Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 25

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur 8. apríl 1979 25 Esra S. Pétursson, læknir: Sjúkrasögur Stundum segjum vér læknar, geðlæknar og sálgreinendur sjúkrasögur til aö fræöa lækna- nema og aðra. Ber oss þá um leiðað gegna vandlega þagnar- skyldunni. Gerum vér þaö með þviaðbreiða yfir nafn og niimer sjúklinga. Þarf að gera það all rækilega ef duga skal. Segi égtil dæmis að sjúkling- urminn búi i Miðrikjum Banda- rikjanna, er allt eins liklegt að hanneigi heima á islandi. Lika gæti hann búið i Suður- eða Austurrikjunum eða þá i Kanada, á þeim stöðum þar sem ég hefl lifað og starfað. Segi ég hann vera karl getur eins verið að hann sé kona. Segi ég frá fóstureyðingu vandast málið. Ekki hendir hún karla. Verð ég þá að vanda mig enn betur tíl að dylja konuna, henni tíl verndar. Telji ég hana vera lúterska kann hún að vera gyöingur eða múhammeðstrúar. Segi ég hana marxista er hún ef til vill demo- eða annars konar krati, eða þá framsóknarkona. Stundum segi égeinfaldlega satt. Meðþessum hætti er útlokað að þér getið borið kennsl á sjúkling, þótt frá- sagan kunni að minna á ein- hvern sem þér kannist við. Er þá tilganginum náð og þagnar- skyldan f heiöri höfð. Reynt er að breiða yfir nafn og númer á þann hátt að ekki raski það kjarna og sannleika sjúkrasög- unnar. Fær þannig sú vizka sem I henni kann að vera að njóta sin. Framhaldssaga Sjúkrasagan, sem ég hefi val- ið fyrir yður, er nokkuð löng, Veröur hún þvi framhaldssaga. Valiðhefiég hana vegna þess að hún lýsir i senn, kviða-, reiði-, þunglyndis-, fikniefna- og pislarsýki. Einnig kemur i' ljós i henni talsvert launmont og ein- angrunarsýki. Eg hefi orðið var við þaö i lesendahópi minum aö sumir eiga erfitt meö aö greina og skilja vel launmont. Sagan lýsir einnig framvindu sálkönnunar i sjö ár og þeim breytingum, sem urðu á sjúk- dómum stúlkunnar. Sagan er aðallega pislarsjúkrasaga. Konuna nefiii ég hér Gunnu. Gunna bjó I sinni sveit i Chicago. Foreldrar hennar voru langskólagengnir. Báðir voru doktorar i liffræði. Einn bróður átti hún, hálfu ööru ári eldri. Gunna var fædd á árum siðari heimsstyrjaldar. Faðir þeirra var raunar aldrei sendur úr landi þar eð hann dvaldi sem hermaður i Texas. Móöir þeirra flakkaði með þau á milli Texas og Chicago. Reyndi hún að vera nálægt manni sinum i Texas en tolldi þar stutt vegna þess að hún var svo háð móður sinni. Gat hún ekki slitið „nafla- strenginn” eða teygt nóg úr honum tilaðlosna undan ráðriki hennar. Vegna margs konar til- finningabilana móður og föður rikti mikið öryggisleysi og kviði i fjölskyldunni. Styrjaldar- ástandið jók mjög á kviðann. Gunna var þvi afar óvær sem hvitvoðungur, svaf illa og grét alla nóttina og ældi móður- mjólkinni. Var hún fljótt sett á pela en það bættí ekki ástandið. Magakrampar hennar héldu áfram og eirðarleysi og vanlið- an hennar var mikil. Gerðist hún fljótt rellin og heimtufrek. Móðurinni tókst ekki aö venja hana á koppinn og gerði hún á sigtil tiu ára aldurs. Þó að móð- irin væri ágæt visindakona var hún frámunalega léleg móðir, eiginkona og húsmóðir. Faðir hennar var strangtrúaður Baptísta prestur, en sjálf var hún trúleysingi, nema aö þvi leyti sem hún trúði á sina vis- indagrein. Ekki var ástandiö betra I föðurætt. Amman var oiðin fjörgömul, en hún var svo heimtufrek að allir uröuaðsitja og standa eins oghenni þóknað- ist. Notaði hún ekkjustand sitt og aöra armæðu, sem hún hafði orsakað eða hana hafði hent, til að fá ættingjana til aö vorkenna sér s vo hún gæti komiö vilja sin- um fram. Mann sinn hafi hún misst ung úr hjartaslagi og inn- an árs lika elsta soninn, sem dó úr hvitblæöi. Þö aö fjörutiu ár væru liðin kæddist hún enn svörtum sorgarbúningi. Ætlað- ist hún tU þess að enginn i fjöl- skyldunni eða frændaliöi hennar mætti láta i ljós gleði né fagna neinu i návist hennar. Hélt hún þannig þungbúnu svartsýnis- skýi yfir höfðum þeirra, eftir þvi sem hún gat við komið. Faðirinn var veifiskati og lé- legur uppalandi. Fórnaði hann öllu fyrir friöinn og hliðraði sér ævinlega hjá þvi að takast á við nokkurn vanda eða heyia baráttu. Forðaðist hann þvi öll átök ogleiddiallt hjá sér þar til i mikið óefni var komið. Mynduð- ust af þeim sökum pislarsýkis leikir, sem allir fjórir nánustu meðlimir fjölskyldunnar tóku þátt i: húsbóndinn, húsmóðirin, sonurinn og dóttirin. Leikirnir hófust með striöni og kerskni af hans hálfu, en öll tóku fljótt undir og ögruðu hvor öðru I tima og ótima. Bæði Gunna hann um eitthvað, hvað sem var, tíl dæmis að fá að fara i afmæli vinstúlku sinnar, neit- aði hann henni ávallt. Fór hún þá að þrábiöja hann, nöldra og sifra og lét hann ekki i friði. Að lokum léthann þó tilleiðast eftir mikið þjark og leyfði henni að fara, en gerði mikið úr þvi að hún hefðisærtsig með þrábeiðni sinni. ól hann þannig eftir mætti á sjúklegri sektarvitund henn- ar. Sagan endurtók sig með sama stefi viðbróðurhennar, en meðöðrum tilbrigðum. Svipaðir atburðir voru endurteknir I nokkra daga eða fáeinar vikur. Voru allir þá orðnir svo ergi- legir að þeim lá við að springa. Loks sprakk svo karl faðir þeirra. Tók hann konu sina með sér til vitnis. Hún þoröi þá hvorki að æmta né skræmta og gerði enga tilraun til aö vernda börnin. Fór hann siðan með alla fjölskylduna i svefnherbergi hjónanna, tók af sér beltið og lamdi börnin, annað eða bæði, á bakið þannig að rauðar rákir komu i húðina. Fyrst i stað sagöi Gunna að þetta hefði verið helber þjáning, en svo fór aö brydda á þvi að nokkur kynæs- ingur fylgdi þessu I allri fjöl- skyldunni. Gunna skammaðist sin svo fýrir þetta að hún gat aldrei komið sér til að segja neinum frá þvi fyrr en eftir sex ára sál- greiningu, tvö ár i Chicago hjá ströngum Freud sálkönnuði og siðan i fjögur ár hjá mér er hún hafði flutt til New York. Látum hér staðar numið að sinni, en höldum væntanlega áfram á fyrsta sunnudegi næsta mánaðar. 1 þvi sambandi bið ég lesendur velviröingar á þvi aö mér tókst ekki að ljúka þessum þætti I siðustu viku eins og ég hafði vænzt. Dráttarvél Ford 6700 sem ný til sölu af sérstökum ástæðum. 78 hö, dual power, hátt og lágt drif, tvöfalt aflúttak, stórir hjólbarðar, öryggishús méð útvarpi, hentug til garð- vinnslu fyrir verktaka o.fl. Upplýsingar i sima 71034. + Eiginmaöur minn og faðir Hreinn Þormar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 1.30 Hulda Þormar _ Ottó, Hanna og Hreinn. + Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og hlýhug og heiðruðu minningu eiginkonu minnar, fóstur- móður og systur, Nönnu Egils Björnsson Arnartanga 40, Mosfellssveit Björn Sv. Björnsson Guðrún Jónsdóttir og systkini hinnar látnu. % ■smiora 103 Daviðs-sálmur. Lola [)u Drottin. sála min. r>g alt. srm i mér er. hans heilaga nafn ; loía Jju I »rottin. s.ila nun. i.g glrvni < igi ii’ inum vdgjorðum haos. BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (fjiiÖbmnböStofii Hallgrimskirkja Reykjavlk simi 17805 opiS3-5e.h. Viljum kaupa LISTER rafstöð 10-15 kw, 220w, 50 riða i gangfæru standi. Ennfremur vantar vatnshrút. Bréflegt tilboð sendist Sigurði Jörgens- syni P.O. box 394 Reykjavik, sem veitir nánari upplýsingar i sima 91-24050 eða 91- 71021 Verslunarhúsnæði Til sölu er Blómaskáli minn i Hveragerði ásamt ibúðarhúsi, gróðurhúsum, sjoppu með öllu tilheyrandi. Blómaskáli með eða án sjoppu. Blóma- skáli með eða án gróðurhúsa. Blóma- skáli með eða án ibúðarhúss. Ræktun i fullum gangi. Laust hvenær sem er. Semja ber við Frank Michelsen Hvera- gerði c/o Blómaskáli Michelsen. Uppl. ekki gefnar i sima. Paul V. Michelsen. Stuðlið að skilningi meðal þjóða Kristileg alþjóða ungmennaskipti ICYE, vantar heimili fyrir 13 erlenda skiptinema sem koma i sumar. Þeir eru: 1 frá Belgiu, 2 Finnlandi, 3 Þýskalandi, 2 ítaliu, 1 Sviss, 1 Sviþjóð, 1 Ástraliu og 2 Bandarikja- menn. Nánari upplýsingar fást i Hallgrímskirkju (Barónstlgs- megin) milli kl. 1 og 4 eftir hádegi. alla virka daga eöa á sama tlma í sima: 24617. ICYE. Útboð Verslunarrýml á Hlemmi Tilboð óskast i verslunaraðstöðu I áningastað S.V.R. á Hlemmi fyrir ljúfmeti („delikatessen”) (ávextir, græn- meti, áiegg, mjóikurvörur, brauðvörur o.fl.) Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð eru afhent á skrif- stofu vorri og á skrifstofu S.V.R. á Kirkjusandi. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri aö Frikirkjuvegi 3 R, þriðjudaginn 24. april n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Nýkomnar Einnig Felgur á Fíat |yrij 127-128-125-132 LadO G. S. varahlutir Ármúta 1A - Reykjavik - Slmi 365101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.