Tíminn - 07.01.1979, Qupperneq 11
Sunnudagur 7. janúar 1979
11
svo þaö er ekki einskis vert aö
geta sparaö aökeypt fóöur meö
þviaögefa vothey. Enn er ótalinn
einn kostur votheysins: Kýr eru
svo sólgnar I þaö, aö þær éta þaö
yfirleitt alveg upp, svo heita má
aö fóöriö ódrýgist ekki neitt i
meöförunum.
— Væri ekki hægt aö verka
allan heyfenginn sem vothey, til
dæmis f miklum óþurrkasumr-
um, þegar illgerlegt er aö þurrka
hey svo i lagi sé?
— Þaö væri sjálfsagt fram-
kvæmanlegt, en ég hef ekki þoraö
aö breyta svo algerlega um. Ég
held, aö skepnum sé hollara aö fá
eitthvert þurrhey meö votheyinu,
— dálitil tilbreyting er áreiöan-
lega heppilegri en ekki einhæft
fóöur, ekki sist þegar til lengdar
lætur.
Sjaldan logn — en stór-
viðri fágæt
— Viö höfum nú spjallaö um
kvikfjárrækt og heyskap, sem
henni er tengdur, en þaö er i
rauninni aöeins ein búgrein af
mörgum, sem auövelt er aö
fátiö. Versta áttin er þegar hann
er á út-sunnan, og svo geta
austanrigningarnar llka veriö
slæmar. Ég man aldrei eftir þvi
aö hér hafi komiö mikiö veöur af
noröri, — og snjór veröur sjaldn-
ast mikill hér.
— Þurfiö þiö ekki aö hýsa kýr
ykkar, þegar gerir austanrign-
ingarnar, sem þú varst aö minn-
ast á áöan?
— Jú, þaöer alveg óhjákvæmi-
legt. Viö þurftum oft aö hýsa
kýrnar á rosasumrunum 1975 og
1976. Þaö voru ákaflega erfiö
sumur, og þessar austan-stór-
rigningar, sem koma hér, eru
miklu verri veöur en svo, að þá
megi láta mjólkurkýr standa úti.
— Beitir þú kúm þinum á rækt-
aö land?
— Já, eingöngu, aö þvi undan-
teknu þó, aö ég hleypi þeim oftast
út i mýri einhverja stund úr deg-
inum til þess aö hvila þær á tún-
gresinu. Hér kem ég aftur aö þvi
sem ég sagöi áðan. Ég held, aö
skepnum sé hoflara aö fá ekki
alltaf sams konar fóöur, og þess
vegna hef ég reynt að beita kúm
mlnum á úthaga stund og stund,
beithér i sveitinni.enhitt er rétt,
aö þaö er skammt til næstu bæja
að heiman frá mér. Vesturbærinn
i Akurey er hérna alveg viö hliö-
ina á mfnum bæ, og bæirnir sem
þú sérö hér niöur frá Akurey, eru
Skipageröi — og Bergþórshvoll
austast.
— Já, þú býrö skammt frá bæ
Njáls Þorgeirssonar. Ertu þess
minnugur daglega, aö þú býrö i
einu sögurikasta héraöi þessa
lands?
— Ég hugsanú ekkert mikiö um
þaöhversdagslega. Enda er orðiö
langt siöan Njáll og heimafólk
hans gekk um hlaövarpann á
Bergþórshvoli. Hins vegar man
ég það vel, aö þegar ég var I sveit
á Arnarhóli, sem heita má aö sé
næsti bær viö Bergþórshvol, — aö
þá var mikiö rætt um söguleg
efni. Og ekki nóg meö þaö. Full-
ortaa fólkiö haföi lika mikinn
áhuga á ömefnum, sýndi okkur
unglingunum þau og lét okkur
læra þau og muna.
— Heldur þú aö þetta fólk hafi
trúaö Njáls sögu?
— Já, þaö held ég. Ég hygg aö
fólk hafi yfirleitt trúað þvi aö per-
stofnuöum taflfélag áriö 1976, og
þaö nær yfir alla sýsluna. Þaö
hefur siöan starfaö meötalsverö-
um krafti.
— Égþykist hafa þaöeftir tals-
vertgóöum heimildum, að þú sért
magnaður skákmaöur.
— O, ekki veit ég nú, hversu
magnaöur ég er. Hitt er rétt, aö
ég tefldi talsvert mikiö á meöan
ég átti heima i Reykjavik einkum
þegar ég var unglingur, en svo
dró úr taflmennskunni, eftir að ég
var búinn aö stofna heimili og
varð önnum kafinn viö húsbygg-
ingu og anrtað brauöstrit. Mér -
tókst þó aö komast upp i svokall-
aöan meistaraflokk, —■ en þess
ber aö gæta, aö I þeim flokki er
um margvislegan styrkleika aö
ræöa.
— En nú færö þú gullið tækifæri
til þess aö halda kunnáttunni viö,
þar sem svo mikiö skáklif er hér i
sýslunni.
— Já, rétt er þaö, en þó þykir
mér ennþá meira um vert aö geta
tekiö þátt i þvi aö efla skáklif i
heimahéraöi minu og aö fá ungl-
m
Kálfar viö fjósdyrnar I Akurey.
Bræðurnir Þorvaldur og Gissur Snorrasynir, og heimilishundurinn
Skuggi.
ingana til aö leggja stund á þessa
hoflu iþrótt.
— Taka margir unglingar hér
þátt I þessari starfsemi?
— Já. Viö vorum rétt núna aö
ljúka viö haustmót. Þar tefldu
tuttuguog átta manns, og af þeim
voru fjórtán unglingar, eöa réttur
helmingur, svo aö auöséö er að
þeir láta ekki sinn hlut eftir
liggja. Viö þessar tölur er þaö aö
athuga, aö skákmennirnir á Hellu
tóku ekki þátt I þessu móti, en viö
höfum teflt á HelluogHvolsvelli á
vixl. Rangárvallasýsla nær yfir
stórt landsvæöi, og vegalengdir
valda þvi, aö menn eiga misjafn-
lega auövelt meö að stunda fé-
lagslif eins og t.d. skákiþróttina
reglubundiö, en eittaf þvi sem viö
höfum gert hér, er aö efna til
skákkeppni á milli læknishéraö-
anna hér I sýslunni. Þessi keppni
hefur veriö haldin árlega, og
þangaö koma margir, sem ann-
ars tefla ekki aö staöaldri. Ahugi
á skák er mikill og almennur hér
um slóðir, og þaö þykir mér vel,
þvl ég er alveg sannfærður um aö
skákin er meö hollari Iþróttum
fyrir börn og unglinga. Og þaö
gildir hiö sama um skák og annan
lærdóm, aö ef börn og unglingar
hafa fengiö einhverja undirstööu,
geta þau alltaf bætt viö hæfni sina
og þekkingu, ef tækifæri býöst til
þess siöar á ævinni.
„ Ég myndi gera slikt hið
sama nú”
— Þaö fer nú víst aö liöa aö lok-
um þessa spjalls okkar, Snorri, en
ég mætti kannski vikja aö sjálfum
þér á ný, áöur en viö slltum tal-
inu. Sérö þú nokkuö eftir þvi aö
hafa flutstúrReykjavikog austur
I Landeyjar, þótt tvö af þeim
fimm sumrum sem þú hefur búiö
hér hafi veriö sunnlenskum
bændum ákaflega þung I skautí?
— Nei, ég sé ekki eftir þvi. Þaö
var aö visuekki neinn barnaleik-
ur aö fást viö heyskap hér sumrin
1975 og 1976, — og auk þess er
sveitavinna auövitaö alltaf mikiö
llkamlegt erfiöi. En sú vinna veit-
irlíkamargfalda gleöi og lifsfyll-
ingu saman boriö viö mörg önnur
störf. — Ég ætla ekki að nefna,
hvaö þaö er margfalt betra og
auðveldara aö ala börn upp i sveit
en borg. Þaö er ekkert sambæri-
legt.
Ef eins stæöi á nú og þegar ég
fluttist hingaö fyrir tæpum fimm
árum, myndi ég gera sllkt hiö
sama og þá. Hér er hvorki staður
né stund til þess aö tala um
„vandamál landbúnaöarins”, og
ég ætla ekki aö blanda mér inn i
umræður um þau mál i þessu
stutta spjalli okkar. Ég vil aöeins
segja þaö aö lokum, aö ég vona,
aö allar aöstæður veröi þannig á
komandi árum, aö ég geti haldiö
áfram aö búa I sveit.
—VS
stunda hér um slóðir. Hefur þú
ekki lagt stund á garörækt, eins
og margir aörir rangæskir bænd-
ur?
— Þó aö kartöflurækt sé mikil
hér I Rangárvallasýslu, þá hefur
húnekki gefist sérlega vel einmitt
hér I Akurey. — Mágar mlnir,
sem bjuggu hér á undan mér,
voru t.d. meö sina kartöflurækt I
landi annars bæjar. — Jú, ég
ræktaði kartöflur fyrsta áriö, sem
viðbjuggum hér,enhætti þvi svo
alveg. Ég sá strax, aö ef ég ætti
aö leggja stund á garörækt svo
einhverju næmi, yröi ég aö kaupa
mér vélar til þeirra hluta og
byggja kartöflugeymslur, en þaö
þýddi aftur á móti, aö þá heföi ég
oröið aö gefa mig miklu meira aö
þessum þætti búskaparins, —
„skella mér I garöræktina”, eins
og menn segja, — en það fannst
mér tæpast rétt eins og á stóð, svo
ég ákvaö aö dreifa ekki kröftun-
um, heldurleggjaalla stund á bú-
skap með kýr og hross. — Ég
rækta ekki einu sinni kartöflur til
heimilisnota, geldur kaupi þær
eins og hver annar neytandi.
— Nú sýnast Vestur-Landeyjar
vera viðlend sveit. En hvaö eru
margar bújaröir hér, og hversu
margt er fólkið?
— Hér er um hálfurfjóröi tugur
býla, og fólkstalan er um tvö
hundruð.
— En veöurfariö? Er nokkurs
staöar skjól hér, á öllu þessu flat--
lendi?
— Þaö er sjaldan alveg logn
hér, en stórviöri eru aftur á móti
eins oft og þvi verður viö komiö,
og helst daglega.
Hyggilegt að dreifa ekki
kröftum sinum
— Þú sagöir áöan, aö bústofn
þinn væri nautgripir og hross. En
átt þú ekki einhverjar kindur, —
til heimilisnota, eöa blátt áfram
tíl gamans?
— Nei, hér á bæ er ekki ein ein-
asta sauðkind. Þaö er eins og ég
sagöi áöan: Ég vil ekki dreifa
kröftum mínum. Mér finnst
drýgra og hagkvæmara aö vera
aöeins meö eina búgrein og sinna
henni óskiptur. Þegar t.vær bú-
greinar (ég tala nú ekki um, ef
þær eru fleiri) eru stundaöar
samtlmis, held ég aö þaö hljóti aö
koma niöur á annarri hvorri, eöa
jafnvel báöum. Þeir timar koma,
þegar bóndi sem á fjárbú, getur
fáu sinnt ööru en kindum sinum,
til dæmis um sauöburöinn.
— Búa bændurnir hér i
Vestur-Landeyjum samt ekki
yfirleitt blönduðum búskap?
— Jú, flestír gera það, en sumir
hafa þó hætt viö kýrnar og eiga
eingöngu sauöfé og hross. Og
sumir eru farnir aö rækta svin.
Afréttarlönd eru hér engin,
heldur gengur allur búpeningur I
heimahögum allan ársins hring.
— En er þá landrýmið nægi-
legt? Mérsýnist verastuttá milli
bæja, aö minnsta kosti hér, I ná-
grenni viö þig.
— Eins og ég sagöi áöan, þá hef
ég hvergi séö nein merki um of-
sónurnar I Njálu væru sannsögu-
legar, og aö atburöir sögunnar
hafi gerst meö eitthvaö likum
hættí og þar er lýst.
Ungmennafélagið heitir
Njáll, kvenfélagið Berg-
þóra
— Fyrst viö erum I bili hættír aö
tala um búskap, væri kannski
ekki úr vegi aö spyrja þig um fé-
lagslif hér i sveitinni?
— Há, hér er starfandi ung-
mennafélag, og þaö heitir Njáll.
Félagsheimiliö okkar heitir
Njálsbúö, svo aö þú sérö aö viö
höldum minningu gamla manns-
ins i heiðri. Kvenfélag er einnig
starfandi hér og þaö heitir Berg-
þóra.
— Oe hvað gerið þiö svo ykkur
til skemmtunar I þessum félög-
um?
— Kvenfélagið heldur þorra-
blót, og ungmennafélagið sér um
skemmtiatriöi á þorrablótunum.
Og svo eru auövitað haldin réttar-
böll á haustin.
— Skemmta menn sér ekki lika
viö spil og tafl?
— Jú. Þetta byrjaöi þannig, aö
viö 1 ungmennafélaginufórum aö
teflasaman fyrir nokkrum árum,
en þátttakendur voru fáir. En viö
vissum um menn, hingaö og
þangaö um sýsluna, sem höföu
tafl um hönd, meira eöa minna,
svo endirinn varö sá, aö viö
Myndlista~
ikaqdídaskóli
Islands
NÝ NÁMSKEIÐ
hefjast mánudaginn 22. janúar og standa
til 30. april 1979.
1. Teiknun og málun fyrir böm og
unglinga, 5 til 15 ára.
2. Teiknun og málun fyrir fullorðna,
byrjenda- og framhaldsnámskeið.
3. Bókband.
4. Almennur vefnaður.
Innritun fer fram daglega kl. 10-12 og 14-17
á skrifstofu skólans Skipholti 1.
Námskeiðagjöld greiðist við innritun áð-
ur en kennsla hefst.
Skólastjóri.