Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur 7. janúar 1979
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Augiýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumdla 15. Simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr.
2.500.00 á mánuöi.
Blaöaprent
Er
þetta gelgjuskeið?
Ekki er fráleitt að hugsa sér að dómur framtiðar-
innar um stjórnmálaárin sem hafa verið að liða nú
undan farið verði sá að hér hafi gengið yfir nokkurs
konar gelgjuskeið. Það er óþarft að lýsa einstökum
þáttum þeirrar upplausnar og þess fárs sem geisað
hefur i fjölmiðlum — og nú á siðustu mánuðum i söl-
um Alþingis, til þess að finna þessu stað. Dæmin eru
hvarvetna.
Þá er þvi heldur ekki að neita að gelgjuskeið er i
eðli sinu þáttur á þroskabraut. Vera má að sumum
kunni að þykja þessi nafngift bera vitni óeðlilegri
bjartsýni fyrir þá sök en þó verður þvi ekki trúað
fyrr en fullreynt er að ekkert gott muni hljótast af
þeim pólitiska fellibyl sem gengið hefur yfir.
Áður hefur verið á það bent i forystugreinum
TÍMANS, að það er eins og öllum dyrum hafi verið
hrundið upp á gátt. 1 sjáifu sér er þetta gott og var
timabært. Með þessu eru fyrst sköpuð skilyrði til
aðhalds og eftirlits þess af hálfu almennings sem er
undirstaða raunverulegs lýðræðis.
Það er önnur saga hvernig baráttumönnum hins
nýja siðar hefur tekist sjálfum að varast öll „vitin”
i áhrifastöðum, ákvörðunum og stöðuveitingum eða
annarri fyrirgreiðslu — þegar þeir loks fengu að-
stöðu til valda.
Þegar þetta gelgjuskeið sem svo má kalla er hug-
leitt fer ekki hjá þvi að menn taki eftir þvi að nú eru
að ganga yfir einhver djúptækustu kynslóðaskil
sem orðið hafa i seinni tima sögu þjóðarinnar. Ef til
vill liggja þessi kynslóðaskil að einhverju eða jafn-
vel miklu leyti að baki þvi sem hefur verið að ger-
ast.
Fram á siðustu ár hefur islenskum þjóðmálum
verið stjórnað af kynslóð, sem óx úr grasi og
mótaðist áður en hin mikla þjóðlifsbylting sem varð
fyrir miðja öldina, reið yfir. Þessi kynslóð hefur átt
fjölmarga ákaflega mikilhæfa og sterka forystu-
menn og hún skilar stórkostlegum arfi. Sjálf tók hún
við af annarri kynslóð ekki siðri, aldamótamönnun-
um.
Þeir sem nú eru að búast til að taka við taumun-
um eru flestir af allt annarri gerð og mótaðir við
gerólikar aðstæður. í stað sveitamenningar er kom-
inn hagvöxtur, i stað kreppu verðbólga og velmegun
i stað einangrunar, herstöð og flugsamgöngur, i stað
íslendingasagna tæknifræði, i stað ferskeytlu kvik-
myndir,i stað ungmennafélaga útvarp og sjónvarp,
i stað byggðarlagsins húsnæðismálastjórnarlán og i
stað stórfjölskyldunnar er kominn lifeyrissióður.
Þessi dæmu eru ef til vill eitthvað ýkt, en ættu þó að
gefa hugmynd um hversu gertæk breytingin hefur
orðið.
Það má vera að einhverjum þyki hin nýja
„lýðveldiskynslóð” standa hinni eldri að baki um
flesta hluti. Verður vist varla um slikt sakast, en
fjórðungi bregður til fósturs — og hitt mun fara að
ætterninu. Má þvi segja að nokkuð seint sé fyrir
hina eldri að fara nú að býsnast, eða hvenær vita
menn eldri kynslóð vikja af sviðinu án hneykslunar
á þeim sem við taka?
Sé það rétt, að nú séu að ganga yfir einhver ger-
tækustu kynslóðaskil i siðari tima sögu þjóðarinnar,
er þess fyllilega að vænta að enn muni eitthvað
fjúka um stund áður en gelgjuskeiðinu lýkur. Hitt
verður þá ekki heldur dregið i efa: hverra framtiðin
er.
JS
Eru Mondale, Vance og Rosalynn áhrifamest?
ur óliklegur til aö rasa um ráö
fram.
Þriöja sæti á skránni skipar
eiginkona Carters, Rosalynn
Carter. Carter viröist ræöa itar-
lega viö hana um öli helztu
vandamál, sem hann glimir viö.
Sperling hefur þaö eftir mörg-
um starfsmönnum Hvita húss-
ins, aöhún hafi mjög mikU áhrif
á forsetann. Sé þetta rétt, er
Rosalynn Carter sennilega
áhrifamesta kona I heimi um
þessar mundir.
i fjóröa sæti er Hamilton
Jordan, sem lengi hefur veriö
einn helzti ráöunautur Carters
og fylgt honum eftir óslitiö frá
þvi aö hann sótti eftir aö veröa
kjörinn rikisstjóri i Georgiu.
Carter treystir Jordan til hinna
óliklegustu verka og viröist hafa
óbilandi trú á hyggindum hans
og hoUustu viö sig.
Fimmta sætiö skipar Jody
PoweU blaöafulltrúi Carters.
Hann hefur veriö álika lengi i
þjónustu Carters og Jordan og
Carter viröist treysta honum
ótakmarkaö sem öruggum tals-
SAGAN greinir þess mörg
dæmi, aö valdamenn þeir, sem
hafa haft mest áhrif á gang
hennar, hafi ekki veriö einir um
aö móta þau afskipti, sem þeir
hafa haft. Ofthafa þeir fariöeft-
ir ráöum s amverkamanna
sinna og nánustu vandamanna
eöa a.m.k. leitaö álits þeirra og
tekiö þaö meira og minna tU
greina. Þessvegna gera margir
fréttaskýrendur sér far um aö
afla upplýsinga um hverjir séu
helztu samverkamenn og ráöu-
nautar þeirra manna, sem nú
þykja valdamestir i heiminum.
Carter forseti hefúr ekki oröiö
útundan hjá fréttaskýrendum
aö þessuleyti, ogmá alltaf ööru
hvoru lesa i ameriskum blööum
greinareftir þekkta fréttaskýr-
endur, sem hafa tekiö sér á
hendur aö afla sér upplýsinga
um samstarfsmenn hans og viö-
horf hans tU þeirra. Bersýnilegt
er aö fjölmiölar sækjast eftir
sliku efni.
Meöal þeirra fréttaskýrenda,
sem nýlega hafa reynt aö afla
sér upplýsinga um samverka-
menn Carters, er Godfrey
Sperling, sem er fastráöinn
blaöamaöur hjá The Christian
Science Monitor og hefur um
áraskeiö haft þaö verkefni aö
fylgjast meö forsetum Banda-
rUcjanna, starfsháttum þeirra
og viöhorfum og afstööu al-
menningstil þeirra. Hann birti
nýlega i blaöi sinu skrá um þá
menn, sem hann taldi liklegasta
tU aö hafa áhrif á skoöanir
Carters. Alyktanir þessar dró
hann m.a. af þvi, hve mikil
samskipti Carter heföi viö þessa
mennog hveofthann virtist leita
ráöa þeirra. Þar sem Sperling
er talinn i hópi áreiöanlegustu
fréttaskýrenda, þykir ekki úr
vegi aö greina hér frá þessari
rööun hans.
MONDALE varaforseti skip-
arfyrsta sætiöálista Sperlings.
Carter viröist hafa náin samráö
viö hann bæöi um utanrikismál
og innanrikismál. Sé þetta rétt,
mun Mondale vera sá varafor-
seti Bandarikjanna, sem haft
hefur einna mest áhrif eöa aö-
stööu til áhrifa, þvi aö oftast
hefur ekki veriö nema formlegt
samband milli forsetans og
varaforsetans.
Annar á skránni hjá Sperling
er Cyrus Vance utanr&isráö-
herra. Carter viröist hafa náin
samráö viö hann um öll helztu
alþjóöamál og lætur þetta sam-
band ekki rofna, þótt Vance sé i
feröalögum erlendis. Sam-
kvæmt þvi viröist Carter hafa
mikiö álit á dómgreind Vance’s
og treysta þvi, aö hann sé maö-
Mondale.
Carter aö dansa viö Rosalynn á dansskemmtun, sem þau héidu
þingmönnum og konum þeirra fyrir jólin.
manni sinum. Vegna starfcins
þarf PoweU aö hafa mikil sam-
skipti viö forsetannogveröur þá
ekki komizt hjá þvi, aö þeir
þurfi aö bera ráö sin saman um
þaö, hvernig túlka beri marg-
vislegustu málefni. öhjákvæmi-
legt er, aö Powell hafi beint og
óbeint mikil áhrif á þann hátt.
I sjötta sæti raöar Sperling
Harold Brown varnarmálaráö-
herra.Carter viröist bera mikiö
traust tU hans. Hann er sá ráö-
herrann, sem Carter ræöir oft-
ast viö, næst á eftir Vance.
MÖRGUM mun koma á óvart,
aö Zbigniew Brzezinski kemur
ekki fyrr en I sjöunda sæti, þar
sem hann er sérstakur ráöu-
nautur forsetans I öryggis- og
alþjóöamálum. Um skeiö voru
taldar horfur á, aö hann myndi
þoka Vance til hhöar, likt og
Kissinger þokaöi Rogers til hliö-
ar I Uö Nixons. Þótt Carter meti
Brzezinski vafalaust mikils,
viröist hann viö nánari kynni
treysta Vance enn betur.
1 áttunda sæti er Frank
Moore, sem sér un tengsUn milU
forsetans og þingsins og Carter
þarf þvi aö ræöa viö oft á dag. I
niunda sæti er Gerald Rafshoon,
sem hlaut þaö starf, þegar vin-
sældir Carters fórudvinandi, aö
sjá um samskipti hans viö fjöl-
miöla og leiöbeina honum á þvi
sviöi. Rafshoonviröisthafa orö-
iö aUvel ágengt og eiga vaxandi
traust Carters. 1 tiunda sæti er
Stuart Eisenstat, sem er ráöu-
nautur Carters varöandi þau
lagafrumvörp, sem hann sendir
þinginu.
Þegar þessum tiu mönnum
sleppir, vú-öist rööunin oröin
vandasamari, og erfitt er aö
gera upp á miUi einstakra
manna. I hópi þeirra eru
Michael Blumenthal fjármála-
ráöherra og fjármálaráö-
gjafarnir Charles L. Schultze,
Alfred E. Kahn og Robert S.
Strauss. Þá ræöir Carter oft viö
Stansfield Turner, yfirmann
CLA, Griffin Bell dómsmálaráö-
herra, Joseph A. Califano heU-
brigöis- og menntamálaráö-
herra og James R. Schlesinger
orkumálaráöherra. Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Hverjir hafa mest
áhrif á Carter?