Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 22
22 29. september 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Umræðan Aukin hagsæld almennings Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófess- or og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæm- ast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farn- ast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sam- bærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtak- inu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnað- arkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tæki- færa, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eft- irsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Haftastefna í landbúnaði BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um, að varnarsamstarf ríkjanna sam- kvæmt varnarsamningnum frá 1951 haldi áfram. Varnarliðið er að vísu horfið af Keflavíkurflug- velli, en við tekur hreyfanlegt samstarf eftir leynilegri áætlun. Bandaríkjamenn skuldbinda sig til að verja Ísland, ef á þarf að halda. Það smáatriði í hinu nýja samkomulagi, að Íslendingar fá í sinn hlut allar eigur varnarliðsins gegn því að hreinsa upp athafna- svæði þess, hefur vakið meiri umræður en það á skilið. Aðalat- riðið er, hvort samkomulagið sé fullnægjandi til að tryggja öryggi okkar. Svarið er hið sígilda: Já og nei. Það er já, af því að Íslendingar öðluðust eins víðtæka skuldbind- ingu Bandaríkjamanna á vörnum landsins og völ var á. Bandaríkin eru öflugasta herveldi heims. Ófá Evrópuríki myndu vilja fá sama skjól frá þeim og Ísland. Forystu- menn okkar héldu vel á málum, jafnt í samningunum sjálfum sem opinberlega. Geir H. Haarde for- sætisráðherra var mildur í tali, en málefnalegur. Hann vakti traust, þegar hann skýrði samkomulagið í sjónvarpi. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra var að vanda fastur fyrir og skorinorður. Það er ekki aðeins Sjálfstæðisflokknum, held- ur þjóðinni allri mikil gæfa, að þessir tveir menn skuli vinna vel saman. Ráðherrar Framsóknar- flokksins, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, létu ekki held- ur sitt eftir liggja. Auðvitað er það síðan fagnaðarefni, að svo frið- vænlegt er í heiminum, að banda- rískur her skuli hverfa héðan. Her er jafnan ill nauðsyn. Þegar Ísland gekk í Atlants- hafsbandalagið 1949, var kveðið á um það, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum. Því miður geisaði kalt stríð fram að hruni Ráðstjórnarríkjanna haust- ið 1991, og síðan voru nokkrar við- sjár í heiminum, svo að ekki þótti tímabært að kalla herinn burt fyrr en nú, þótt Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu tekið að ókyrrast. Svo- kallaðir herstöðvaandstæðingar héldu því hins vegar fram, að tal ráðamanna um að tryggja öryggi landsins væri blekking. Tilgangur Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ólafs Thors, Eysteins Jónssonar, Bjarna Benediktssonar og ann- arra stuðningsmanna aðildar að Atlantshafsbandalaginu væri að svíkja Ísland undir hið vestræna risaveldi. Bandaríkin hygðust hremma landið. „Hægt er að fest- ast, bágt mun úr að víkja,“ orti Jón Helgason 1951. Sagan sýndi, að slíkur áróður átti ekki við rök að styðjast. Vegna langrar dvalar varnar- liðsins hafa Íslendingar hins vegar ekki hugað nægilega að öryggi sínu inn á við, eins og sjá má af fróðlegri ritgerð dr. Þórs Whiteh- eads prófessors í nýjasta hefti Þjóðmála. Lýsing hans á öryggis- gæslu á vegum lögreglunnar hefur vakið mesta athygli. Hitt varð mér meira umhugsunarefni, hversu lítils íslenskt ríkisvald mátti sín löngum gegn skipulögðum ofbeld- ishópum. Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæru- liðabúðum í Rússlandi. Í Gúttó- slagnum 1932 beið lögreglan bein- línis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir. Í óeirðunum við Alþingishúsið 1949 réð úrslit- um, að lögreglan átti táragas og hafði á að skipa fjölmennu vara- liði. Það var mesta mildi, að eng- inn skyldi falla í þessum bardög- um, en nokkrir lögregluþjónar hlutu ævilöng örkuml. Einnig verður að hafa í huga, að í Sósíal- istaflokknum störfuðu menn, sem höfðu náin tengsl við eitt blóðug- asta og grimmasta alræðisríki sögunnar. En svarið við spurningunni um, hvort samkomulagið sé fullnægj- andi, er líka nei, því að nú hljóta Íslendingar að huga betur að öryggi sínu í stað þess að setja allt sitt traust á Bandaríkjamenn. Eiga flugvellir landsins, hafnir og aðrar aðkomuleiðir allt að vera galopið og óvarið eins og var fyrir 1951? Ófriðarhættan hefur breyst og minnkað, en ekki horfið. Hún er ekki lengur af kjarnorkustríði risavelda, heldur af skyndiáhlaup- um hryðjuverkasveita og starf- semi alþjóðlegra glæpahringja. Hún er ekki af því, að eitthvert alræðisríki hernemi landið, held- ur af nýju Tyrkjaráni. Sérfræð- ingar Evrópusambandsins ráð- leggja okkur að stofna eigin öryggisgæslu. Einnig blasir við, að eitthvert varalið þarf jafnan að vera tiltækt í landinu. Að öllu þessu ber að huga á næstunni, og þá skiptir máli, að jafntraustir menn og Geir H. Haarde og Björn Bjarnason leggi á ráðin. Varnar- samstarf okkar við Bandaríkin í 55 ár hefur reynst vel, og hið nýja samkomulag veitir fyrirheit um, að það geti haldið áfram og jafn- vel aukist og batnað. Varnarsamstarf áfram HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Öryggi Íslands Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálf- un í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Vondir bændur Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í Fréttablað- inu í gær að „Ingibjörg Sólrún [Gísla- dóttir] hafði kvartað svolítið undan okkur og sagt að við værum vondir við sig“. Árekstur varð þar á milli eftir að Samfylkingin kynnti tillögur um veru- lega lækkun matarverðs. Áður hafði framkvæmdastjóri samtakanna marg- sagt í fréttum NFS Samfylkinguna vera að blekkja fólk. Tillögurnar væru „algjörlega fráleitar“ og hann vonaði „að þeir sem reyna mest að nota þessi meðöl uppskeri eftir því“. Það er spurning hvort íslensk- um neytendum eða Ingi- björgu Sólrúnu svíði sárar undan hagsmunabaráttu bænda. Öflugur dekurdrengur Dekurdrengjum vegnar víst ekki síður vel en öðrum þessa dagana. Nokkru áður en niðurstöður varnar- viðræðna Íslands og Bandaríkjanna voru kynntar á þriðjudaginn lét Össur Skarphéðinsson þau orð falla á NFS um Albert Jónsson, sem fór fyrir íslensku sendinefndinni, að hann væri ekkert annað en „dekurdrengur Dav- íðs Oddssonar“ sem engum samn- ingum hefði lokið fyrir íslensk stjórnvöld og niðurstaðan yrði „klúður“. Nú er niður- staðan ljós. Skuldbinding Bandaríkjamanna til að verja landið er staðfest. „Skapist ógn á Íslandi munu Bandaríkin leggja til loftvarnir,“ segir aðstoð- arvarnarmálaráðherrann í Mogganum í gær. Voru ummæli Öss- urar ekki bara tómt klúður? Pólitískir prestar Prestar eru ekki hafnir yfir pólit- ísk þrætumál þeirra óvígðu. Í Frétta- blaðinu í gær mátti lesa frétt um að séra Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju felldi trúfræðslu kirkjunnar niður til að taka þátt í göngu Ómars Ragnars- sonar. Bjarni er eiginmaður séra Jónu Hrannar Bolladóttur, sem hefur rætt um pólitík í R-listanum. Jóna Hrönn er systir séra Hild- ar Eirar Bolladóttur sem sagði við messu á sunnudag að kvíði og þrælslund við Mammon rækju fólk til framkvæmda við Kárahnjúka. Þetta eru pólitískir prestar í lagi. bjorgvin@frettabladid.is H eillaráðin þrjú sem nemendum í 9. bekk í grunn- skólum landsins voru kynnt í gær voru uppistaðan í dagskrá forvarnardagsins sem haldinn var að frum- kvæði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, sveitarfélög og fleiri. Þetta er þarft átak, sem vonandi verður einhver árangur af, og stendur ekki aðeins í einn dag, heldur smitar út frá sér í umræðu manna á meðal, ekki síst hjá unga fólkinu og foreldrum þess. Heillaráð þessi ættu að vera flestum kunn, því auk þess að kynna þau í skólunum með viðeigandi hætti voru þau send inn á öll heimili landsins og hafa vonandi ekki lent í ruslafötunni áður en þau voru lesin. Það er með þessi heillaráð eins og svo margt annað, að þau ná kannski ekki til þeirra sem helst þyrftu á þeim að halda, heldur aðeins til þeirra sem þegar gera sér grein fyrir fíkniefnavandanum og hvernig mögulegt sé fyrir foreldra og börn í sameiningu að minnka hættuna á að ungmenni verði eitrinu að bráð. Í nútíma þjóðfélagi, þar sem stöðugt fækkar þeim fjölskyld- um þar sem allir setjast niður saman á kvöldin og borða kvöld- mat, er enn meiri ástæða en áður til að hvetja til samveru for- eldra og barna á degi hverjum. Annað heillaráðið er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi af ýmsum toga. Reynslan hefur sýnt að þeim unglingum sem taka þátt í slíku starfi er síður hætt við að ánetjast fíkniefnum en hinum sem hafa það helst fyrir stafni að hanga í eða við næstu sjoppu eða vera á flækingi úti um borg og bý, nætur og daga. Frægt íþróttafólk er gjarnan fyrirmynd þeirra ungu og því er mjög mikilvægt að nafnkunnir íþróttamenn og konur séu góðar fyrirmyndir, bæði hvað varðar áfengi og tóbak og ekki síst fíkni- efni hvers konar. Reyndar er það svo að þeir sem nota fíkniefni eru ekki líklegir til afreka í íþróttum og þess vegna er rétt að leggja á það áherslu að áfengi og íþróttir fara ekki saman. Þriðja heillaráðið fjallar einmitt um áfengi, en talið er að því lengur sem unglingar snerti ekki áfengi eigi þeir síður á hættu að verða fíkniefnavandanum að bráð. Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar „vísindaferðir“ háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær „áfengisferðir“, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð. Fyrirtæki og stofnanir í samvinnu við nem- endafélög ættu að sjá sóma sinn í því að halda þessum ferðum innan skynsamlegra marka. Framundan eru prófkjör flokkanna, og þá hefur stundum borið við að ungu fólki sé smalað saman á vegum frambjóðenda og áfengi veitt ótæpilega. Núverandi og verðandi stjórnmála- menn eiga ekki að láta slíkt viðgangast, þótt þeir séu í hörðum slag um stuðning flokksmanna sinna til valda og áhrifa, því slíkt kemur alltaf í bakið á þeim, þótt síðar verði. Mikilvægt að foreldrar og börn ræði fíkniefnavandann: Forvarnir eru mikilvægar KÁRI JÓNASSON SKRIFAR Virðing Réttlæti Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að boða til allsherjar- atkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ 2006. Kjörnir verða 73 fulltrúar og 28 fulltrúar til vara. Framboðslistar, ásamt meðmælum 100 fullgildra félagmanna VR, þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12 á hádegi föstu- daginn 6. október næstkomandi. Kjörstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.