Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 12

Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 12
12 29. september 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir það ekki sinn stíl að kvarta undan körlum. Tilefnið eru orð Haraldar Bene- diktssonar, formanns Bændasam- takanna, í Fréttablaðinu í gær en hann sagði Ingibjörgu hafa kvartað svolítið undan talsmönnum Bænda- samtakanna vegna viðbragða þeirra við tillögum Samfylkingar- innar um lækkun matvælaverðs. „Mér finnast þetta furðuleg ummæli hjá Haraldi og held að þau séu sakir æsku og reynslu- leysis. Það er ekki minn stíll að kvarta undan körlum,“ segir Ingi- björg Sólrún. Bændaforystan fundaði með þingmönnum Samfylkingarinnar á miðvikudag. Ingibjörg segir fundinn hafa verið hluta af því samráðsferli sem haft verði við bændur um útfærslu tillagna flokksins. „Það er fjölmargt sem hægt er að skoða sem orðið getur til að bæta kjör og aðstöðu bænda þrátt fyrir að farið sé í að skapa atvinnufrelsi í landbúnaði eins og í öðrum greinum. En við stöndum fast við þær þrjár meg- inleiðir að fella niður vörugjald, lækka virðisaukaskatt og fella niður tolla í áföngum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. - bþs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar: Kvartar ekki undan körlum INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR For- maður Samfylkingarinnar. FANGELSISMÁL Ný meðferðar- og vistunaráætlun Fangelsismála- stofnunar var kynnt fjölmiðlum í fyrradag. Í máli Snjólaugar Birgisdóttur félagsráðgjafa sem kynnti áætlunina, kom fram að eitt af helstu markmið- um hennar sé að draga úr þeirri óvissu sem oft skapast á meðan fólk situr í fangelsi. Þá verður aukin áhersla lögð á að afplánun og reynslulausn verði eitt og sama ferlið. „Í þessari áætlun er meðal ann- ars að finna mat á stöðu fanga við komuna í fangelsið og áætl- un um að nýta þau úrræði sem þeim standa til boða þegar þang- að er komið. Markmiðið með þessu er að gefa fanganum tæki- færi til að aðlagast samfélaginu betur þegar afplánun lýkur.“ Áætlunin á að vera greining- artæki sem ætlað er að bera kennsl á þau vandamál sem við- komandi fangi á við að glíma og koma með tillögur að hugsan- legum úrbótum. Að sögn Snjó- laugar eru fangaverðir lykilað- ilar í því að þessar umbætur skili árangri. „Þeir munu vera stuðningsaðilar fyrir fangana og leiðbeina þeim sem þurfa. Án þátttöku fangavarða yrði verk- efnið til lítils. Við sjáum fyrir okkur ákveðnar áherslubreyt- ingar og að hlutverk fangavarða skerpist frá því sem verið hefur.“ - þsj Ný meðferðar- og vistunaráætlun Fangelsismálastofnunar kynnt: Föngum hjálpað að aðlagast samfélaginu FANGAKLEFI Áætlun fangelsis- málastofnunar er ætlað að hjálpa föngum að fóta sig á ný í lífinu. í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 30. september kl. 11–18 sunnudaginn 1. október kl. 13–18 Kíktu á Ostadaga 2006 og kynntu þér íslenska ostaframleiðslu. Nýjungarnar í ár eru svo sannarlega spennandi! Nýr ostavefur opnaður. Happdrætti með ferðavinningi fyrir tvo frá Iceland Express. Kokkalandsliðið sýnir listir sínar og veitir ráðgjöf. Verðlaunaostar, Skólahreysti, uppskriftir og margt, margt fleira. Hver er besti osturinn 2006? Hver verður ostameistari Íslands 2006? Svalaðu for- vitninni og kitlaðu bragðlaukana um helgina. Það kostar ekkert! Allir velkomnir Komdu, smakkaðu og upplifðu! DYFLINNI, AP Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, liggur nú undir ámæli vegna enn eins hneykslisins. Ráðherrann hefur játað að hafa þegið leynilegan fjárstyrk frá nokkrum þekktum kaupsýslumönnum fyrir þrettán árum. Styrkurinn hljóðaði upp á næstum fjórar og hálfa milljón króna og heldur forsætisráðherr- ann því fram að þetta hafi verið lán með vöxtum. Hann hafi hins vegar ekki fengið að greiða lánið til baka. Ahern kallar lánardrottnana „nána vini“, sem hafi hjálpað sér í gegnum „myrka tíma“, þegar hann mátti greiða upp skuldir eftir skilnað sinn. - kóþ Forsætisráðherra Írlands: Viðurkennir að hafa þegið fé ATVINNUMÁL Um 42 prósent stjórn- enda vilja meira frí en aðeins færri, eða um 40 prósent, vilja hærri laun. Þetta kom fram í könnun sem VR gerði meðal um þrettán hundruð stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Aldur hefur einnig áhrif á hvort svarendur kjósi launa- hækkun eða meira frí. Þannig vilja fleiri í yngri hópnum launahækkun en þegar aldurinn færist yfir verður frí eftirsóknar- verðara. - hs Könnun VR meðal stjórnenda: Frí frekar en launahækkun 255 á biðlista Enn bíða 255 börn þess að komast að á frístundaheimilum í Reykjavík en 2.170 eru komin inn. Enn vantar 36 starfsmenn til starfa á frístunda- heimilin. FRÍSTUNDAHEIMILI HAUSTLITIR Regnbogi fegraði haustlit- ina í Wisconsin í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.