Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 5
Sushi hefur um árabil notið
mikilla vinsælda á Vesturlönd-
um. Nýjasta æðið úr austri
er hins vegar dim sum, kín-
verskar soðkökur, sem þykja
hreinasta ljúfmeti.
Dim sum er samheiti yfir fjölda
kínverskra smárétta, sem löng
hefð er fyrir að neyta í Kína en
heitið merkir „litla hjarta“. Kín-
verjar borða dim sum í aðalmáltíð
og á milli rétta, hvenær sem er
dagsins.
Misjafnt er hvers konar fylling
er notuð í dim sum, allt frá græn-
meti upp í kjöt, eða allt eftir
smekk hvers og eins. Hver réttur
hefur síðan eigið heiti háð hráefn-
inu sem notað er í þá. Vorrúllur
nefnast til dæmis chun kuen,
grillaðar bollur með svínakjöti
kallast cha siu bao, kjöt í hrís-
grjónadeigi er shiu mai og svo
mætti lengi telja.
Dong Qing Guan, eigandi
Heilsudrekans, var svo vinsam-
leg að útbúa tvo ljúffenga dim
sum-rétti fyrir lesendur, annars
vegar shaomai (gufusoðnar soð-
kökur) og hins vegar hundun (soð-
kökusúpa) og lét uppskriftir
fylgja. Meginmunurinn á þessum
tveimur réttum er hvernig þeir
eru hitaðir og bornir fram.
Eins og Qing er von og vísa er
hollustan höfð í fyrirrúmi við
matseldina. roald@frettabladid.is
Kínverskt lostæti
Dong Qing Guan segir lítið mál að útbúa gott dim sum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hundun (soðkökusúpa). Látið hitna í
3-5 mínútur í vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Shaomai. Gufusjóðið í 5 mínútur.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hefðbundinn kínverskur heilsumatur fyrir tvo.
Dim sum
(FYRIR TVO)
DEIG
Blandið saman hveiti og vatni eftir þörf-
um og búið til 20 lófastórar, örþunnar
skífur. Veltið deiginu upp úr sesamfræj-
um og gufusjóðið síðan, sjóðið í heitu
vatni eða steikið á pönnu.
FYLLING
saxaðar rækjur (1 1/2 bolli)
1 egg
2 stk. saxaðir kínverskir þurrkaðir sveppir
(látnir liggja í eina klst. í vatni áður en
þeir eru skornir niður)
2 msk. saxaður púrrulaukur
1 tsk. engifer
½ tsk. hvítt piparduft
hrærið öllu saman með 2 msk. af
sojasósu og 1 tsk. af sesamolíu
nokkrir dropar af matarvíni
½ tsk. salt
Athugið að hægt er að nota svína-,
nauta- eða lambahakk eða ýmiss konar
grænmeti í stað rækja. Setjið u.þ.b. 1
matskeið af þessu á hverja skífu og
lokið fyrir.
SÓSA
5 msk. af edik
1 msk. sesamolía
1 tsk. hunang
nokkrir dropar af rauðvíni (má sleppa)
Hægt er að bæta chili-dufti við sósuna til
að gera hana bragðsterkari.