Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 18
 24. september 2006 SUNNUDAGUR18 Þórhallur segir þetta fjall-gönguæði hafa byrjað hjá sér þegar hann gekk á Hvannadalshnúk en komst ekki alla leið vegna æfingaleysis. „Ég ákvað að fara aftur þremur vikum síðar og æfði mig fram að þeim tíma með því að ganga á Esjuna þrisvar í viku. Eftir það fór ég leikandi létt á Hvannadals- hnúkinn. Ég hélt síðan upptekn- um hætti og gekk á öll fjöll í nágrenni Reykjavíkur en gekk þá tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Þórhallur en á einni göngunni hitti hann göngufélaga sinn, Leif Hákonarson, sem var farinn að ganga eftir bókinni 151 tindur eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. „Við byrj- uðum að ganga eftir þessari bók saman og smám saman safnaðist í kringum okkur hópur fólks sem kallar sig nú Tinddátana. Í þeim hópi eru margir búnir að ganga á miklu fleiri tinda en ég,“ segir Þórhallur en viðurkennir þó að líklega hafi enginn gengið á eins marga tinda og hann á svo skömmum tíma, enda fór hann á 54 tinda úr bókinni á 52 vikum. „Meðan ég var að ganga á tind- ana í grennd við Reykjavík gat ég oft farið eftir vinnu en eftir að ég kláraði þá alla hef ég nýtt helg- arnar í göngurnar. Þá legg ég gjarnan af stað á föstudegi, geng á laugardegi og sunnudegi og keyri síðan heim aftur. Á virkum dögum geng ég á Esjuna til að halda mér við,“ segir Þórhallur og játar að heilmikill tími fari í fjallgöngurnar en honum sé þó mjög vel varið. Nóg af fjöllum á Íslandi Þórhallur segir marga tinda mjög eftirminnilega en nefnir í því sambandi Hrútsfjallstinda í Öræfasveit. „Þar fengum við frábært útsýni, auk þess sem gönguleiðin og öll umgjörðin í kringum gönguna á tindinn var mjög stórbrotin og skemmtileg. Síðan fórum við á Snækoll í Kerl- ingarfjöllum og fengum þar útsýni alveg vestur að Ingólfs- fjalli og að Kerlingu í Eyjafjarðar- sveit. Þaðan sáum við líka yfir Vatnajökul, þannig að útsýnið frá tindunum getur verið alveg stórkostlegt.“ Þórhallur segist alls ekki stefna á að klífa neina tinda erlendis enda sé nóg af tindum og fallegum fjöllum á Íslandi. „Eftir því sem ég geng meira verður listinn lengri yfir þau fjöll sem mig langar til að ganga á. Sums staðar þarf línur og ísaxir til að komast upp, þannig að það þarf að undirbúa sig vel fyrir hvern tind og fara varlega þar sem varasamt er að ferðast um. Sjálfur hef ég ekki gengið á mörg fjöll sem útheimta slíkan búnað.“ Tindarnir eru mjög misjafn- lega erfiðir, að sögn Þórhalls, sem segir þó Hrolllaugsborg í Drangajökli líklega erfiðasta líkamlega en nefnir einnig Hvannadalshnúk og Hrútsfjalls- tinda sem mjög erfiða tinda. Líkamleg þörf Þórhallur segir algjöran viðsnún- ing hafa orðið á líkamlegu atgervi frá því hann fór að ganga á fjöll fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan. „Þó að ég hafi verið alveg ágætlega á mig kominn þá er það allt annað núna. Úthaldið er fljótt að koma en það er líka fljótt að fara ef maður hættir að hreyfa sig. Mér er farið að finnast ég vera að svíkjast um ef ég fer ekki í fjallgöngu í einhvern tíma en að auki er þetta orðin líkamleg þörf, eins og með aðra líkamsrækt. Þetta er mín aðferð við að stunda líkamsrækt enda finnst mér leið- inlegt að vera á hlaupabrettinu í ræktinni,“ segir Þórhallur, sem virðist vera búinn að smita fjöl- skylduna af fjallgöngubakterí- unni. „Ætli það endi ekki með því að allir fjölskyldumeðlimirnir verði farnir að ganga á fjöll. Yngri sonur minn er byrjaður að ganga eftir bókinni líka en almennt fer það eftir því hvert verið er að fara hversu stór hluti fjölskyldunnar er tilbúinn að fara með. Það hafa ekki allir gaman af að ganga svona stíft og mikið en fjölskyldan er oft mjög áhugasöm um styttri og auð- veldari gönguleiðir.“ Erfiðara að fara niður Sem dæmi um hið góða form sem Þórhallur er kominn í eftir allar fjallgöngurnar er hann farinn að komast á Þverfellshorn Esjunnar á 53 mínútum en algengt er að fólk sé um tvær klukkustundir þangað upp. „Það var mjög góð tilfinning að fara undir sextíu mínúturnar,“ segir Þórhallur og bætir því við að á hverjum fjalls- tindi bíði verðlaun, sem felast í útsýninu og þeirri dásamlegu til- finningu að hafa sigrast á einum tindinum til viðbótar. „Oft er erfið- ara að fara niður fjöllin en upp og er þá best að fara niður á sama stað og maður fór upp. Þá er best að fara upp með það í huga að maður verði að komast niður aftur.“ Þórhallur segir alltaf ákveðna ánægju fólgna í því að ljúka við verkefni og það sama eigi við um fjallgöngurnar. „Þetta er fyrst og fremst gert fyrir sjálfan mig og er áskorun og keppni við mig sjálfan þannig að það skiptir í raun og veru engu máli hvenær ég lýk við að ganga á alla þessa tinda. Núna er 71 tindur eftir hjá mér þannig að það er af nógu að taka en ég er búinn að ganga á 80 tinda síðan í apríl á síðasta ári,“ segir göngu- garpurinn Þórhallur Ólafsson, sem ætlar að halda ótrauður áfram að ganga á fjallstinda Íslands. sigridurh@frettabladid.is Á TOPPI SNÆFELLSJÖKULS Þórhallur nýtur þess að hvíla sig eftir gönguna á Snæfells- jökul. MYND/GUÐMUNDUR FREYR JÓNSSON Verðlaunin bíða á hverjum fjallstindi Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, fékk svo sannarlega fjall- göngubakteríuna í apríl á síðasta ári og hefur farið í á milli 150 og 200 fjallgöngur síðan. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Þórhall og ræddi við hann um þetta stóra áhugamál. DR. GUNNI: Næsta verkefni skemmtilegast „Það er nú ekkert eitt fjall skemmtilegra en önnur. Það er þó þannig að maður fer oftar á þau fjöll sem eru nálægt manni. Til dæmis er Helgafell í Hafnar- firði mjög hressandi en það tekur ekki nema rúman hálf- tíma að fara þar upp ef maður hleypur. Síðan eru Þverfellshorn og Móskarðshnjúkar á Esjunni mjög skemmtileg. Það er samt alltaf gaman að labba á einhver ný fjöll þannig að næsta verk- efni er alltaf skemmtilegast.“ HARPA ARNARDÓTTIR: Fjallasýnin er falleg „Upp í hugann kemur þrenn- ingin Kverkfjöll, Snæfell og Herðubreið, sem mín uppá- haldsfjöll en þau eru öll stór- kostleg. Ég fór í Kverkfjöllin árið 1996 en það var mikil upp- lifun og stórkostlegt að koma þangað. Það er sérstakt að sjá háhitasvæði og hverasvæði á jöklinum. Annars er ekkert nauðsyn- legt að sigra fjöllin til þess að njóta þeirra því þau geta verið mjög falleg úr fjarlægð. Mér finnst til dæmis æðislegt að ganga á öræfum og njóta þaðan fallegrar fjallasýnar. Nú er spurning hvort ég þurfi að fara að ganga á Snæfell til að kveðja það þar sem verið er að spilla mikið í kringum það.“ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON: Tignarleg og dulúðug „Ég hugsa nú að Hekla sé það fjall sem mér þykir skemmtileg- ast að ganga á. Hún er einn verð- ugasti fulltrúi íslenskra fjalla og ég hefði viljað að hún væri kosin fjall Íslands, með fullri virðingu fyrir Herðubreið. Hekla er falleg og tignarleg en þó með mikla dulúð yfir sér. Í henni býr þessi ógn sem loðir alltaf við íslenska náttúru. Hún hefur sterka sögu um víti og álög þannig að hún er sennilega glæsilegasta og um leið dulúð- ugasta og mest ógnvekjandi fjall á Íslandi.“ PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON: Gangan veitir innblástur „Uppáhaldsfjallið er alltaf það fjall sem ég gekk síðast á. Akkúrat núna er það Helgafell í Mosfellsbæ. Það má reyndar deila um það hvort það sé fjall eða ekki. Gangan var létt en veitti mér mikinn innblástur.“ GENGIÐ Á HLÖÐUFELL Veður var eins og best verður á kosið þegar Þórhallur gekk á Hlöðufell og fékk frábært útsýni. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u. SENDU SMS SKEYTIÐ JA LSF Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER PS2 TÖLVA OG JUST CAUSE LEIKUR AUKA VINNINGAR ERU: LEGO STARWARS LEIKIR • PS2 TÖLVUR DVD MYNDIR • FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA! LENDIR Í BT 21. SEPT EMPER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.