Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 4
4 24. september 2006 SUNNUDAGUR
���������� � ��
��
�� �������
www.minnsirkus.is/sirkustv���
��
Eldur kviknaði í húsi við Eyrarveg á
Þórshöfn í gærmorgun. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn en ekki hefur
verið búið í því í nokkurn tíma og
stafaði fólki því ekki hætta af. Ekki er
vitað um orsök eldsins.
Eldur í bíl við Players
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað út í fyrrinótt vegna elds í
sendiferðabíl sem lagt var fyrir utan
skemmtistaðinn Players í Kópavogi.
Að sögn vakthafandi slökkviliðs-
manns var bíllinn illa brunninn þegar
slökkvilið kom á vettvang og er að
öllum líkindum ónýtur. Ekki er vitað
um orsakir eldsins að svo stöddu.
SLÖKKVILIÐ
Eldur á Þórshöfn
BRETLAND Björgólfur Thor Björgólfsson er
kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er
kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins
Financial Times á kostum ríkustu manna
heimsins.
Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti
milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti
maður heims hafi stór blá augu og bros sem
slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt
atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt.
Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til
orðaleikja um víkingauppruna hans og að
sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans.
Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru
settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal
er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Mill-
er, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða
ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að
geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlaus-
an málstað. Er vísað í orðróm um að Miller
hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo
hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni.
Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak
við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama
titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er
talinn vel að titlinum kominn þar sem hann
klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum
fötum og skordýralegum sólgleraugum.
Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94
ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al-Rajhi,
bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-
Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista
fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í
heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sex-
tíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84.
ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vand-
ræðum með að sjá barnahersingunni far-
borða.
Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum
J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana
þekkja margir sem höfund bókanna um Harry
Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á not-
aða ritvél og lifði á meðan á bótum sem ein-
stæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í
kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að
verða milljarðamæringur á því að skrifa
bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð
farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur
fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni
var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind
risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er
tilvísun í bækurnar. sdg@frettabladid.is
BJÖRGÓLFUR ÞÓR BJÖRGÓLFSSON Stór blá augu, ómótstæðilegt bros og víkingalegt atgervi gera Björgólf kyn-
þokkafyllstan auðjöfra í flokkun fjármálatímaritsins Financial Times. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sagður ómótstæðilegur og
víkingalegur bláskjár
Björgólfur Thor Björgólfsson telst vera kynþokkafyllsti auðjöfurinn samkvæmt breska viðskiptablaðinu
Financial Times. Þykir hann hafa mikilfenglegt atgervi og ómótstæðilegt bros.
GENGIÐ 22.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
124,9934
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
70,76 71,1
134,66 135,32
90,66 91,16
12,149 12,221
10,876 10,94
9,779 9,837
0,6074 0,611
105,19 105,81
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
UTANRÍKISMÁL Utanríkismálanefnd
Alþingis fjallaði ekki um sam-
komulag um skiptingu landgrunns
í Síldarsmugunni milli Íslands,
Danmerkur, Færeyja og Noregs,
sem undirritað var á miðvikudag,
að sögn Steingríms J. Sigfússonar,
fulltrúa Vinstri grænna í nefnd-
inni.
„Það stendur í lögum að það
eigi að hafa samráð við utanríkis-
málanefnd um öll meiriháttar
utanríkismál. Og það eru fá mál
stærri en það að ganga frá meiri-
háttar samningi sem útkljáir rétt-
indamál og tengist lögsögu lands-
ins um aldur og ævi.“
Steingrímur segist ekki geta
útilokað að einhvern tímann hafi
verið farið yfir samningsmark-
miðin í nefndinni. „En það á bara
ekki að skrifa undir stóra réttinda-
samninga af þessu tagi áður en
farið er yfir málið í utanríkismála-
nefnd.“ Steingrímur vísar í að það
hafi verið venja hingað til eins og
þegar gengið var frá miðlínunni
milli Íslands og Grænlands annars
vegar og Færeyja hins vegar. Því
hafi verið um mistök að ræða í
þessu tilviki.
Steingrímur hyggst spyrjast
fyrir um málið á fundi nefndar-
innar í næstu viku. Ekki náðist í
Halldór Blöndal, formann utan-
ríkismálanefndar. - sdg
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir
mistök að ræða málið ekki í utanríkis-
málanefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samkomulag um skiptingu landgrunns í Síldarsmugunni undirritað í vikunni:
Ekki rætt í utanríkismálanefnd
SLYS Umferðarslys varð þegar
sportbifreið var ekið á miklum
hraða aftan á lítinn jeppa í
Ártúnsbrekku um klukkan fimm í
gær en loka þurfti svæðinu í
rúma klukkustund á eftir. Þrennt
var flutt á slysadeild en sam-
kvæmt upplýsingum frá vakthaf-
andi lækni voru meiðslin ekki
veruleg. Segir lögreglan að mildi
sé að ekki hafi farið verr en fjöldi
vitna greindi frá því að ökumaður
sportbílsins hefði ekið á ofsa-
hraða vestur Vesturlandsveginn.
Sorglegt sé til þess að vita að
umferðarátakið sem hefur verið í
gangi á vegum Umferðarstofu sé
ekki að skila sér. - kdk
Mildi að ekki fór verr:
Umferðarátak
skilar sér ekki
Móðirin stolt
„Það er aldeilis,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, móðir
Björgólfs Thors, um upptalningu kosta þeirra
sem prýða Björgólf Thor að mati greinarhöfunda
Financial Times.
Þóra segir þau foreldrana vera afar stolt af
Björgólfi, sem er yngsti sonur þeirra. „Hann hefur
ekkert breyst heldur er bara ennþá sami sonur-
inn eins og hann hefur alltaf verið.“
Þóra leiðrétti eina staðreyndarvillu sem
slæddist inn í umfjöllun tímaritsins. Svo virðist
sem greinarhöfundar hafi verið full ákafir í að
halda á lofti víkingaímyndinni og gert ráð fyrir að
Björgólfur væri bláeygur en hið rétta er að hann
er með grágræn augu.
SKÁK Taflfélag Vestmannaeyja
stóð í gær fyrir afmælismóti í
tilefni af því að áttatíu ár eru
liðin frá stofnun þess. Keppendur
voru bæði Eyjamenn og gestir en
alls tóku 48 skákmenn þátt á
mótinu.
Heimamaðurinn og stórmeist-
arinn Helgi Ólafsson bar sigur úr
býtum á mótinu en í öðru sæti
varð Bergsteinn Einarsson og
Hrannar Baldursson í því þriðja.
Magnús Matthíasson, formað-
ur Taflfélags Vestmannaeyja,
segir mikinn uppgang vera í
skákíþróttinni en í félaginu eru
nú um níutíu virkir félagar á
öllum aldri. - tg
Taflfélag Vestmannaeyja:
Afmælismót úti
í Eyjum
SIGURVEGARI Helgi Ólafsson stórmeist-
ari sigraði á afmælismótinu í Vest-
mannaeyjum.