Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 24

Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 24
 30. október 2006 MÁNUDAGUR4 Síðasta laugardag var form- leg opnun í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut 58-60. Bakaríið hefur vakið töluverða athygli fyrir flott og nýstárlegt útlit. Ekki þykja góðar veitingar skemma fyrir. „Síðastliðinn laugardag var form- leg opnun hjá okkur og af því til- efni mættu hönnuðir frá ítalska fyrirtækinu Costa Group á svæðið, en það á heiðurinn að hönnun stað- arins,” segir Hafliði Ragnarsson, súkkulaðimeistari og einn eigenda fjölskyldufyrirtækisins Mosfells- bakarí. Hafliði segist lengi hafa langað til að gera útlitsbreytingar á bak- aríinu, sem hefur verið rekið í fjögur ár, áður en hann uppgötvaði Costa Group á Ítalíu. „Ég varð samstundis hrifinn af hugmynda- fræði þess og verkum og ákvað að láta slag standa,“ segir hann. Að sögn Hafliða er eitt af sér- sviðum Costa Group að skapa rétt andrúmsloft hjá viðskiptavinum sínum. Hönnuðir þess reyna að vinna út frá hugmyndum við- skiptavinanna svo að útkoman verði sem best. Samstarfið hefur greinilega borgað sig í tilfelli Mosfellsbakar- ís, sem skiptist niður í gamaldags bakarí og lítið, nýtískulegt kaffi- hús. Þar er ýmislegt gert til að gleðja augað, hvort sem það gildir um útlit staðarins, þar sem hlýleg- ur appelsínugulur litur er áber- andi, eða girnilegt góðgætið sem er á boðstólum. „Innréttingarnar voru valdar af kostgæfni, en þær eru sérsmíðað- ar af Costa Group,” segir Hafliði. „Hér eru líka alls kyns skemmti- legir hlutir sem setja sterkan svip á bakaríið, þar á meðal kaffikanna sem býr til alveg frábært kaffi og er algjört augnakonfekt. Hún er frá ítölsku fyrirtæki, sem hefur í heila öld framleitt kaffikönnur í fremsta flokki. Hér er líka fallegt borð undir heimalagaðan ís, sem var sérstaklega valið til að lífga upp á staðinn.” Að auki er hin myndarlegasta súkkulaðigerð í bakaríinu, þar sem fyrsta flokks handgert kon- fekt er framleitt. Hafliði hófst handa við konfektgerð fyrir um það bil þremur árum, sem hefur frá þeim tíma vakið óskipta athygli, enda lagað úr ósviknu súkkulaði og selt í sérlega falleg- um umbúðum. Þá hefur hann verið ófeiminn við að prófa alls kyns nýjungar í súkkulaðigerðinni, meðal annars notað framandi krydd og sérvalinn pipar og salt, sem hefur mælst vel fyrir hjá kúnnunum. „Eitt af okkar helstu markmið- um er að viðskiptavinirnir njóti komunnar til okkar og viðskipt- anna,“ segir Hafliði. „Við viljum gera allt til að sá góði andi sem ríkir hér í bakaríinu fylgi vör- unni.“ roald@frettabladid.is Þessi myndarlega kaffikanna er á meðal þeirra skemmtilegu hluta sem fyrirfinnast í bakaríinu. Hafliði sést hér í bakgrunni. Smekkvísin ræður för ekki aðeins í útliti staðarins heldur framsetningu á veitingum. Heimalagaði ísinn þykir með eindæm- um góður, ekkert síðri en súkkulaðið. Umbúðirnar utan um konfektið er fallegt eins og innihaldið. Þægilegt andrúmsloft og lokkandi ilmur Hafliði hefur verið ófeiminn við að prófa alls kyns nýjungar í súkkulaðigerðinni, meðal annars notað framandi krydd, pipar og salt. Hönnun bakarísins þykir hafa heppnast vel, en þar kallast rómantíska stefnan á við nýjustu tísku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Handrið og stigasmíði Mikið úrval af handriðum inni sem úti. Stigar fáanlegir á lager - Gerum tilboð í sérsmiði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.