Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 75
SUNNUDAGUR 24. september 2006 35 vaxtaauki! 10% VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Sigmundur Ernir Rúnarsson. 2 Til Vestmannaeyja. 3 Al Gore. FÓTBOLTI Alan Curbishley segist ekki ætla að snúa aftur sem knattspyrnustjóri fyrr en í fyrsta lagi í lok október. Curbis- hley er 48 ára en hann hefur verið í fríi síðan fimmtán ára veru hans hjá Charlton Athletic lauk í lok síðasta tímabils. Hann er nú staddur á Nýja-Sjálandi en hann hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leeds United og West Bromwich Albion að undanförnu. „Ég ákvað að taka mér hálfs árs frí. Ég ætla að standa við það þó að ég viti að ég missi af einhverjum atvinnumöguleikum á þeim tíma. Í lok október kem ég aftur og mun þá kanna þá kosti sem eru í stöðunni,“ sagði Curbishley. - egm Alan Curbishley: Er enn í fríi CURBISHLEY Er staddur á Nýja-Sjálandi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea sagði í viðtali við Daily Mirror að franska liðið Lyon hefði verið í sambandi við sig í sumar. Með komu Andriy Shevchenko til ensku meistarana var framtíð Drogba talin vera í óvissu og ræddu forráðamenn Lyon við Drogba án leyfis Chelsea. „Bernard Lacombe, ráðgjafi forseta Lyon, hringdi reglulega í mig í sumar. Hann spurði mig hvernig staða mín hjá Chelsea væri og hvort ég hefði áhuga á að snúa aftur til Frakklands,“ sagði Drogba, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. - egm Ólöglegar viðræður: Lyon talaði við Didier Drogba DROGBA Hefur spilað vel fyrir Chelsea í upphafi leiktíðar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfuknattleik lék í gær síðasta leik sinn á þessu ári í B- deild Evrópukeppninnar. Leikið var gegn Írlandi og vann íslenska liðið 68-56 sigur. Þetta var fyrsti sigurleikur Íslands í keppninni en hún er nú hálfnuð. Seinni hluti hennar verður leikinn næsta haust en íslenska liðið komst upp í þriðja sætið í sínum riðli. - egm Íslenska kvennalandsliðið: Fyrsti sigurinn GOLF Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinn- ingum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá banda- ríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjór- menningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olaz- abal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjór- leik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu braut- inni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppn- inni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það dríf- ur mann áfram,“ sagði Garcia í gær. - egm Lið Evrópu er í góðum málum í Ryder-keppninni sem fram fer á Írlandi: Evrópa hefur góða forystu HÆSTÁNÆGÐIR Gleðin skein af þeim Jose-Maria Olazabal og Sergio Garcia í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.