Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 24
 30. október 2006 MÁNUDAGUR4 Síðasta laugardag var form- leg opnun í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut 58-60. Bakaríið hefur vakið töluverða athygli fyrir flott og nýstárlegt útlit. Ekki þykja góðar veitingar skemma fyrir. „Síðastliðinn laugardag var form- leg opnun hjá okkur og af því til- efni mættu hönnuðir frá ítalska fyrirtækinu Costa Group á svæðið, en það á heiðurinn að hönnun stað- arins,” segir Hafliði Ragnarsson, súkkulaðimeistari og einn eigenda fjölskyldufyrirtækisins Mosfells- bakarí. Hafliði segist lengi hafa langað til að gera útlitsbreytingar á bak- aríinu, sem hefur verið rekið í fjögur ár, áður en hann uppgötvaði Costa Group á Ítalíu. „Ég varð samstundis hrifinn af hugmynda- fræði þess og verkum og ákvað að láta slag standa,“ segir hann. Að sögn Hafliða er eitt af sér- sviðum Costa Group að skapa rétt andrúmsloft hjá viðskiptavinum sínum. Hönnuðir þess reyna að vinna út frá hugmyndum við- skiptavinanna svo að útkoman verði sem best. Samstarfið hefur greinilega borgað sig í tilfelli Mosfellsbakar- ís, sem skiptist niður í gamaldags bakarí og lítið, nýtískulegt kaffi- hús. Þar er ýmislegt gert til að gleðja augað, hvort sem það gildir um útlit staðarins, þar sem hlýleg- ur appelsínugulur litur er áber- andi, eða girnilegt góðgætið sem er á boðstólum. „Innréttingarnar voru valdar af kostgæfni, en þær eru sérsmíðað- ar af Costa Group,” segir Hafliði. „Hér eru líka alls kyns skemmti- legir hlutir sem setja sterkan svip á bakaríið, þar á meðal kaffikanna sem býr til alveg frábært kaffi og er algjört augnakonfekt. Hún er frá ítölsku fyrirtæki, sem hefur í heila öld framleitt kaffikönnur í fremsta flokki. Hér er líka fallegt borð undir heimalagaðan ís, sem var sérstaklega valið til að lífga upp á staðinn.” Að auki er hin myndarlegasta súkkulaðigerð í bakaríinu, þar sem fyrsta flokks handgert kon- fekt er framleitt. Hafliði hófst handa við konfektgerð fyrir um það bil þremur árum, sem hefur frá þeim tíma vakið óskipta athygli, enda lagað úr ósviknu súkkulaði og selt í sérlega falleg- um umbúðum. Þá hefur hann verið ófeiminn við að prófa alls kyns nýjungar í súkkulaðigerðinni, meðal annars notað framandi krydd og sérvalinn pipar og salt, sem hefur mælst vel fyrir hjá kúnnunum. „Eitt af okkar helstu markmið- um er að viðskiptavinirnir njóti komunnar til okkar og viðskipt- anna,“ segir Hafliði. „Við viljum gera allt til að sá góði andi sem ríkir hér í bakaríinu fylgi vör- unni.“ roald@frettabladid.is Þessi myndarlega kaffikanna er á meðal þeirra skemmtilegu hluta sem fyrirfinnast í bakaríinu. Hafliði sést hér í bakgrunni. Smekkvísin ræður för ekki aðeins í útliti staðarins heldur framsetningu á veitingum. Heimalagaði ísinn þykir með eindæm- um góður, ekkert síðri en súkkulaðið. Umbúðirnar utan um konfektið er fallegt eins og innihaldið. Þægilegt andrúmsloft og lokkandi ilmur Hafliði hefur verið ófeiminn við að prófa alls kyns nýjungar í súkkulaðigerðinni, meðal annars notað framandi krydd, pipar og salt. Hönnun bakarísins þykir hafa heppnast vel, en þar kallast rómantíska stefnan á við nýjustu tísku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Handrið og stigasmíði Mikið úrval af handriðum inni sem úti. Stigar fáanlegir á lager - Gerum tilboð í sérsmiði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.