Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 5 Sushi hefur um árabil notið mikilla vinsælda á Vesturlönd- um. Nýjasta æðið úr austri er hins vegar dim sum, kín- verskar soðkökur, sem þykja hreinasta ljúfmeti. Dim sum er samheiti yfir fjölda kínverskra smárétta, sem löng hefð er fyrir að neyta í Kína en heitið merkir „litla hjarta“. Kín- verjar borða dim sum í aðalmáltíð og á milli rétta, hvenær sem er dagsins. Misjafnt er hvers konar fylling er notuð í dim sum, allt frá græn- meti upp í kjöt, eða allt eftir smekk hvers og eins. Hver réttur hefur síðan eigið heiti háð hráefn- inu sem notað er í þá. Vorrúllur nefnast til dæmis chun kuen, grillaðar bollur með svínakjöti kallast cha siu bao, kjöt í hrís- grjónadeigi er shiu mai og svo mætti lengi telja. Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans, var svo vinsam- leg að útbúa tvo ljúffenga dim sum-rétti fyrir lesendur, annars vegar shaomai (gufusoðnar soð- kökur) og hins vegar hundun (soð- kökusúpa) og lét uppskriftir fylgja. Meginmunurinn á þessum tveimur réttum er hvernig þeir eru hitaðir og bornir fram. Eins og Qing er von og vísa er hollustan höfð í fyrirrúmi við matseldina. roald@frettabladid.is Kínverskt lostæti Dong Qing Guan segir lítið mál að útbúa gott dim sum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hundun (soðkökusúpa). Látið hitna í 3-5 mínútur í vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Shaomai. Gufusjóðið í 5 mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hefðbundinn kínverskur heilsumatur fyrir tvo. Dim sum (FYRIR TVO) DEIG Blandið saman hveiti og vatni eftir þörf- um og búið til 20 lófastórar, örþunnar skífur. Veltið deiginu upp úr sesamfræj- um og gufusjóðið síðan, sjóðið í heitu vatni eða steikið á pönnu. FYLLING saxaðar rækjur (1 1/2 bolli) 1 egg 2 stk. saxaðir kínverskir þurrkaðir sveppir (látnir liggja í eina klst. í vatni áður en þeir eru skornir niður) 2 msk. saxaður púrrulaukur 1 tsk. engifer ½ tsk. hvítt piparduft hrærið öllu saman með 2 msk. af sojasósu og 1 tsk. af sesamolíu nokkrir dropar af matarvíni ½ tsk. salt Athugið að hægt er að nota svína-, nauta- eða lambahakk eða ýmiss konar grænmeti í stað rækja. Setjið u.þ.b. 1 matskeið af þessu á hverja skífu og lokið fyrir. SÓSA 5 msk. af edik 1 msk. sesamolía 1 tsk. hunang nokkrir dropar af rauðvíni (má sleppa) Hægt er að bæta chili-dufti við sósuna til að gera hana bragðsterkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.