að útvega nauðsynlegar myndir í efnið. Svo þarf auðvitað útlitshönnuð og umbrotsfólk áður en kemur að prentun eða birtingu á neti. Heldur finnst mér Illugi gera lítið úr öllu þessu starfi þegar hann talar um að kennarar geti sjálfir búið til námsgögn og selt þau til annarra skóla. Það hljómar eins og þeir geti setið við tölvuna sína og samið texta, náð sér í myndir, prentað út, heft saman og selt til hinna skólanna. Hann stingur upp á því að hugvit kennara sé virkjað í námsefnisgerð. Það er að sjálfsögðu gert og það í stórum stíl. Ég vona að Illugi haldi ekki að starfs- fólk Námsgagnastofnunar sitji á skrif- stofum sínum og semji námsefni. Svo er ekki. Nánast allir höfundar námsefnis hjá Námsgagnastofnun eru kennarar og þannig hefur það alltaf verið. Á hverju ári eru ráðnir yfir hundrað verktakar til að vinna að námsefnisgerð fyrir skyldu- námið, þar á meðal eru tugir kennara. Illugi segir í grein sinni að ef skóli er ekki ánægður með það efni sem Náms- gagnastofnun hefur á boðstólum eigi hann ekki annarra kosta völ en að taka af rekstrarfé til að kaupa annað náms- efni. Í raun er það svo að hluta af fjár- veitingu Námsgagnastofnunar er varið til kaupa á námsefni sem stofnunin gefur ekki út sjálf. Skól- arnir hafa svokallaðan sérkvóta sem þeir geta ráð- stafað til kaupa á efni sem þeir velja sjálfir að fá annars staðar frá. Það getur verið frá öðrum útgef- endum, kennurum, skólum eða öðrum sem hafa námsefni í boði. Námsgagnastofnun veitir skólun- um þá þjónustu að panta efnið, borga fyrir það og senda síðan endurgjaldslaust til skólanna. Þessi upphæð mætti vissulega vera hærri, en hún er ákveðið hlutfall af fjárveitingu stofnunarinnar og fylgir því hækkunum og lækkunum sem verða á fjárveitingum til námsefnisgerðar. Staðreyndin er þó sú að margir skólar fullnýta ekki þennan sér- kvóta sinn og bendir það til þess að ekki hafi þeir allir þörf fyrir þetta aukna svigrúm. Þeir eru til sem eins og Illugi trúa því að hér á Íslandi gæti orðið samkeppni á námsefnismarkaði sem telur rúmlega fjögur þúsund nemendur í árgangi. Úrvalið yrði meira og samkeppnin myndi tryggja lágt verð á námsbókum. En hér eru miklu stærri svið, eins og t.d. matvælamarkaðurinn þar sem verð er mun hærra en í nágrannalöndunum og ekki er um neina raunverulega samkeppni að ræða. Af hverju halda menn þá að samkeppni sem tryggði lágt vöruverð og mikil gæði yrði á ofurlitlum náms- efnismarkaði? Ég tek að lokum heilshugar undir það sjónarmið að ríkið þurfi að auka það fé sem rennur til náms- efnis fyrir grunnskóla og að hækka þurfi laun kenn- ara. Hvort tveggja er mikilvægur liður í því að bæta skólana svo þeir verði meðal þeirra bestu í heimi. Höfundur er forstjóri Námsgagnastofnunar. Námsefnisgerð fyrir grunnskóla INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR Umræðan Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söng- menn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bág- borið, kórastarf lítið sem ekkert og söng- menntun barna engin. Grunn- skólinn hafði engan tónlistar- kennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skál- holtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Hauka- dalskirkju fyrir 15 árum. Ráðn- ing hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðar- meðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skál- holti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkj- unum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiður- inn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kárs- nesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skál- holt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tón- leikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíð- ina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tón- listarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstung- urnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skál- holtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðn- ing organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörf- um. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skál- holti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir DRÍFA KRISTJÁNSDÓTTIR Hilmar Örn áfram í Skálholti! KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 1 3 4 www.kia.is Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Við kynnum nýjan KIA Sorento – aflmeiri, betur búinn og enn glæsilegri. Sorento hefur slegið í gegn um allan heim og eignast dygga fylgismenn á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Sorento er orðinn næstmest seldi jeppi landsins. Líklega langbestu jeppakaupin í dag. Komdu og sjáðu glæsilegri Sorento á enn betra verði. Sjón er sögu ríkari. KIA Sorento með aflmeiri og hljóðlátari 170 hestafla dísilvél með 5 þrepa sjálfskiptingu. Verð kr. 3.675.000 KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. Sorento Frábær kaup í betri jeppa KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. 3 ára ábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.