Tíminn - 06.04.1979, Page 15

Tíminn - 06.04.1979, Page 15
Fðstudagur 6. aprii 1979. 15 Flagð undir fögru skinni — Valsstúlkur afhentu stöllum sínum úr Fram blóm og unnu þær síðan Það hefur sjaldan átt betur við máltækið, „oft leynist flagð undir fögru skinni”, en i gærkvöldi þeg- ar Fram og Valur leiddu saman hesta sina i 1. deildinni i hand- knattleik. Fyrir leikinn var Framstúlkunum afhentur for- kunnarfagur blómvöndur þar eð þær voru orðnar islandsmeistar- ar. Það var þó enginn blómarósa- bragur á leik Valsstúlknanna að þessu sinni og þær unnu leikinn sanngjarnt og örugglega 14:10 eftir að hafa leitt 7:4 i leikhléi. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en satt best að segja var leikurinn fjarri þvi að bera eitthvert augnayndi. Eftir 19. min. leik var staðan jöfn 4:4 og hafði Guðriður Guðjónsdóttir úr Fram þá gert öll mörk sins liðs. Valur átti siðan góðan sprett undir lok hálfleiksins og komst þremur mörkum yfir áður en blásið var til hlés. Valsstúlkurnar gerðu i raun út um leikinn strax i upphafi seinni hálfleiksins er þær skoruðu tvö fyrstu mörkin og breyttu stöðunni i 9:4. Loks skoraði Fram á 7 min. seinni hálfleiksins og höföu þær þá ekki gert mark i 13 min sem að visu er ekki mikið hjá konunum. En á þessum kafla hafði Valur skorað fimm sinnum og það reyndist afdrifarikt. Svo virtist undir lokin sem Fram ætlaöi sér að jafna — en þá breyttist staðan á tæpum 3 min úr 11:5 i 11:8. Þær náðu þó ekki að ógna frekar og öruggur sigur Vals var i höfn og liklegast tryggja þær sér 2. sætið með þessum sigri sinum. Bestar hjá Val voru Erna, Jó- hanna i markinu, systurnar Björg og Sigrún ásamt Oddnýju. Hjá Fram var Guðriður langbest en Oddný var einnig skeinuhætt, en i heildina virkaði liðið latt. Mörk Vals: Erna 4/3, Harpa 3, Björg 3/1, Sigrún 2, Agústa 1, Elin 1. Mörk Fram : Guðriður 7, Oddný 2 og Helga 1. Kona leiksins: Jóhanna mark- vörður Vals. Enn eitt maraþonmet Piltar frá Alþýðuskólanum að Eiðum höfðu samband við blaðið i gærdag og vildu koma því á framfæri aö þeir væru hin- ir nýju handhafar Islandsmets- ins i maraþonkörfuknattleik og hefðu þeir leikið i samtals 28 klst. og 30 min., en gildandi met var um 26 klst. sett af Skaga- mönnum fyrir skömmu. Þessir piltar sem settu metið voru allir 14-15 ára gamlair. Íslandsmótíð í borðtennis tslandsmótið i borðtennis verður haldið i Laugardalshöllinni dag- ana 12. og 14. april. Fyrri daginn verður keppt i tviliðafiokki i flokkum unglinga og „oid boys”. Siðari daginn verður keppt i opn- um flokkum. Keppni hefst kl. 10 árdegis báða dagana og þátttöku- tilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 7. mars i sima 3-96-56. Islandsmótið í bad- minton um helgina tslandsmótið I badminton fer fram um næstu helgi i laugar- dalshöllinni. Hefst mótið á laugardag kl lOf.h. meðleikjum i undanúrslitum og er hér um nýj- ung að ræða i framkvæmd móts- ins. Vonar mótanefndin að þetta komi keppendum betur, þvi oft hafa undanúrslit ekki farið fram fyrr en seint á laugar- dagskvöldi og gert mótið lang- dregið og þreytandi. Úrslit mótsins hefjast siðan kl. 2 e.h. á sunnudag. Keppt verður I öllum greinum i meistara- og A- flokki ásamt einliða og tvfliðaleik karla og tvenndarleik i öölinga- flokki. Þátttakendur eru rúmlega hundraðfrá eftirtöldum félögum: TBR, KR, Val, Viking, BH, TBS, í A og Gerplu. Allir bestu badmintonleikarar landsins eru meðal þátttakenda. 0000000» VALSMENN VORU ÞUNGLAMALEGIR — þrátt fyrir 23:18 sigur yfir Fram I gær Þorbjörn Guðmundsson skoraði þrivegis gegn Fram I gær. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Oli Ben byrjaði á að verja viti Gústafs Björnssonar. Frömurum þótti ekki annað hæfa en að gjöra slikt hið sama og við hinn endann varði Gissur Agústs- son sem var nýkominn inn á, viti Jóns Karlssonar með miklum til- þrifum. Þetta voru lika siöustu fjörbrot Framara i þessum leik þvi eftir að Gústaf hafði jafnað 11:11 skoruðu Valsmenn næstu 5 mörk og breyttu stöðunni i 16:11 sér I hug og leikurinn var I raun unninn. Þessi munur hélst út leiktim- ann án þess að Framarar ógnuöu nokkru sinni sigri Vals og lokatöl- ur urðu 23:18. Þeir Jón Hermannsson og Árni Tómasson dæmdu þennan leik frekar slaklega en ekki virtust dómar þeirra bitna á öðru liðinu frekar en hinu. Valsmenn virkuðu alls ekki sannfærandi þrátt fyrir sigurinn og liðið erákaflega þungt i vöfum allt saman, en á móti kemur að leikmenn liðsins eru allir mjög leikreyndir og það hefur sitt að segja gegn jafn reynslulitlu liði og hinu unga en bráðefnilega liði Framara. Meðalaldur liðsins hjá þeim er vart mikið yfir 20 ár og þeirra er vissulega framtiðin sé rétt á spilunum haldið. Björn Eiriksson kom stórkost- lega skemmtilega á óvart i gær — skoraði 3 mörk.fiskaði eitt eða tvö viti auk þess sem hann var mjög virkur i vörninni. Þá vakti Hjört- ur mikla athygli fyrir þátt sinn i varnarleiknum. Mörk Vals: Jón Pétur 6, Jón K. 4/2, Þorbjörn G 3/1, Þorbjörn J. 3, Stefán 2 Steindór 3, Gisli 1 og Bjarni 1 Mörk Fram: Atli 4, Gústaf 4/1 Theodór 4, Björn 3, Viðar 2/1 og Pétur 1. Maður leiksins: Björn Eiriksson Fram. £ Hressir krakkar eru hér ræstir i einu af grýlupottahlaupunum. Þór fær liöstyrk Þórsurum á Akureyri bættist nýlega góður liðsstyrkur er Bjarni Kristjánsson frá Austra Eskifirði gekk til liös við þá en Þór leikur i 2. deildinni í sumar eins og s.I. sumar. Bjarni er mjög markheppinn leikmaður og skoraöi mikiö fyrir Austra á s.l. sumri og var m.a. einn af markahæstu mönnum 2. deildarinnar. Ekki er að efa að Bjarni mun styrkja Þórsliðið mjög þvi að þeir hafa misst þá Sigþór Ömarsson og Sigurð Lárusson til Skagamanna. Valsmenn virkuðu sannast sagna afar þunglamalegir i gær- kvöidi er þeir báru sigurorð af kornungu liði Framara i tslands- mótinu i handknattleik. Lokatölur urðu 23:18 Val í hag eftir að þeir höfðu leitt 11:10 i leikhléi. Greini- legt er, að Valsmenn verða aö leika miklu betur n.k. fimmtudag gegn Vikingi ef .þeir ætla sér að eiga einhverja von gegn hinum eldsnöggu sóknarmönnum Vik- ings. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og munaði þar mestu um að Framarar börðust mjög vel allir sem einn og i markinu varði Sigurður Þórarinsson.ungur markvörður.af stakri snilld oft á tiðum. Eftir 16 min. leik var staðan jöfn 4:4 en siðari hluta fyrri hálfleiksins færðist aðeins meira fjör i leikinn og voru þá skoruð 13 mörk á jafnmörgum minútum. Valur leiddi eins og fyrr sagði i hálfleik 11:10 Grýlupottahlaup Það er orðinn árlegur við- burður á Selfossi að efnt sé til svokaliaðs Grýlupottahlaups. Hlaup þetta er um 800 metra langt viðavangshlaup og er hlaupið sex sinnum með nokkru miliibili. Að þessu sinni er hiaupið með hálfsmánaðar millibili á laugardögum kl. 14.00;fór fyrsta hlaupið fram laugardaginn 3. mars sl. Þeir sem þátt taka i hlaupinu a.m.k. fjórum sinnum fá viður- kenningarskjal og þeir sem best- an tima hljóta úr þrem hlaupum samanlagt frá verðlaun, gildir það fyrir hvern aldursflokk. Mikil þátttaka hefur verið i hlaupinu til þessa sem og áður, eða um 100 manns i hverju hlaupi mest börn og unglingar. Næsta hlaup fer fram laugardag fyrir páska 14. april. ÞRUMUFLEYGUR GUNNARS spyrnu út við endamörk og gaf vel inn i teiginn þar sem Gunnar tók knöttinn glæsilega á lofti og sendi hann með viðstöðulausum þrumufleyg i netmöskvana hjá Fylki — alveg úti við stöngina. Tæpara mátti það ekki standa því dómarinn flautaði til leiksloka skömmu siðar. Framarar fengu óskabyrjun þvi strax þegar á 1. min brunaði Gunnar Orrason upp kantinn og gaf knöttinn fast fyrir markið og boltinn þaut af varnarmanni Fylkis og i eigið mark — 1:0 og leikurinn varla hafinn. Framarar léku undan vindi i fyrri hálfleiknum og réðu þá lög- um og lofum á vallarmiðjunni og áttu t.d. tvö skot i stöng. Fylkir sótti undan vindinum i seinni hálfleiknum en Framarar voru eigi að síður sókndjarfir fyrstu min. I s.h. en siðan fjaraði sókn þeirra út. Spil Fylkis var ■ekki ýkja beysið en leikmenn börðust mjög vel og gáfu ekkert eftir. Þeir uppskáru loksins mark á 67 minútu en Baldur Óskar- son skoraði mark eftir þvögu i vítateig Framara. Gunnar Orrason var svo sann- arlega hetja Framara i gærkvöldi er hann skoraöi glæsilegt mark aöeins 30 sek, fyrir leikslok I leik Fram og Fylkis i Reykjavíkur- mótinu. Pétur Ormslev tók auka- Gunnar Orrason Umsjón: Sigurður Sverrisson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.