Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 20
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.336 +0,33% Fjöldi viðskipta: 654 Velta: 20.067 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,40 +0,60% ... Alfesca 5,12 +0,00% ... Atlantic Petroleum 582,00 +0,17% ... Atorka 6,44 +0,31% ... Avion 29,60 +1,72% ... Bakkavör 58,10 -1,02% ... Dagsbrún 5,07 +0,80% ... FL Group 23,20 -2,11% ... Glitnir 20,40 +0,49% ... KB banki 849,00 -0,12% ... Landsbankinn 27,00 +0,75% ... Marel 77,50 -0,64% ... Mosaic Fashions 17,80 -0,56% ... Straumur-Burðarás 17,80 +0,00% ... Össur 127,00 -0,39% MESTA HÆKKUN Avion +1,72% Dagsbrún +0,80% Landsbankinn +0,75% MESTA LÆKKUN FL Group -2,11% Bakkavör -1,02% Marel -0,64% Útreikningar vegna lóns Í gær var tekið að hleypa vatni á Hálslón við Kárahnjúka og bein útsending í fréttum Stöðvar tvö af því tilefni. Þar var rætt við Sigurð Arnalds, upplýsingafulltrúa hjá Landsvirkjun og eins Ómar Ragnarsson sem vill að hætt verði við að fylla lónið. Ómar var að vonum sorgmæddur og taldi kostnað við að hætta við verkið ekki óyfirstígan- legan. „Þetta er einn sígarettupakki á dag fyrir meðalfjölskyldu í fimm ár. Það er nú allt og sumt,“ sagði hann. Kosti sígarettupakki 600 krónur á dag kostar dagneysla í fimm ár 1.095.000 krónur. Ef svo er slegið á að í fjölskyldu séu að jafnaði fjórir og fjölskyldur landsins 75.000 er heildarkostnað- urinn því rúmir 82 milljarðar króna. Hvort allir eru sammála þeim útreikningi er svo annað mál. Vangaveltur um DB Dagsbrún, sem á Fréttablaðið, hefur verið að rétta hlut sinn eftir að markaðurinn refsaði henni hark- alega fyrir „óvænt og ömurlegt“ uppgjör eins og blaðamaður einn orðaði það af sinn alkunnu hóg- værð. Gengi hlutabréfa DB er nú komið yfir fimm og hefur hækkað um tæpan fimmtung á einni viku. Þetta gerist án þess að nokkrar fréttir hafi borist til Kauphallar þannig að einungis tómar getgátur geta skýrt þennan viðsnúning. Sumir telja að fjárfestar hafi séð tækifæri í bréfunum eftir mikla lækkun að undanförnu. Aðrir segja að fjárfestar horfi til uppskiptingar félagsins í tvö félög og renni þar hýru auga til fjarskiptahlutans í Teymi. Þá kann að skýra þessa hækkun að stutt er eftir af þriðja árs- hluta en það kemur stundum fyrir á íslenska markaðnum að gengi félaga fer upp á við fyrir lok uppgjörstímabils. Peningaskápurinn ... Promens hf. hefur ákveðið að reisa nýja hverfisteypuverk- smiðju í Póllandi til framleiðslu á vörum úr plasti. Bygging verk- smiðjunnar hefst innan fárra vikna og tekur hún til starfa um mitt næsta ár. „Verksmiðjan verður byggð á 5,6 hektara lóð á nýju iðnaðar- svæði í Miedzyrzecz þar sem Bonar Polska Sp. Z oo, dótturfyrir- tæki Promens, hefur starfrækt verksmiðju frá árinu 2001. Upp- hafleg stærð verksmiðjunnar verður um 9.000 fermetrar en mögulegt er að rúmlega tvöfalda stærð hennar,“ segir í tilkynningu Atorku Group sem á Promens og tekið er fram að framleiðslugeta fyrirtækisins í Póllandi aukist við þetta umtalsvert. „Verksmiðjan er byggð til þess að mæta vaxandi markaði fyrir hverfisteyptar vörur bæði í Austur- og Vestur- Evrópu, markaði sem Promens hefur sterka stöðu á og sér mikil tækifæri til frekari vaxtar,“ segir þar einnig. Núna eru starfsmenn Bonar Plastics Polska 90 talsins og framleiðir fyrirtækið vörur fyrir viðskiptavini í bæði Austur- og Vestur-Evrópu. Promens er stærsta fyrirtæki heims á sviði hverfisteyptra plastvara og rekur 21 verksmiðju í tíu löndum, með um 1.600 starfs- menn. -óká HORNSTEINN LAGÐUR Tomasz Dyszkant, framkvæmdastjóri í Póllandi og Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Promens. Promens reisir nýja verksmiðju í Póllandi TEIKNING AF NÝRRI VERKSMIÐJU Svona mun nýja verksmiðjan sem Promens er að reisa í Póllandi koma til með að líta út. Í fyrstu verður hún 9.000 fermetrar, en hægt að stækka hana um helming. MYND/ATORKA Jafet S. Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri VBS fjárfest- ingarbanka, hefur selt 24 prósent hlutafjár í VBS til Fjárfestingar- félags sparisjóðanna (FSP) sem er í eigu tuttugu sparisjóða. Jafet, sem heldur eftir smáhlut, ætlar að halda utan um stjórnar- taumana fram til fyrsta nóvember en sest þá í stjórn fyrirtækisins. „Maður er að fara á hliðarlínuna eins og það kallast í boltanum. Ég verð ekki lengur í sókninni.“ Ekki hefur verið gengið frá ráðningu eftirmanns hans en stefnt er að því að ráða Jón Þórisson, sem fer fyrir fyrirtækjasviði VBS, til starfa. Jafet segir að VBS hafi vaxið um fimmtíu prósent árlega frá því að Verðbréfastofan var stofnuð fyrir áratug. „Við byrjuðum með þrjá starfsmenn og erum 24 í dag.“ Fyrirtækið hagnaðist um fjögur hundruð milljónir króna í fyrra. Hann býst ekki við stórvægilegum breytingum en telur að FSP, með sína sterku bakhjarla, gefi VBS færi á frekari landvinningum. Eftir kaupin verður FSP leið- andi hluthafi í VBS með 37 pró- senta hlut en samanlagt eiga spari- sjóðir tæpan helmingshlut í bankanum þar sem SPM og Spari- sjóðurinn í Vestmannaeyjum eiga beinan eignarhlut. Jafet telur ekki ólíklegt eftir eigendaskiptin að horft verði á samþættingu milli reksturs VBS og Verðbréfaþjón- ustu sparisjóðanna. - eþa JAFET ÓLAFSSON Tekur sæti í stjórn VBS þegar hann lýkur störfum þann 1. nóvem- ber næst komandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tekur sér stöðu á hliðarlínunni Jafet Ólafsson selur 24 prósent í VBS til Fjárfestingarfé- lags sparisjóðanna. Jón Þórisson líklegur arftaki Jafets. MARKAÐSPUNKTAR Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísi- talan fór í 11.724,86 stig í gærmorgun og sló þar með sögulegt met. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. Metið stóð ekki lengi því gengið dalaði lítillega eftir því sem leið á daginn. Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkuð undir væntingum en spáð var 2,9 prósenta hagvexti. Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir 0,4 prósenta hækkun vísitölu neyslu- verðs á milli september og október. Muni verðbólgan lækka vegna þessa úr 7,6 prósentum í 7,4 prósent í september. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evr- ópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 pró- senta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Container- ships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélag- ið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarf- inu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeining- um að ráða. Að ósk seljenda finnska félags- ins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Fin- ance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. „Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystra- saltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin,“ segir Bald- ur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tut- tugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kauprétt- inn á því sem eftir standi í Contain- erships. „Ljóst er að mikil verð- mæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrir- tækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgáma- skipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar.“ Tveir lykilstarfsmenn Eim- skipa hverfa til starfa hjá Contain- erships Group, Sigurjón Markús- son sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilm- ar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eim- skipa. „Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir,“ segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. „En auðvitað kemur allt til greina í því,“ segir Baldur. Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórn- arformaður nýja félagsins um ára- mót, segir ákvörðunina um þátt- töku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. „En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðis- aukann sem af því hlýst.“ Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. „Áherslur á heild- arlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfesting- um í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar.“ Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystra- saltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höf- uðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. olikr@frettabladid.is BALDUR GUÐNASON FORSTJÓRI EIMSKIPA Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Eimskip kaupir finnska félagið Containerships Vöruskiptahallinn í ágúst var 3,2 milljörðum króna lægri en í ágúst árið 2005. Fluttar voru út vörur fyrir 16,6 milljarða og inn fyrir 28,2 milljarða króna samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Vöruskiptin voru því óhag- stæð um 11,6 milljarða króna sam- anborið við 14,8 milljarða króna á föstu gengi í fyrra. Hallinn er þó 31,2 milljörðum króna lakari nú í ár en í fyrra þegar litið er á fyrstu átta mánuði ársins. Nemur hann nú 94,6 millj- örðum en á sama tíma árið áður voru vöruskipti óhagstæð um 63,4 milljarða. Verðmæti vöruútflutn- ings fyrstu átta mánuði ársins var 8,3 milljörðum, eða 5,9 prósentum, meira en árið áður. Mesta breyt- ingin liggur í útflutningi á iðnað- arvörum. Eru þær nú 38 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 19,4 prósentum meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs. Sjávar- afurðir voru 55,1 prósent alls útflutnings. Verðmæti vöruinn- flutnings fyrstu átta mánuðina var 39,5 milljörðum, eða 19,2 prósent- um, meira en árið áður. Rúman helming má rekja til aukins inn- flutnings á fjárfestingarvöru sem jókst um 45,8 prósent. - hhs VERKAMENN HJÁ NORÐURÁLI Verðmæti iðnaðarvara í útflutningi er nú 19,4 pró- sentum meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs. Halli í ágústmánuði minnkar milli ára Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions hagnaðist um 630 millj- ónir króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 740 milljónir á fyrri hluta rekstrarársins. Afkoma á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 107 prósent á milli ára. Uppgjörið er undir vænting- um markaðsaðila sem höfðu spáð um 890 milljóna króna hagnaði. Stjórnendur Mosaic benda á að aðstæður á breskum smásölu- markaði hafi verið erfiðar en eru þokkalegir sáttir. Af einstökum tískumerkjum jókst velta innan Coast mest eða um 25 prósent á milli ára, um 16 prósent hjá Karen Millen en sala hjá Oasis dróst saman um fjögur prósent. Á fyrri hluta ársins voru 52 nýjar verslanir opnaðar innan samstæðunnar, ýmist í eigu Mos- aic eða sérleyfishafa. - eþa Mosaic undir væntingum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.