Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 8
■ LITAVER ■ LITAVER ■ LITAVER ■ LITAVER ■ 8 Sunnudagur 8. aprll 1979 Bjarni bóndi Sigurðsson og systkini i Glæsibæ Skagafjirði Ingólfur Davíösson: 268 Byggt og búið í gamla daga Það var gerðarlegt gamla hiisið á Hafsteinsstööum i Skagafiröi sem hér er sýnd mynd af. A myndinni standa við framþiliö Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri og kona hans Stein- unn Arnadóttir. Hafsteinsstaðir eru næsti bær við Reynistað, kirkjustaðinn og prestssetrið gamla. I kaþólskum sið var á Reynistaö nunnuklaustur en áöur jarlsetur nokkur ár (Gissur Þorvaldsson). Upplýsingar um gamla bæinn á Hafsteinsstööum i Skaga- fjarðarsýslu (Anna Bjarnadótt- ir). Hafsteinsstaðir voru eign Reynistaðarklausturs fyrr á ár- um: 1797 er þar skráður fyrsti presturinn sem ábúandivar þar, séra Jón Jónsson og kona hans Hildur Halldórsdóttir. Mun siðasti presturinn frá Klaustrinu hafa haft biisetu á Hafsteinsstöðum árið 1879. Séra MagnUs Thorlacius og kona hans Guðrún Jónasdóttir. Um 14-15 prestar munu hafa verið ábúendur á þessu timabili öllu. Arið 1879 fluttu alkomin aö Hafsteinsstöðum hjónin Jón Jónsson hrq>pstjóri og kona hans Steinunn Arnadóttir þá sem leiguliöar. Arið 1891 fá þau keypta jörðina til ábUöar og á næstu ár- um byggja þau upp á henni þetta glæsilega hUs sem myndin er af og öllum þótti mikið I boriö og með fádæmum stórt og frá- brugðiö öðrum sveitabæjum sem sést höfðu þar eða i nálæg- um sveitum. (Sbr. Jarða- og ábúendatal “SFagafjarðarsýslu l.h.) Bjuggu þau þar um langt skeið þar til sonur þeirra Jón tók við bUskapnum. Herbergjaskipan i þessum stóra og rúmgóöa bæ var þannig: 1 kjallaranum sem var undir öllum frambænum voru 3 geymsluhólf, miðgeymslan stærst eða helmingurinn af öll- um kjallaranum, þar var geymdur allur eldiviður, svo sem þurrkað sauöatað og mór, þaö var aðal eldiviöur þeirra tima: ýmis amboð og þar var malað komiö I brauð og annan kornmat. 1 noiðurenda geymshmnar var kjötmatur, fiskur, saltað og reykt og hertir þorskhausar og allskonar matvara. 1 suðurendanum var allur mjólkurmatur geymdur, ostar, finasti sUrmaturinn, súrmjólkin og ýmislegt góðgæti sem geymt var i henni,svo sem svið, lunda- baggar, magálar og hrútspung- ar, allt þetta þótti hinn besti herramanns matur og þykir enn. Sláturmatur annar var geymdur i' kjallara sem var undir búrinu sem var I vestur- hluta bæjarins viö hliðina á eld- húsinu öðrum megin og mjólkurhúsinu hinu megin, þar var skilin mjólkin i mjög stórri skilvindu sem stóð á gólfinu og gaman þótti okkur krökkunum að fá að síeikja froðuna sem kom þá ofaná mjólkina. 1 bænum voru margar vistar- verur á fyrstu hæöinni voru: inngangur, gengið upp 2-3 þrep úr grágrýtis-hellum, sá gangur var rúmgóður með innbyggðan klæðaskáp vinstra megin var gengið inn i stáss-stofuna, var hún fremur stór með 2 glugga á móti austri. Næsta herbergi var eins stórt einnig meö 2 glugga.3 herbergið var einnig eins,öll á móti austri. Þessi herbergi voru miðhús.það var við hliðina á stofunni,þar sváfu kaupakon- urnar. Þegar ég var krakki hjá afa minum ogömmuvoruoft 2-3 kaupakonur, þriðja herb. var hjónahúsið, öll voru þessi her- bergi eins ogstórar stofur I min- um augum og annarra. Vesturhluti bæjarins var við- bygging við austurhlutann en gangur á milli Þaðan var gengið beint inn Ur ysta gangi inni nokkuð breiðan gang, sem hægt var að komast Ur inn I allar geymshir og herbergi bæjarins, bæöi upp á loft og niöur I kjallara.innf eldhús ogbúrin tvö, köku-geymslunaþar sem amma geymdi allt bakkelsið og sykur- inn og ýmislegt lostæti eins og kandísinn,sem hún gaf okkur oft að smakka á. Innangengt var úr eldhúsinu þar sem notuð var griðarstór eldavél meö fjórum hólfum,fram i hlóðareldhúsið og þaöan fram i hlöðuna og fjósiö. Var þetta fyrirkomulag afar þægilegt og öllu vel fýrir komiö. A loftinu voru fimm herbergi á vesturloftinu, sem kallað var, sváfu karlmennirnir. Þeir voru nokkuö margir stundum, þvi búiö var þá stórt og mannfrekt. Noröast uppi yfir ysta gangin- um var litiö herbergi sem notaö var til geymslu.við hliöina á þvi var stórtherbergi þar sem hægt var að láta þrjú rúm standa i og nota handa næturgestum, ef gesti bar að garði. Einnig var þar setið við ullarvinnuna, vefnaðinn og annað þvi um likt, þegar það tiðkaðist á sveita- heimilum, en nú er sú tíð liðin fýrir löngu.Enn eru eftir tvö herbergi^eitt gestaherbergi sem var notaö handa betri gestum svo kölluöum: fimmta herbergi uppi var einnig svefnhús kallað, þvi þar bjó oft húsmennskufólk. Svefnhúsin þrjú sem snúa i austur eru öll með tvo glugga, firam -þil bæjarins hefur þvi 7 á efri hæöinni og 6 á neðri og 1/2 glugga i forstofunni. Þessi bær var mikið notaöur til ýmiskonar mannfagnaðar fyrstu árin, vegna stærðar sinnar og glæsi- brags Arið 1940 seldi Jón Jónsson Hafsteinsstaöi Jóni Björnssyni frá Seylu ogbúa nú afkomendur hansþar I tvibýli. Jón Björnsson var auk búskaparstarfsins kirkjuorganisti i Glaumbæ og á Reynistaðfrá 1922 ogsöngstjóri karlakórsins Heimis frá 1928. Hefur samið mörg sönglög. Ný- lega komu Ut eftír hann „Skag- firskir ómar” nr. 3 Ekki er langt frá Hafsteins- stöðum að Glæsibæ I sömu sveit — Staöarsveitinni. A mynd sem Daniel Daviðsson á Sauðárkróki hefur tekiö sést þáverandi Glæsibæjarbóndi Bjarni Sigurösson t.v., og bakvið hann systir hans Sigurlaug á Fjalli. En til hægri hálfsystir hans Framhald á bls. 2',9 Jóhanna Stefánsdóttir frá Eyhildarholti (Nú 105 ára) Fjölskyldan á Hóli f Sæmundarhlið Skagafirði. LITAVER LITAVER LITAVER ■ LITAVER • LITAVER LITAVER ■ LITAVER LITAVER • LITAVER Stök gólfteppi Gólfteppi Lí“ Gólfdiikur því það T _ ... hefur Veggstngi avaiit x t j* + borgað Veggfoður si9 MÁLNINGAR- MARKAÐUR Litavers-kjörverð Grensásvegi ■ Hreyfilshúsi • Sími 8-24-44 LITAVER • LITAVER • LITAVER ■ LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER ■ LITAVER ■ LITAVER LITAVER • LITAVERV YAVER ■ LITAVER •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.